Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 8
8 ~r MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994 IXIORDMEIVIDE IMORDMENDE O THOMSON 63DS59 nic er vandcá 25" Nicam-stereo litasjónvarp me6 Black Matrix-skjá, möguleika á 16:9 breiðtjaldsmóttöku án j»ss a5 myndin afiagist, 40W Nicam stereo-magnara,4 hátölurum. Stereo Wide, INNBYGGÐUM Spatial Effect, sem eykur hljóðmöguleikana, tenai (yrir heyrnartol meo sér styrkstilli óháð hátölurum tækisins, 60 stöðva minni, sjálfvirkri stöðvaleit, Pal-Secam-NTSC-video. fullkominni fjarstýringu, aðgerðastýringum á skjá, innsetninau stöðvanafna á skjá, tímarofa, barnalæsingu, íslensku textavarpi, Scart-tengi, tengi fyrir 2 auka baknálalara o.ml. Heimsmeistaratilboð aSeins: 82.200,- eða 74.800,- 'stgr. THOMSON NORDMEIMDE 70DS59 nic er vandað 28" Nicam-stereo litasjónvarp meS Black Matrix-skiá, möguleika á 16:9 breiðtjaldsmóttöku án þess að myndin aflagist, 40W Nicam stereo-magnara,4 hátölurum. Stereo Wide, INNBYGGÐUM Spatial Effecj, sem eykur hljóðmöguleikana, tenai fyrir heyrnartol meo sér styrkstilli óháð hátölurum tækisins, 60 stöðva minni, sjálfvirkri stoðvaleit, Pal-Secam-NTSC-video. fullkominni fjarstýringu, aðgerðastýringum á skiá, innsetninau stöðvanafna á skjá, tímarofa, bamalæsingu, islensku textavarpi, Scart-tengi, tengi fyrir 2 auka bakhátalara o.ml Heimsmeistaratilboð aðeins: 87.900,- eða 79.800, 'stgr. IMORDMEIMDE 1 O THOMSON ; VTH-232 er vandaS mýndbandstæki með þráðlausri fjarstyrinau, hrað- spólun með mynd, sjalfvirkri stöðva- .imi..uju,uj.!i.i»tMi.iL...iui.ui ■■ - i ! leit, 8 liða/365 daga upptökuminni, larnalæsingu, Long play-upptöku og afspilun (hentar vel fyrir HM-upptökurnar) o.m.fl. deimsmeistaratilboS aðeins: 39.900,- eða 35.900, ■stgr. /dÚðiaM ■■■■■ EJ ViSA wmmswm £7 Samkort munXlAn Frábær greibslukjor vib allra hæfi Skiptholti 7 9 Sími: 9> 1 -29800 WorldCup USA94 Viöurkenndur sötuaoiti a Islandi, aö WoridCup USA'94-aðgöngumiðum og ferðum, er IMC-Ratvís. Stmar: 91-641522 og 96-12999 Fréttir Ungir stuðningsmenn Evrópusambandsins i Austurríki veifa fána ESB, þess albúnir að fagna niðurstöðum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar á hressilegan hátt. Símamynd Reuter Austurríkismenn samþykktu ESB-aðiId: Austurríki náði Evrópuprófinu - sagði Thomas Klestil, forseti Austurríkis Austurrískir kjósendur sam- þykktu aöild Austurríkis að Evrópu- sambandinu með tveimur þriðju hlutum atkvæða í þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fór í gær. Þeir voru fyrstir þjóðanna íjögurra, sem sækja um aðild að ESB, til að kveða upp úrskurð sinn. Endanleg úrslit atkvæðagreiðsl- unnar voru þau að 66,4 prósent lýstu yfir stuðningi við aðild að ESB en 33,6 prósent sögðu nei, að þvi er Franz Löschnak innanríkisráðherra sagði í austurríska sjónvarpinu. Kosningaþátttaka var 81,3 prósent. Stjómarsinnar, sem höfðu barist fyrir samþykkt aðildarsamningsins, lýstu yfir ánægju sinni með niður- stöðuna og sögðu að ekki hefði verið hægt aö biðja um skýrari afstöðu. Yfirburðasigur stuðningsmanna ESB í Austurríki gæti einnig orðið vatn á myllu stuðningsmanna í Sví- þjóð, Finnlandi og Noregi sem halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar- samninginn