Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 17
uglýsingastofa hf
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994
17
Meiming
Bíóhöllin - Þrumu-Jack: ★
Draumur að
komast í blöðin
Ástralski kvikmyndaleikarinn Paul Hogan skaust
upp á hinn alþjóðlega stjörnuhimin fyrir allnokkrum
árum þegar hann lék hinn bráðskemmtilega Krókó-
díla-Dundee í sannkallaðri ævintýramynd af betra tag-
inu. Síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá kappan-
um.
Þegar svo er komið verður að gera eitthvað í málinu
og það er sjálfsagt þess vegna sem Hogan skrifaði
handritiö að mynd sem nú er til sýninga í Bíóhöll
Kvikmyndir
Guðlaugur Bergmundsson
inni, mynd sem fjallar um útlagann og bankaræningj-
ann Þrumu-Jack í villta vestrinu (en ætti að vera
Kobbi elding), ástralskan bófa sem stígur ekkert í vit-
ið og á sér þann draum stærstan að komast á forsíður
blaðanna fyrir fólskuverk sín og uppskera þar með
verðlaunafé til höfuðs sér. Því meira þeim mun betra.
Strax í upphafi myndar missir Kobbi félaga sína í
bófaflokknum þegar þeir eru skotnir eins og ótíndir
hundar við misheppnað bankarán. Kobbi ákveður þá
að stunda iðju sína einn og óstuddur en áður en langt
um líður er hann kominn með mállausa blökkupiltinn
Ben (Gooding jr.) upp á sína arma, fyrst sem gísl eftir
annað misheppnað bankarán en síðan sem lærling í
glæpamennsku.
Og saman lenda þeir félagar í ýmsum ævintýrum
sem eru svo leiðinleg að ekki tekur að minnast á þau.
Já, það er nánast ekkert nema landslagið sem eitt-
hvert vit er í, hið sígilda eyðimerkurlandslag kúreka-
Paul Hoganog Cuba Gooding jr. i hlutverki misheppn-
aðra bankaræningja.
myndanna.
Hogan vissi greinilega hvað hann var með aumt
handrit því hann er ekki svipur hjá sjón. Krókódíla-
Dundee var hress og skemmtilegur þegar hann sagði
brandarana sína en hér er Hogan svo daufur í dálkinn
að undrun sætir enda brandararnir allir gamlir og
fúlir. Helst að Cuba Gooding jr. sýni einhver tilþrif
ef grettur flokkast undir slíkt.
Simon Wincer leikstjóri vissi líka að þessu var ekki
við bjargandi og hefur sjálfsagt stýrt öllu blindandi,
eða með öðru auganu.
Þrumu Jack (Lightning Jack).
Handrit: Paul Hogan.
Leikstjóri: Simon Wincer.
Leikendur: Pauf Hogan, Cuba Gooding jr., Beverly D’Angelo,
Pat Hingle, Kamala Dawson.
izjsusL,-*
tTlBOP
Kynntu þér vikutiiboðin okkar.
RáÖgjöf sérfræSinga um garÖ- og gróSurrækt
GRÓÐURVÖRUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 4 32 11 • Fax: 4 21 00
Á fóninn o
áwm:
Útvarpsstöðin FM reifar í staurinn í dag og næstu daga. Útgáfudagur
geislaplötunnar REIF ÍSTAURINN er 20. júní en FM tekur forskot á sæluna.
Eldheitt reif og ískaldur ísstaur fyrir heppinn hlustanda sem reifar með.
Hlwstaðw « FM, pgt,ð sig