Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Sprengjur í farteskinu
Eftir allt sem á undan var gengið lyktaði kosningunum
hjá Alþýðuflokknum vel fyrir flokkinn. Jón Baldvin var
endurkjörinn formaður með meirihluta sem hann sjálfur
telur afdráttarlaust umboð til sín. Minni munur hefði
dregið mjög úr áhrifum og stöðu flokksformannsins og
raunar verið skilaboð til hans um að hætta næst. Ef Jón
Baldvin hefði fallið má ætla að afleiðingamar hefðu orð-
ið flokknum erfiðar. Jón Baldvin er umdeildur stjóm-
málamaður en hann er slyngur og sterkur og kratar
hafa einfaldlega ekki efni á að kasta slíkum manni fyrir
borð.
Á hinn bóginn var fylgi Jóhönnu Sigurðardóttur svo
mikið að hún getur eftir atvikum verið sátt við úrshtin.
Það er ekki á hvers manns færi að fella sitjandi formann
og hefði nánast verið hallarbylting ef Jóhanna hefði náð
kjöri. Að fá nær 40% fylgi er afar sterk útkoma og engin
ástæða fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að draga sig í hlé
eftir slíka traustsyfirlýsingu. Jóhanna er fulltrúi margra
innan raða Alþýðuflokksins og vinsældir hennar ná langt
út fyrir flokkirm. Alþýðuflokkurinn þarf á henni að halda
og kosningaúrshtin í formannsslagnum em með þeim
hætti að bæði Jón Baldvin og Jóhanna geta við þau un-
að. Þau þurfa um leið að taka tillit hvort til annars og
það em skilaboð flokksþingsins til þeirra.
Kosning Guðmundar Áma Stefánssonar í varafor-
mannsstöðuna em síðan vísbending um að kratar lítí. til
Guðmundar Áma sem framtíðarforingja og með þessum
niðurstöðum hefur Alþýðuflokkurinn gert upp í sínum
forystumálum og á að geta snúið sér sameiginlega að
þeim málefnum og póhtísku viðfangsefnum sem skipa
fólki undir merki þessa flokks.
Það sem vekur langsamlega mesta athygh og er raun-
ar aðalatriði þessa flokksþings Alþýðuflokksins er yfir-
lýsing þess efnis að flokkurinn mæh með formlegri um-
sókn að Evrópusambandinu. Þar með hefur Alþýðuflokk-
urinn skihð sig frá öðrum flokkum og varpað sprengju
inn í stjómmálaumræðuna sem mun setja mark sitt á
hið póhtíska landslag.
Sprengihættan af átökunum í formannskosningunni
er hðin hjá og sprengjuhótunin á laugardaginn reyndist
gabb. Sprengjan í farteski kratanna er fólgin í Evrópu-
málunum. Þar halda þeir bæði á handsprengju og tíma-
sprengju. Alþýðuflokkurinn getur hvenær sem er heimt-
að að spumingunni um aðild að Evrópusambandinu
verði vísað til þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn er viljandi
og vísvitandi að storka og ögra öðrum flokkum til að
taka afstöðu og sem stjómarflokkur stillir hann ríkis-
stjóminni upp við vegg.
Rök krata er þau að íslendingar verði óhjákvæmilega
að taka máhð á dagskrá. Fyrst með hlutlausum athugun-
um á kostum og göhum aðildar og síðan með því að
sækja beint um aðild til að fá úr því skorið hvað sé í
boði og hvenær, af hálfu Evrópusambandsins. Með því
að halda að sér höndum mun ekkert gerast, segir formað-
ur Alþýðuflokksins, og þjóðin vera engu nær um stöðu
sína í samfélagi þjóðanna.
Þetta er djarft útspil meðan aðrir flokkar em andvígir
aðildarumsókn. Það skapar Alþýðuflokknum sérstöðu
en um leið hættu á að einangrast og útilokast frá næstu
stjómarmyndun. Á hinn bóginn getur þessi sérstaða
styrkt flokkinn í næstu kosningum og til þess er kannski
leikurinn gerður. Alþýðuflokkurinn hefur margar hug-
myndir og góðar hugsjónir, en hann hefur fáa kjósend-
ur. Til að sjá hugsjónir rætast þarf fýlgi og frumkvæði.
Ehert B. Schram
„Innrásin í Normandí er að sönnu mesta skipulagsafrek i hernaði sem um getur um aldir...,“ segir m.a. i
grein Gunnars. Símamynd Reuter
Hinrétta
söguskoðun
Að undanfómu hafa Vestur-
landamenn sökkt sér niöur í fortíð-
ina og finna þar margt við sitt
hæfi. Innrásin í Normandí er að
sönnu mesta skipulagsafrek í hern-
aði sem um getur um aldir, eða að
minnsta kosti síðan Júlíus Sesar
fór yfir Ermarsundið úr hinni átt-
inni fyrir 2000 árum og hertók Eng-
land.
Sú fortíðarþrá sem birtist í nú-
verandi fullyrðingum um að sigur-
inn yfir Þýskalandi fyrir 50 ámm
sé innrásinni einni að þakka er
orðin að viðurkenndum sannleika
á Vesturlöndum, en að mínu viti
er sönnu nær er innrásin kom í veg
fyrir að Sovétmenn einir fengju
heiðurinn af því að brjóta þýsku
hervéhna á bak aftur.
