Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Síða 13
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 13 Neytendur ítarleg úttekt Neytendasamtakanna á heimilistryggingum: Skilmálar eru neyt- endum oft óhagstæðir - fyrirhugað að koma á fót kvörtunamefnd fyrir neytendur „Þaö sem kom kannski mest á óvart viö gerö þessarar úttektar var hversu óljósir skilmálar tryggingafé- laganna eru að mörgu leyti og hvað þeir eru í raun lítiö í takt viö starfs- venjur félaganna. Þaö þurfti hrein- lega aö túlka margt í þessum skilmál- mn í samvinnu við félögin," sagöi Garðar Guöjónsson, ritstjóri Neyt- endablaðsins, í samtali viö DV en ít- arlegt yfirlit er birt yfir heimilis- tryggingar í nýjasta tölublaði Neyt- endablaösins. Þar kemur m.a. fram að skilmál- amir eru neytendum oft óhagstæðir sökum þess hversu óskýrir þeir eru. Tryggingamar setja e.t.v. ákveðin skÚyrði fyrir bótagreiöslu en skýra ekki nákvæmlega út hvað þurfi til aö uppfylla þau. Jafnframt getur ver- ið ómögulegt að vita hvaða bótafjár- hæð er réttmæt þegar tjón hefur orð- ið því yfirleitt skortir upplýsingar um frádrátt frá bótum vegna aldurs eða slits. Að mati Neytendablaðsins er venja tryggingafélaganna við með- höndlun á tjóni ekki aðgengileg fyrir aðra en starfsmenn félaganna. Kvörtunarnefnd fyrirhuguð „Það stendur til að koma á fót sér- stakri kvörtunamefnd vegna trygg- ingamála þar sem neytendur ættu sinn fulltrúa. Þar færi fram umfjöll- un um ágreiningsmál í þessu sam- bandi,“ sagði Garðar. Nefndin yrði að öllum líkindum skipuð fulltrúa frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Neytendasamtökunum og hugsan- lega Tryggingaeftirlitinu. Starf slíkr- ar nefndar myndi væntanlega hraða málum og skapa fordæmi en miðað er við aö úrskuröir hennar verði gerðir opinberir. Spyrjið ef þið eruð í vafa Garðar segir yfirlitið einungis veg- vísi til viðmiðunar en hvetur fólk eindregið til þess að spyrja félögin ef það er í vafa um hvað sé bætt og hvað ekki. „Fólk ætti að kynna sér framboðið af heimilistryggingum, meta svo eigin þarfir í því sambandi og kynna sér verð. í yfirlitinu okkar er ekki tekið tillit til upphæðar ið- gjaldanna þar sem erfitt reyndist að gera sanngjaman samanburð." í yfirlitinu kemur m.a. fram að hámarksbætur fyrir peninga, verð- bréf, frímerkja- og myntsafn séu í flestum tilfellum einungis um 1% af vátryggingarfj árhæðinni. Ekkert há- mark er hins vegar oft og tíðum á tjónsbótum af tölvmn, reiðhjólum eða bamavögnum en innbú, sem er um stundarsakir utan heimilis, er í flestum tilvikum bætt um 10-15%. Mjög mismunandi getur verið hvað er innifalið í heimilistryggingunni og vert að kanna það til hlítar. Tjón á þvotti vegna bilunar í þvottavél eða tjón á matvælum vegna bilunar í ís- H Fjölskyldutrygging Heimilistrygging □ Heimilisvernd 1.600 þús. kr. 1400 Hámarksbætur 1200 vegna dauða 1.000 800 600 400 316 316 300 200 1.539 / // / ý 4 * * 7.000 þús. kr. Hámarksbætur vegna varanlegrar örorku 6.772 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 3.470 Altrygging 1.5UU 1‘4/* 1.400 1.400 H E] p jí' & jr/ / / <? 8 SMÁAUGLÝSINGASlMINN FÝRIR LANDSBYGGÐINA: 8 99-6272 ^ oza sÍminn Ea -talandi dæmi um þjónustu! ííf GRÆNI ISÍMINN i 1 Hga § Skilmálar heimilistrygginga geta verið ógreinilegir og oft á tíðum óhagstæðir neytendum. Skortur á aðhaldi gæti verið ástæðan að mati ritstjóra Neytendablaðsins. DV-mynd BG skáp er t.d. bætt í sumum tilvikum en öðrum ekki, sem og ábyrgðar- trygging vegna líkamstjóns. Lágar dánarbætur Athygh vekur að hámarksbætur vegna dauðsfalla em oft á tíðum mjög lágar. Hjá einu tryggingafélag- anna fengust þær upplýsingar að oft væri einungis miðað við útfarar- kostnað viðkomandi. Bætumar eru í allflestum tilvikum á bilinu 121.531-771.200 krónur en fjölskyldu- trygging VÍS sker sig úr með há- marksbætur að upphæð 1.539.000. Það er misjafnt hvaða nöfn slíkar tryggingar bera hjá félögunum en heiti þeirra koma fram í grafinu hér á síðunni. Bætur vegna varanlegrar örorku eru oft á tíðum hærri, eða á bilinu l,4-3,5 milljónir króna. Aftur sker VÍS sig úr með hámark, tæpar 7 milljónir króna fyrir slíkt tjón. Tann- brot er sums staöar ekkert bætt en algengt er að bætur fyrirtannbrot séu 70-100 þúsund krónur. REYKjAVIKUR LISTINN Menningarhátíð í Glæsibæ Reykjavíkurlistin o Nú blómstrar listin(n)! Dagskrá: Björn Björnsson baritón syngur viö undirleik Guobjargar Sigurjónsdóttur, Kristín Ómarsdóttir les úr eigin verkum, Fríöur Siguröardóttir og Halla jónasdóttir syngja dúetta viö undirleik Kára Gestssonar og Elísabet Jökulsdóttir les úr eigin verkum. Auk þessa þenur Reynir jónasson svo nikkuna. Borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur stutt ávarp. Góöa skemmtun í kosningabaráttunni! Hverfamibstöbin Glæsibæ, Álfheimum 74. Sími 886262. Opið á virkum dögum kl. 16-22 og kl. 13 - 20 um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.