Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 Viðskipti írska pundið á uppleið Ufsi á fiskmörkuöum hefur ver- ið aö lækka í veröi síðustu daga. Meðalverðiö í gærmorgun var 36 krónur kílóið en var 44 krónur fyrir viku. Gengi hlutabréfa Eimskips var 4,40 í gær líkt og á þriðjudag þeg- ar mikil viðskipti voru með bréf- in og gengið hækkaði um 3,5%. Eins og kemur fram annars staðar á síðunni lækkaöi bensín í Rotterdam á þriðjudag. Þá lækk- aði 95 oktana bensín um tvo doll- ara tonnið í 169 dollara. Frá því á þriöjudag í síðustu viku hefur sölugengi írska pundsins hækkað um 1,3%. Gengið var 105,17 krónur í gær- morgun. Þegar hlutabréfaviöskiptum lauk í kauphöllinni í Tokyo í gær var Nikkei-vísitalan í 20152 stig- um. Þorvaldur Gylfason um aukið peningamagn í umferð: Líkur á tveggja stafa verðbólgu - innan tólf til átján mánaða „Mér sýnast þessar tölur vera sjálfsögð og eðhleg afleiðing ákvarð- ana sem voru teknar í fyrrasumar um að lækka vexti með því að prenta peninga. Ég og margir aðrir vöruð- um alvarlega við þessu þá. Jafnframt varaöi ég við þeirri gengisfellingu sem gripið var til en hún var sömu- leiðis ávísun á aukna peningaþenslu. Nú er þetta bara að koma í ljós,“ seg- ir Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, í samtali við DV vegna fréttar í blaðinu í gær um stóraukið peningamagn í umferð undanfama tvo mánuði. Þorvaldur segir að þegar peninga- magn væri farið að aukast með tveggja stafa hraða þá væri það al- Byggingariönaðurmn: Tölvusýn- ingunni lýk- urídag Tölvusýningu fyrir byggingariðn- aðinn lýkur í dag á Hallveigarstíg 1. Sýningin er haldin á vegum Samtaka iðnaðarins og Byggingarþjónustunn- ar hf. Sýningin, sem staðið hefur yfir frá því á mánudag, kom í kjölfar ráð- stefnu um nýjustu tækni og vísindi í byggingariðnaði. Aðstandendur sýningarinnar hafa orðið fyrir vonbrigðum með dræma aðsókn þar sem fjöldi áhugaverðra nýjunga koma þar fram. Alls sýna 12 íslensk hugbúnaðarfyrirtæki af- uröir sínar. Af athyghsverðum nýj- unum má nefha forrit frá Skýrsluvél- um ríkisins og Reykjavíkurborgar sem nefndist Útboði. varleg viðvörun til stjómvalda. í kjölfarið væm miklar líkur á tveggja stafa verðbólgu aftur innan 12 til 18 mánaða. „Hættan á slíku er talsverð. Þessir hlutir ferðast hægt í gegnum hag- kerfið líkt og að vaxtalækkun með handafli í fyrra er að birtast núna í þessum stórauknu peningavaxtar- tölum. Með einhverri töf getur vöxt- urinn komið fram í aukinni verð- bólgu. Allt þetta er sérstaklega hættulegt vegna þess að nú eru stjómmálamenn komnir í kosninga- ham,“ segir Þorvaldur og á við um- mæh forsætisráðherra í Morgun- blaðinu í gær um að nú væri kominn gmndvöhur til almennra kjarabóta í landinu. Þorvaldur segir aö menn ættu að gefa orðum OECD-skýrslunnar gaum um langvarandi efnahagslægð á íslandi á næstunni. Kauphækkanir út í hött „Stórkarlalegar yfirlýsingar stjómmálamanna um hið gagnstæða breyta engu um þá þróun. Almennar kauphækkanir eru gjörsamlega út í hött og ekki ávísun á neitt annað en verðbólgu aftur. Hins vegar er veru- legt svigrúm til kjarabóta ef menn manna sig upp í það að taka myndar- lega á skipulagsvanda atvinnuveg- anna, ríkisbúskaparins og banka- kerfisins," segir Þorvaldur. Frá tölvusýningunni að Hallveigarstíg 1 fyrir byggingariðnaðinn. Sýning- unni lýkur í dag. DV-mynd ÞÖK Olíuíramleiöendur í uppnámi: Verðlækkun framundan Bensín og olía lækkaði í verði á heimsmarkaði sl. þriðjudag. Reiknað er með frekari