Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 15
f
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994
15
Er Mogginn mál-
gagn eða ógagn?
„ ... Mogunblaöiö og Þjóðviljinn kölluðust á með þykjastrifrildisgreinum
í kærustuparastíl," segir Guðbergur meðal annars.
Á meðan stjórnmálin voru í ætt
við hugsjón, þjóðfélagsvitund og
skoðanir, leiddu þau til stofnunar
stjórnmálaflokka sem byggðu til-
veru sína, útbreiðslu hugmynd-
anna, á sérstæðum málgögnum. í
þau skrifuðu þeir sem höfðu eitt-
hvað fram að færa í tengslum við
stefnuskrá flokksins. Oftast voru
þetta fjötraðar hugmyndir í flokks-
böndum, þó kom fyrir að þær víkk-
uðu flokksstarfið og bættu andlega
heilsu andstæðingsins.
Endurnýjun sósíalisma
Allir vita hver urðu örlög helsta
málgagns hugsjóna þessarar aldar
og íslensks sósíalisma, Þjóðviljans.
í lokin reyndi hann að endurnýja
sig þannig, að varla var til sá vind-
hani að hann hefði ekki möguleika
á að verða ritstjóri á honum. Þann-
ig bætti blaðið á sig andlausum
aukahölum sem sökktu því í þagn-
ardjúpið.
Með dauða Þjóðviljans hættu að
vera til sérstök málgögn á vegum
íslenskra stjómmálaflokka. í stað-
inn var farið að biðla til unga fólks-
ins sem hlustar með öðru eyranu
á plötur og horfir með öðru auganu
KjaUarinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
á sjónvarp, en hefur mestan áhuga
á að vaða reyk við að búa til mynd-
bönd, tala í frjáls útvörp, búa til
bíómyndir og sigra í söngvakeppni.
Að sjálfsögðu gerir það fæst af
þessu nema í óskhyggjunni. Það les
heldur ekki dagblöð, en flettir
kannski.
Sá var siður
Sá var siður að Morgunblaðið og
Þjóðviljinn kölluðust á með þykj-
astrifrildisgreinum í kærustupara-
stíl. Moggamenn nutu þess að lesa
vitleysuna í Þjóðviljanum og öfugt.
Hvorugt blaðið hafði áhuga á alvar-
legum skrifum. Það hefði ekki ver-
ið hægt að bregðast við þeim með
þorpslegu offorsi eða leiðrétta vit-
leysu með annarri álíka.
Þegar Þjóðviljinn dó fór halinn
næstum í heilu lagi á Moggann.
Hann hætti að vera málgagn, varð
í staðinn allra gagn, en öðru fremur
ógagn Sjálfstæðisflokksins. Borg-
arstjórnarkosningarnar sýna það.
Án Moggans hefðu andstæðingar
flokksins ekki haft jafn greiðan
aögang að lesendum. En þá sprett-
ur upp nýtt fyrirbrigði í íslenskum
stjórnmálum: enginn stjórnmála-
flokkur eða pólitíkus sker sig leng-
ur úr. í Mogganum eru þeir súpan
í pökkunum frá Toro.
Þannig urðu til neyslustjórnmál,
sniðin fyrir tvær mínútur í fjöl-
miðlunum.
Innviðir úr steini
í öllum fréttatímum kemur Davið
Oddsson eins og bústin kisa og
hreyfir höfuðið þrisvar á meðan
hann lætur út úr sér skammtinn.
I Þorsteinn Pálsson er heimiliskött-
ur og hreyfir helst aldrei höfuðið.
, Skaði er að missa Jón Sigurðsson.
| Hann var mjósleginn í framan eins
og greindarlegur síamsköttur og
hallaði undir flatt, þegar hann bar
komflexskammtinn á fréttaborðið.
Við eigum þessa neyslu einkum
að þakka fjölmiðlamanni, sem á
Alþingi og þingmenn í viðtölum við
sama heygarðshornið á húsinu og
sendir okkur kvöldbros sem veit
allt um innviði þess úr steini.