„Realpólitík“
Eins og allir vita snerist kalda
stríðið fyrst og fremst um skiptingu
á herfangi. Austur-Evrópuríkin
voru herfang Rússa og trúir alda-
gamalli rússneskri útþenslustefnu
vildu þeir nota þau sem eins konar
víggirðingu gegn umheiminum,
sem í þeirra huga þýðir Þýskaland
í vestri. Þetta er það sama hlutverk
og öll jaðarríki Rússlandskeisar-
anna, allt frá Hvíta-Rússlandi til
Turkmenistan, hafa gegnt í ald-
anna rás gagnvart hinni einu
sönnu rússnesku „Rodinu“.
Kommúnisminn var í þessu sam-
bandi aukaatriði, bæöi fyrir Stalín,
Churchill og - í minna mæh -
Roosevelt. Þessir menn, trúir sín-
um tíma, iðkuðu raunsæisstefnu,
hina svoköhuðu „Realpólitík", sem
síðar fékk annaö samhengi. Allir
vissu að Rauði herinn hafði fært
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
mestar fórnir og að heimsstyrjöld-
in snerist í raun og veru um land-
vinninga Þjóðverja í austri og sam-
einingu þýskra minnihlutahópa
hvarvetna við foðurlandið sjálft.
Flest er þetta nú gleymt og upp eru
vaxnar kynslóðir sem halda að
heimsstyrjöldin hafi snúist inn að
útrýma gyðingum. En misskilji
menn það sem þama var á seyöi
eru þeir dæmdir til að misskilja
hka eðh þess stríðs sem nú er háð
á Balkanskaga.
Walt Disney
Þau ósköp sem á gengu í þessum
hildarleik, sem var beint framhald
af því sem hófst 1914, eru eðlilega
ekki efni í kvikmyndir fyrir aha
fjölskylduna. Sá heimildarþáttur
sem sýndur var 6. júní er gott dæmi
um það. Það sem ekki var sagt er
merkilegra en það sem sagt var,
a.m.k. fyrir þá sem til þekkja. En
þetta samræmist heimsmyndinni í
Bandaríkjunum, og laöar að aug-
lýsendur. Sama gildir um hinn
fræga „Lista Schindlers", sem mér
þykir eins konar sambland af
„Indiana Jones“ og „Júragarðin-
um“. Margir gyöingar hta á þetta
sem htilsvirðingu við helfórina, og
ég er þeim sammála. En þetta er
það sem mcU'kaðurinn þolir. Á
næsta ári verða 50 ár frá stríðslok-
um sjálfum. Fróðlegt verður að sjá
hvort Disney fer inn á þann mark-
að. Eitt er víst að Rússar verða
ekki meðal auglýsenda.
Gunnar Eyþórsson
„Kommúnisminn var í þessu sambandi
aukaatriöi, bæöi fyrir Stalín, Churchill
og - í minna mæh - Roosevelt."
Skodanir annarra
Eyðslufrekur lífsmáti
„Ekki þarf athyghsgáfu nema í meðallagi tíl að
sjá hve fjölmargir geta leyft sér fiárfrekan lífsstíl og
þarf varla að tíunda í hverju hann felst, svo augljóst
er óhóf þeirra sem betur mega. Síbyljan um að opin-
berir aðilar verði að draga úr öllum sínum umsvifum
og skerða þjónustu við fólkið í landinu er í litlu sam-
ræmi við þann eyðslufreka lifsmáta, sem fiöldi ein-
stakhnga temur sér og telur sjálfsagðan, hvernig svo
sem annars árar í þjóðarbúskapnum.“
Ur forystugrein Tímans 10. júní.
Ekkert eftirlit
„Ég tel að ekki þurfi neitt eftirht með fiskútflutn-
ingi, hvort sem um frystan eða ferskan fisk er að
ræða. Það eru allir að reyna aö gera sem mest verð-
mæti úr þeim fiski sem veiöist og íslensk fiskvinnsla
er sú besta í heiminum þannig að hún þarf ekki að
óttast neitt í þessum málum. Það sýnir sig best í því
að bæði þýsk og bresk skip eru farin að landa hér-
lendis." Þorsteinn Már Baldvinsson í Degi 4. júni.
Fram úr fjárlögum
„Meginástæðan fyrir því, að nú stefnir í meiri
halla á fiárlögum en Alþingi gerði ráð fyrir er sú,
að ráðuneyti sum hver a.m.k. og þá sérstaklega heh-
brigðis- og tryggingaráðuneytið hafa brugðizt þeirri
skyldu að framkvæma spamaðaraðgerðir, sem fiár-
lagaafgreiöslan byggðist á. Þannig stefnir í, að út-
gjöld þessa ráðuneytis verði 1-2 mihjörðum hærri
en áætlað var við gerð fiárlaga... Guðmundur Ámi
Stefánsson, heUbrigðis og tryggingaráðherra, verður
að gera opinberlega grein fyrir því, hvers vegna
hann og ráðuneyti hans hafa ekki hlýtt fyrirmælum
Alþingis um niðurskurð."
Úr forystugrein Mbl. 10. júni.