Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Qupperneq 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskri ft - Dreifing: Simi 632700
sér í gin Ijónsins því lögreglumenn
fundu hana við verslunina Veiðivon
í Reykjavík sem höndlar meðal ann-
ars með byssur og skotfæri. Gæsin
var færð í lögreglubil og ekið með
hana niöur að Tjörn þar sem henni
var sleppt eftir að henni hafði verið
veitt svolitil áminning. Eftir sátu lög-
reglumenn með óhreinan bíi að inn-
an eins og svo oft áður eftir að
frænkur hennar hafa fengið bílfar.
DV-mynd Sveinn
Forseti ráðherranefiidar ESB:
Líkur á aðild
íslend-
inga eru að
aukast
Forseti ráðherranefndar Evrópu-
sambandsins, Grikkinn Theodoros
Pangalos, lýsti því yfir á blaða-
mannafundi að íslenska ríkisstjórnin
hallaðist æ meir að því að ísland
yrði aðili að sambandinu í framtíð-
inni. Pangalos sagðist hafa komist á
þessa skoðun í kjölfar viöræðna við
Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík-
isráðherra íslands, á fundi ráðherra
Evrópska efnahagssvæðisins í
Briissel á þriðjudag.
ísland er ennþá eina landið í EES
sem ekki hefur sótt um aðild að Evr-
ópusambandinu. Þjóðaratkvæða-
greiðsla á eftir að fara fram í Austur-
ríki, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi um
aðild viðkomandi landa að samband-
inu. Verði aðild samþykkt í þessum
löndum mun ísland verða eina land-
ið í EES sem er utan sambandsins.
í fréttatilkynningu sem send var
út eftir fundinn lýsti EES-ráðið því
yfir að EES-samkomulagið yrði
áfram í fullu gildi. Á næsta fundi
yröi rætt um starfsemi og þróun EES
i samhengi við stækkun Evrópusam-
bandsins. Pangalos hélt því einnig
fram á blaðamannafundinum að
stækkun sambandsins myndi ekki
hafa áhrif á starfsemi E vrópska efna-
hagssvæðisins.
Dagar hinna hefðbundnu sumarverka í görðum landsmanna eru runnir upp. Linda Húmdis frá Skrúðgörðum
Reykjavíkur var önnum kafin við að planta þessum fallegu og litriku sumarblómum í Hljómskálagarðinum i gær.
DV-mynd Brynjar Gauti
Launanefnd ASÍ og VSÍ:
Eingreidsla upp
a f imm til sex
þúsund krónur
„Það eru ekki aöstæður í þjóðfé- ið yrði yfir allar forsendur sem tali við DV í morgun að vinnuveit-
laginu til almennra launahækk- unniö er út frá í þessu máli. endur bæru sig illa og vildu ekki
ana, til þess er of mikil óvissa í Launanefnd ASÍ og VSÍ heldur ræða um prósentuhækkun á laun.
efnahags- og atvinnumálunum. Og fundi þessa dagana til að fjalla um Hann sagðist telja mestar líkur á
það hefur engin ákvörðun veriö möguleika á kjarabótum tU handa að niöurstaðan yröi eingreíðsla í
tekin um hvort einhverjar kjara- félögum i ASÍ. stað prósentuhækkunar sem færi
bætur koma til enda ekki sam- Samkvæmt heimUdum DV er lík- jafnt tU þeirra tekjuhæstu sem
komulag um það hvort tílefni er til legasta niðurstaðan eingreiðsla þeirra rtelkjulægstu. Hann sagði
þeirra. Ef niðurstaðan veröur sú upp á 5 til 6 þúsund krónur. Ekki aö hljóðiö í vinnuveitendum væri
að einhverjar bætur komi til tel ég hefur enn verið rætt um hvar þungt.
líklegt að það verði í formi eín- launaþak yrði sett í þessu tilviki „Þegar þeir eru spurðir um voriö
greiðslu," sagði Þórarinn V. Þórar- en oft hefur talan 80 þúsund krónur í efnahagsmálunum sem forsætis-
insson, framkvæmdastjóri VSÍ, í á mánuöi verið viðmiðunartala hjá ráðherratalarumsegjaþeiraðenn
morgun. aðilum vinnumarkaðarins. séu næturfrost," sagði Guðmundur
Þórarinn sagði að fundaö yrði í Guðmundur J. Guðmimdsson, J. Guðmundsson.
dag með stjómvöldum þar sem far- formaður Dagsbrúnar, sagði í sam-
Akranes:
23 sagt upp
vegna
hallareksturs
Sigurður Sveixisson, DV, Akranesi;
Stjóm Verndaðs vinnustaðar á
Akranesi samþykkti á aðalfundi fyr-
irtækisins nú í vikunni að segja öllu
starfsfólki upp frá og með 1. júní nk.
vegna hallareksturs.
Að sögn Þorvarðar Magnússonar
framkvæmdastjóra vantar á fjórðu
milljón króna upp á að endar nái
saman í rekstrinum. Þorvarður sagöi
kostnað við reksturinn 22 millj.
króna en tekjumar um 15 millj.
króna. Á fjárlögum ríkisins á þessu
ári eru 3,7 millj. króna ætlaðar til
rekstursins.
„Ríkið hefur ekki viljaö ljá máls á
því að leggja frekara fé til reksturs
fyrirtækisins og því var stjóm þess
sammála um að segja starfsfólki
upp,“ sagöi Þorvarður. Alls hafa 23
manns starfað hjá Vemduðum
vinnustað í 15 stöðugildum.
Kannanir á Akranesi:
Meirihluti
bæjarstjórnar
fellur
Sigurður Svenisson, DV, Akranesi;
Núverandi meirihluti bæjarstjórn-
ar Akraness fellur í komandi sveitar-
stjómarkosningum samkvæmt nið-
urstöðu kannana á meðal starfsfólks
5 fyrirtækja. Meirihlutinn er nú skip-
aöur 6 fulltrúum Framsóknar- og
Alþýðuflokks, 3 frá hvorum flokki.
Gangi niðurstöður kannananna
eftir tapar Alþýðuflokkur 2 bæjar-
fulltrúum af þremur en Framsóknar-
flokkur heldur sínum þremur. Al-
þýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur
bæta við sig einum hvor flokkur.
Fylgi Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks er hníflafnt í þessum
könnunum. Hvor flokkur fékk
30,19% atkvæða og fengi samkvæmt
þvi 3 bæjarfúlltrúa hvor. Alþýðu-
bandalag fékk 16,51% atkvæða og
fengi 2 menn inn en Alþýðuflokkur-
inn 9,43% og fengi aðeins einn mann
kjörinn.
AIls tóku 212 manns þátt í könnun-
unum, sem gerðar vom hjá HB hf„
Sementsverksmiðjunni hf„ Búnað-
arbankanum, skrifstofu Akranes-
kaupstaðar og á Skattstofu Vestur-
lands. Auðir seðlar og ógildir í voru
29 eða 13,68% atkvæða.
LOKI
Ekki veitir nú af þessum
krónum í budduna!
Veðriðámorgun:
5 til 15 stiga
hiti
Fremur hæg suölæg átt. Smá-
skúrir um suðvestanvert landið
en þurrt og viða léttskýjað norð-
an- og austanlands. Hiti verður á
bihnu 5 til 15 stig yfir daginn.
Veðrið í dag er á bls. 44
RAFMÓTORAR
1*oulsen
SuAuilandsbraut 10. 8. 680490.