í október og nóvember. Thomas Klestil, forseti Austurrík- is, óskaði þjóðinni til hamingju fyrir að hafa greitt atkvæði með aðild að Evrópusambandinu þann 1. janúar 1995 og fyrir að hafa valið rétt fyrir framtíðina, eins og hann orðaði það. „Austurríki stóðst þetta mikilvæga Evrópupróf. Dymar að stærri Evr- ópu eru nú opnar,“ sagði Klestil. Risastór Evrópusambandsfáni var dreginn að húni yfir nýgotnesku ráð- húsi Vínarborgar þegar fagnaðarlæti brutust út í borginni. Heillaóskunum rigndi yfir Austur- ríkismenn eftir aö úrslitin lágu fyrir. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, kallaði þau stórsigur Evrópu og Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði þau vera góðar fréttir fyrir Evrópu. Þá fógnuðu stjórnvöld í Póllandi, Ungverialandi, Tékklandi og Slóvak- íu niðurstöðunni þar sem þessi ríki gera sér vonir um að ganga í ESB árið 2000. Þau hafa þegar tryggt sér stuðning Austurríkismanna til þess. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, sagði að úrslitin í Austurríki staðfestu hlutverk Evr- ópusambandsins sem samvinnuvett- vang lýðræðisríkja í Evrópu. . Reuter, NTB Kosningar til Evrópuþingsins: Stjórnarf lokkar fengu víða mjög slæma útreið - breski íhaldsflokkurinn tapar helmingi þingsæta Rikisstjórnarflokkar og aðrir heíð- bundnir stjórnmálaflokkar fengu slæma útreið í kosningum til Evr- ópuþingsins sem fóra fram í átta löndum Evrópusambandsins í gær. Áður hafði verið kosið í hinum fjór- um. í Bretlandi beið íhaldsflokkur Johns Majors forsætisráðherra mik- inn ósigur fyrir Verkamannaflokkn- um og fær ekki nema sextán sæti á Evrópuþinginu en var með 32 menn. Verkamannaflokkurinn fær 62 sæti en var með 45. Sósíalistum í Frakklandi vegnaði verr í þessum kosningum en nokkm sinni í áratugi, tæp 15 prósent, og þykir það ekki boða gott fyrir Michel Rocard, væntanlegan frambjóðanda þeirra í forsetakosningunum aö ári. Framboðslistar andstæðinga Maas- tricht-samningsins og andstæðinga kerfisins náðu til sín töluverðu magni atkvæða frá hefðbundnu flokkunum. Frönsku stjórnarflokkarnir fengu John Major, forsætisráðherra Bret- lands, og íhaldsflokkur hans töpuðu stórt fyrir Verkamannaflokknum í Evrópukosningum. Símamynd Reuter um 27 prósent atkvæða. Á Spáni sigmöu íhaldsmenn í stjórnarandstöðu sósíaflstaflokkinn í fyrsta sinn í kosningum um land allt en sósíalistar hafa átt í vök að verj- ast vegna hneykslismála og mikils atvinnuleysis. Undantekningarnar frá þessum ófórum stjómarflokka voru kristi- legir demókratar Helmuts Kohls Þýskalandskanslara og Áfram Ítalía, flokkur Silyios Berlusconis, forsæt- isráðherra Ítalíu, og samstarfsflokk- ar hans. Kristilegir demókratar fengu nærri 40 prósent atkvæða í Þýskalandi og Áfram Ítalía fékk 30 prósent atkvæða. Kosningaspár í morgun bentu til að sósíalistar yrðu áfram stærsti hópurinn á Evrópuþinginu með 199 menn, mun færri en þá 230 sem þeim var spáð fyrir kosningamar. Kristi- legir demókratar verða næststærst- ir, með 148 menn. Kosningaþátttaka var yfirleitt lítfl, allt frá 35 prósentum í Portúgal til 90 prósenta í Lúxem- borg þar sem skylda er að kjósa. Reuter I I < < < < < < < < < ( I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.