Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 3
50 ARA AFMÆLI LYÐVELDIS A ISLANDI Greið umferð til og frá Þingvollum Til að sem flestir geti notið þess að vera á Þingvöllum 17. júní hefur öll umferð verið skipulögð eins og best verður og mun því ganga greiðlega allan daginn. Frá Reykjavík af hringveginum: Um eina klukkustund tekur að aka frá Reykjavík til Þingvalla. Einstefna verður á Mosfellsheiði frá Þingvallaafleggjara í austur frá kl. 07.00 til 13.00. Frá kl. 13.00 til kl. 15.30 verður umferð í báðar áttir. Frá kl. 16.00 til kl. 19.00 verður einstefna frá Þingvöllum í vestur til höfuðborgarinnar. Þegar einstefna ríkir á Mosfellsheiðinni er vinstri akrein ætluð langferðabílum. Næg bifreiðastæði verða utan og innan þjóðgarðsins. Tíðar strætisvagnaferðir verða inn á hátíðarsvæðið frá öllum bílastæðum og til baka aftur. Langferðabifreiðar verða í förum eftir þörfum frá kl. 07.00 til hádegis frá Reykjavík og frá kl. 16.00 frá Þingvöllum. Fargjald fyrir fullorðna verður 400 kr. og fyrir börn 8-11 ára 300 kr. og 200 kr.' fyrir 4-7 ára, fram og íil baka. Brottfararstaðir eru: Mjódd í Breiðholti og Umferðarmiðstöðin við Vatnsmýrarveg, BSÍ. Langferðabifreiðar stansa við Almannagjá og Bílastæðin á Þingvöllum er eftirfarandi: Fyrir bíla sem koma Mosfellsheiðina: ♦ Almannagjá (fyrir ofan Almannagjá): Þessi bílastæði eru einkum ætluð fötluðum. ♦ Öxará (við Öxarárbrú): Bifreiðastæði fyrir 12000 bíla. ♦ Tœpistígur (við innkeyrslu í þjóðgarðinn að vestan): Bifreiðastæði fyrir 4000 bíla. ♦ Skógarhólar: Bifreiðastæði fyrir 8000 bíla. Bílastæði fyrir bíla sem koma akandi Grímsnesið frá Suðurlandi: > Gjábakki: Bílastæði fyrir 800 bíla. + Leirar (við þjónustumiðstöð): Bílastæði fyrir 4000 bíla Aðrar aðkomuleiðir eru opnar eins og venjulega. Nesjavallaleið verður lokuð fyrir almenningsumferð en notuð sem öryggis- og neyðarleið fyrir sjúkrabifreiðar, lögreglu og aðra neyðarþjónustu. Umferðinni við og á Þingvöllum verður stjórnað af lögreglu og björgunarsveitarmönnum og ber ökumönnum að fylgja því. Upplýsingum um umferð og annað verður útvarpað allan daginn. Stranglega er bannað að vera með hunda á hátíðarsvæðinu. Næg tjaldstæði verða í Skógarhólum og Bolabás. Strætisvagnar aka endurgjaldslaust til og frá tjaldstæðum og inn á hátíðarsvæðið. BÍLASTÆDI TÆPISTÍGUR BÍLASTÆÐI ALMANNAGJÁ BÍLASTÆÐI LEIRAR MIÐSTÖÐ STJÓRNSTÖD ÞJÓNUSTU , MIÐSTÖD BÍLASTÆÐI ÖXARÁ VÆÐI BILASTÆÐI GJÁBAKKA BÍLA- OQ TJALDSTÆDI SKÓGAR- ÓLUM ARGUS / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.