Guðbergur Bergsson
„Hann var mjósleginn í framan eins
og greindarlegur síamsköttur og hall-
aði undir flatt, þegar hann bar
kornflexskammtinn á fréttaborðið.“
Kosningaskrifstofur
ákjörstöðum
í öllum lýðræðisþjóðfélögum
tíðkast það að frambjóðendur eigi
þess kost að fylgjast með að löglega
og lýðræðislega sé staðið að fram-
kvæmd kosinga. Hér á landi hafa
framboðslistar umboðsmenn sem
gegna þessu hlutverki. í því getur
meðal annars falist: að fá að skoða
skilríki til að staðfesta að kjósandi
sé sá sem hann segist vera; að hver
og einn fái að kjósa í einrúmi og
án þrýstings fylgdarmanna; að að-
stoð við þá sem á henni þurfa að
halda sé veitt á lögmætan hátt; að
ekki sé verið með ólögmætan kosn-
ingaáróður eða kosningaspjöll.
Kjörstjórnarmenn eru eiðsvarnir
og eiga vissulega að gæta þess að
öllum reglum sé fylgt. Sjálfsagt er
hins vegar og óumdeilanlegt að
frambjóðendur eða fulltrúar þeirra
séu einnig til eftirlits. Reykjavíkur-
listinn hafði 2-3 fulltrúa á hverjum
kjörstað sem umboðsmenn sína við
undangengnar borgarstjórnar-
kosningar. Þeir skráðu ekkert um
hveijir væru að kjósa og fluttu því
engar slíkar upplýsingar út af kjör-
fundi.
Umboðsmenn Reykjavíkurhst-
ans gerðu ýmsar athugasemdir við
framkvæmd kosninga, en urðu
hins vegar aldrei varir við neinar
athugasemdir frá umboðsmönnum
Sjálfstæðisflokksins í kjördeildum,
enda voru þar sums staðar ungl-
ingar, sem hafa hvorki þekkingu
né bein í nefinu til að annast eðli-
legt eftirlit með framkvæmd kosn-
inga.
Kjallariim
Soffía Sigurðardóttir
öryggisráðgjafi
Einkaaðstaða
fyrir umboðsmenn
Sjálfstæðisflokkurinn hafði sér
skólastofu í hveijum skóla, með
einkaaðstöðu fyrir umboðsmenn
sína. Þar voru þeir með farsíma,
faxtæki, kjörskrá og flokksskrá og
hóp starfsmanna. Þeir höfðu fifll-
trúa í hverri kjördeild og tíndu
þeir upp miða með heimilisfangi
og nafni hvers kjósanda um leið og
hann hafði sagt kjörstjómarmönn-
um til nafns. Síðan komu sendlar
á vegum flokks þeirra og sóttu
þessa miða. Upplýsingar þessar um
það hveijir væra búnir að kjósa,
vora bomar inn í flokksaðstöðuna
og einnig út úr húsi. Þegar leið á
daginn, fór fólk svo að fá upphring-
ingar frá Sjálfstæðisflokknum, þar
sem því var tilkynnt að þeim væri
kunnugt um að viðkomandi væri
ekki búinn að kjósa og mælst til
að menn bættu þar úr.
Til hvers er einkaskráin?
Eiðsvarnir kjörstjórnarmenn
fylgjast með aö aöeins þeir sem séu
á kjörskrá fái að kjósa og hver
þeirra aðeins einu sinni. Umboðs-
menn frambjóðenda á kjörstöðum
geta jafnóðum fylgst með að þar sé
rétt að staðið. Kjörskrár með merk-
ingum um mætingu liggja fyrir hjá
yfirkjörstjórn og landsyfirkjör-
stjórn, þar til kærufrestur er út-
runninn og era aðgengilegar um-
boðsmönnum frambjóðenda allan
þann tíma. Ég fullyrði því að sér
skráning sjálfstæðisflokksmanna á
mætingu á kjörstað, eigi ekkert
skylt við eðlilegt eftirlit með lög-
legri og lýðræðislegri framkvæmd
kosninga.
Einstaka kjósendur fóru fram á
að nöfn þeirra yrðu ekki lesin upp-
hátt, eða að eftirlitsmaður Sjálf-
stæðisflokksins færi út á meðan
þeir kysu. Þegar kjósandinn var
farinn fram sneri eftirlitsmaðurinn
sér að kjörstjórninni og spurði:
„Hver var þama á ferð?“ og fékk
undantekningarlaust svar við því!
Enda á umboðsmaður frambjóð-
enda rétt á því að fá að vita hver
sé að kjósa, til þess að geta rækt
yfirlýst eftirlitshlutverk sitt.