lækkunum á tegund- um eins og hráolíu á næstunni. Ohu- framleiðendur em í uppnámi vegna þessa því nú er einmitt sá árstími sem vænta hefur mátt verðhækkana vegna aukinnar bifreiðanotkunar. Til marks um lágt heimsmarkaðs- verð þá var bensíniö í Rotterdam selt á um 20% hærra verði fyrir ári en í dag. Tonnið af 92 oktana bensíni selst núna á 161 dohar en fór á 195 dohara í fyrra. Ef spá sérfræðinga gengur eftir um frekari verðlækkanir ytra fara að skapast aðstæöur fyrir ohufélögin hér heima aö lækka eldsneytisverð. Ohufélagið á von á nýjum farmi í byijun júnímánaðar og Skeljungur og Ohs fá farm um miðjan júní. Kaffið heldur áfram að hækka á markaöi í London og sömuleiðis hef- ur sykurinn veriö aö hækka. Frá áramótum hefur kaffið hækkað um þriðjung og ætla mætti aö innlendir kaffiframleiðendur hefðu ástæðu til að hækka verðiö hér heima. á erlendum mörkuðuml Bensín 95 okt. 3 200; 150> V200 200 150 151,50 F M A M •; 100 169,00 S/t F M A M 100 172,50 S/t F M A M DV 5miiqardaaf- skriftirbankaog sparisjóða Bankar og sparisjóðir afskrif- uðu samtals ríflega 5,2 milljarða króna á síðasta ári ogundanfarln þrjú ár hafa afskriftirnar numið 10,5 railljörðum. Þetta kemur fram í samanburði sem Samtök fiskvinnslustöðva gerðu á gögn- um frá bönkunum, sparisjóðun- um og Seðlabankanum. Eftir at- vinnugreinum var mestafskrifað vegna verslunar og þjónustu, eða um 1,5 milljarð, og næst kom sjávarútvegurinn með 1 milljarð. Vegna fiskeldis voru afskrifaðar 882 milljónir og 788 vegna iðnað- ar. Útlánatöp vegna einstakhnga voru um 560 milljóriir. Samtökin segja að miðað við 184 milljóna króna skuldastöðu í árs- lok 1993 hafi hlutfallslega minnst verið afskrifað í sjávarútveginum af öllum atvinnugreinum á síð- asta ári. Mest hafi verið afskrifað vegna fiskeldis og landbúnaðar og næst vegna byggingarstarf- semi. 40 prósentum fleiri farþegarí millilandaflugi Farþegar í millilandaflugi Flug- leiða fyrstu þrjá mánuði ársins voru rúmlega 123 þúsund en voru 88 þúsund á sama tímabih í fyrra. Um er ræða 40% fjölgun milli ára. Ástæða fjölgunar er einkum sú að sætaframboð Flugleiðahef- ur aukist eftir að einni flugvél var bætt í flotann um mitt síðasta ár. Þá hefur söluaukning oröið á flestum mörkuðum Flugleiða er- lendis. : K Á Norður-Atlantshafsleiðinni hefur farþegum fiölgað um 16% en um 60% í Evrópufluginu. Eimskipsbréfin hækkaíverði Eftirspum eftir hlutabréfum í Eimskip vúrðist vera að aukast ef marka má viðskipti sl. þriðju- dag. Þá fóru alls fram fimm við- skipti með Eimskipsbréfm að söluviröi 10,7 milljónir króna. Gengi bréfanna hækkaði úr 4,25 í 4,40, eða um 3,5% á einum degl Gengi bréfanna hefur ekki verið hærra síöan í desember. Almennt er tahð að verð hluta- bréfa stórra hlutafélaga geti hækkað á næstunni vegna auk- innar eftirspumar á markaðn- um. Ný húsakynni Quelle-listans í Kópavogsdalnum. QuelleiKópa- vogsdalinn Lóstakaup hf., umboösaöih Quehe vöruhstans á íslandi, hef- ur opnað verslun í nýju húsnæði viö Dalveg 2 í Kópavogsdalnum. Með nýju versluninni segjást forráðamenn Listakaups geta veitt mun betri þjónustu en áður. Quelle er stærsta póstverslun í Evrópu og vöruhstinn fer inn á sjöunda hvert heimili á IslandL Arsvelta Quehe og dótturfýrir- tækja var um 650 milljarðar á síö- asta ári eða sexfóld íslensku fjár- lögin. Árlega eru prentuð 24 milljón eintök af stóra vörulist- anum. Starfsmenn Quehe eru ríf- lega 40 þúsund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.