Sjálfstæðisflokkurinn misnotar
gróflega þá heimild og þá aðstöðu
sem hann hefur á kjörstöðum og
ætluð er til að hægt sé að fylgjast
með að löglega og lýðræðislega sé
staðið að framkvæmd kosninga og
notar hana til að setja kosningas-
mala inn í kjördeildir undir fólsku
flaggi og setja upp útibú frá kosn-
ingaskrifstofum sínum inni á kjör-
stöðunum.
Soffia Sigurðardóttir
,, Sj álfstæðisflokkurinn misnotar gróf-
lega þá heimild og þá aðstöðu sem hann
hefur á kjörstöðum og ætluð er til að
hægt sé að fylgjast með að löglega og
lýðræðislega sé staðið að framkvæmd
kosninga... “
Löndunarbann á
útlend fiskiskip
„Ef við er-
umaðtalaum
erlend fiski-
i, sem eru
að veiöa úr
sameiginleg-
um fiskistofn-
um utan ís-
lenskrar ArnarSigurmunds-
landhelgi sem son, formaður Sam-
ekki hefur taka fískvinnslu-
verið samið stöðva.
um, þá er ég á móti því að þau fái
að landa hér á landi. Ef við eigum
í deilu við viökomandi ríki um
nýtingu á sameiginlegum stofni
þykir mér alveg rctt að banna
skipum þess rikis að landa hér.
Ég tel mál Útgerðarfélags Akur-
eyringa vera dálítið sér á báti
hvað þetta varðar. Það á meiri-
hluta í þýsku úrgerðarfyrirtæki
sem kunnugt er. Auk þess höfum
við ekki átt í neinni deilu við
Þjóðveija um nýtingu á sameig-
inlegum fiskistofnum. Vissulega
eru þeir að veiða úr þeim stofnum
sem ekki er búið að kvótasetja
enn þá. Samt tel ég að líta verði
þetta sérstaka mál dálítið öðrum
augum en þegar um skip í eigu
útlendinga er að ræða. Svo eru
það aftur á móti þau skip sem
Islendingar hafa verið að kaupa
fyrir litla peninga í Kanada en
skrá erlendis. Við vitum aö Norö-
memi líta þau hornauga og líta
svo á að þau séu keypt beinlínis
til veiða í Smugunni enda ekki
um mörg hafsvæði að ræða sera
þau geta veitt á. Ég tel að þau
skip geti flækt Smugudeiluna fyr-
ir okkur. En ég ítreka að ég er
alfarið á móti því að erlend fiski-
skip sem veiða úr sameiginlegum
fiskistofnum sem ekki hefur ver-
ið samið um, landi hér á landi.
Furðuleg af ■
staða
„Auðvitað
gerum viö |
olduir grein
fyrirverndar-
sjónarmíöi
varðandi
sameiginlcga
fiskistofna.
Varðandi
karfastofn- Gunnar«a9nars’
anaerumörg ^tjonUtgerðar-
spurningar- felags Akureyrmga.
merki. Þar er um mismunandi
tegundir að ræöa og því spuming
hvað eru sameiginlegir og hvaö
eru ekki sameiginlegir stofnar.
Þaö skiptirþvi engu máli í samn-
ingum okkar við erlend ríki hvort
við leyfum þessum skipum að
landa hér á landi eða ekki. Þetta
eru það fá skip. Það sem við erum
hins vegar að missa af í þessu
sambandi er mikil þjónusta í
kringum þetta. Og i stað þess að
við fáum þjónustuna þá fara skip-
in nú til Færeyja, kaupa þar vist-
ir, olíu og aðra þjónustu. Fiskin-
um er landað þar og síðan er
hann fluttur til íslands, unninn
hér og fluttur á markað vegna
þess að þetta þýska fyrirtæki,
sem viö eigum í, selur sínar af-
urðir í gegnum okkar sölukerfi.
Nú erum við að hasla okkur völl
með karfa á Bandaríkjamarkaði.
Þar er um nýjan markað aö ræða
sem lítur njjöé vel út meö. Það
gerir okkur erfiðara fyrir að
þurfa aö landa fiskinum í Færeyj-
um og flytja hann síðan til ís-
lands. Vegna alls þessa þykir inér
sem við séum að hengja okkur í
einhvcrjar reglur sem skipta i
raun engu máli varöandi samn-
inga okkar um sameiginlega
fiskistofna.