Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 12
12
Spumingin
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994
Tekurðu lýsi?
Jóhannes H. Sigurðsson: Já, stund-
um.
Bjarney Kristinsdóttir: Tók það en
er hætt því.
Eva Sigurbjörnsdóttir: Tek alltaf lýsi.
Ásta Haraldsdóttir: Tek aldrei lýsi.
Birna M. Sigurðardóttir: Nei, ég tek
aldrei lýsi.
Arnheiður Guðmundsdóttir: Tek
stimdum lýsi en finnst það hræðilega
vont.
Lesendur
Uthafsveiðar:
Samninga er þörf
Konráð Friðfmnsson skrifar:
Úthafsveiðar íslendinga hafa auk-
ist nokkuð hin síðari ár, einkum á
karfasvæðunum djúpt suðvestur af
landinu. Þar hafa skipin verið að fá
ágætan afla að undanfórnu. Snæfugl
kom t.d. með 280 tonn af karfa til
heimahafnar skömmu fyrir sjó-
mannadaginn en þaö munu vera um
600 tonn upp úr sjó. Vigri RE setti
einnig vel í ’ann og kom að landi með
nýtt met, í tonnum tahð, innanborðs
eftir um mánaðar útivist.
Þessar auknu veiðar flotans á £jar-
lægum miðum eru auðvitaö tilkomn-
ar vegna síminnkandi aflaheimilda
stjórnvalda innan landhelginnar og
með sanni má segja að þetta ástand
reki skipin hreinlega til að leita fyrir
sér á þessum einskismanns veiði-
svæðum sem nú er deilt um. Þannig
sækja þau vegna þess að þau þurfa
að fiska, fiska til að menn hafi at-
vinnu og ekki síður fyrir þær sakir
að margar útgerðir í landinu eru
mjög skuldsettar. Öll lán þarf, eins
og flestir vita, að greiða aftur. Lánar-
drottnar heimta sitt án tafar. Þeim
virðast ekki koma niðurskurðar- og
uppbyggingarstefnur stjórnvalda
hætishót við. Nóg um það.
Margt er skrítið í kýrhausnum. Þar
eru „Smugumálin" engar undan-
tekningar nema síður sé. T.a.m. hafa
vinir vorir Norðmenn gefið út hveija
sprenghlægilegu yfirlýsinguna á fæt-
ur annarri um hvað þeir hyggist gera
dýfi íslenskir sjómenn trollum sínum
í sjó sem enginn ræður yfir. Minna
hefur sem betur fer orðið úr efndum
af þeirra hálfu. Veija þeir enda frá-
leitt gott málefni. Ekki eru Kanada-
menn skárri. Þeir bættu raunar um
betur og settu á lög í sínu landi er
heimila varðskipum að khppa á tog-
vír ellegar taka þá togara er stund-
uðu hugsanlega þorskveiðar innan
þeirra svæðis. Það ámæhsverða við
þessa lagasetningu er að hún virðist
líka ná út fyrir landhelgi þeirra. Ég
minni á að lögin eru einkaframtak
kanadísku ríkisstjórnarinnar því
mér vitanlega hafa engar umræður
farið fram sem réttlæta shkan yfir-
gang. Hvers vegna í ósköpunum er
þessu ekki mótmælt af hérlendum
valdhöfum? Ætla menn virkilega að
líða það að lönd setji einhhða lög er
ná út fyrir þeirra eigin hafsvæöi?
Ljóst er að hér stefnir í óefni ef
ekkert verður aö gert og það strax.
Nauðsynlegt er að semja, ekki bara
við Norðmenn, Rússa eða Kanada-
menn. Hér verður að semja á sameig-
inlegum grunni allra þjóða.
„Þessar auknu veiðar flotans á fjarlægum miðum eru auðvitað tilkomnar vegna síminnkandi aflaheimilda stjórn-
valda innan landhelginnar."
Strætófasismi færir út kvíarnar?
Grímur Hákonarson skrifar:
Sumarið 1992 voru geröar róttækar
breytingar á almenningsvagnakerfi
Reykjavíkursvæðisins. Breytingar
th hins betra fyrir sjóði sveitarfélag-
anna en til hins verra fyrir hinn al-
menna neytanda. Þetta mál varð
mjög umdeilt þegar því var heht í
framkvæmd og strætóvinur eins og
ég fór aö hugsa mig um áður en ég
neytti þjónustu þeirra. Áður gengu
þeir á 15 mín. fresti, nú á 20 mín.
fresti, auk þess sem fargjöldin hækk-
uðu upp úr öllu valdi. í örvæntingar-
skyni hafa margir reynt aö falsa sk.
græn kort, með misjöfnum árangri,
og með tímanum hefur komið í ljós
að skapast hefur hvöss stefna sumra
strætóbílstjóra í garð farþeganna,
svokallaður „strætófasismi". Þessa
stefnu má rekja til harðari reglna
nýja kerfisins, auk þess sem íjöldi
bílstjóra, sem sagt var upp, voru
vinstri menn sem hentuðu ekki kerf-
ishugmyndum sjálfstæðismanna.
Annað mál er að mér var meinaður
aðgangur að vagni í Kópavoginn á
dögunum þar eð ég var með reyk-
vískan skiptimiöa. Grænu kortin
gilda í alla vagna og undirstrika sam-
eiginlega þjónustu. Hví skyldi skipti-
miöinn ekki gera það líka?
Daginn eftir lenti ég í sama mann-
inum, nú sakaður um að hafa falsaö
grænt kort sem ég hafði keypt með
vitlausri dagsetningu um morgun-
inn. Eftir tafir slapp ég þó með nýtt
kort. Meðan á biðinni stóð meinaði
sami maður fullorðinni konu aðgang
að vagninum þar eð kortið hennar
hafði blotnað og var því ólæshegt að
mati bílstjórans, sem var alrangt.
Ef ekkert verður aðhafst endar
þetta nýja strætókerfi með ósköpum
og strætófasisminn færir út kvíarnar
(tími til breytinga Ingibjörg Sólrún!).
Ofveiddu tonnin af
Nýfundnalandsmiðum
Erlingur skrifar:
Eftir þá miklu fræðslu sem við
höfum fengið frá Hafró má gera ráö
fyrir að við, venjulegir vitleysingar,
vitum orðið sitt htið af hveiju um
þorsk, eldi, ofveiði og fátækt fiski-
miða! Við höfum líka fengið að vita
að vegna ónógs framboðs og hás
yerös séum við sífeht að missa mark-
aði yfir á ódýrari fisk, svo sem ufsa.
Ég man líka eftir að hafa hlustað á
Jakob Jakobsson segja okkur frá
þorskþurrð við Nýfundnaland vegna
ofveiði Spánverja, Portúgala og ann-
arra EBE-ríkja utan 200 mílna lög-
sögu Kanada. í framhaldi af því fékk
DV áskilur sér rétt
tilaðstytta
aösend lesendabréf.
Eiríkur spyr m.a. hvaðan sá (of-
veiddi) þorskur komi sem menn
moki nú upp úr Barentshafi.
Jakob fyrirspurn sem ég hef aldrei
séð svarað. Hann var spurður hvert
þessi milljón tonn, sem voru veidd á
tveim árum, hefðu farið. Hvar eru
þau? Á hvaða markað fóru þessi
mhljón tonn? Hvar eyðilögðu þessi
mhljón tonn fyrir okkur sölumögu-
leika?
Þá er þaö þorskurinn sem hvarf
gersamlega úr Barentshafinu vegna
ofveiði. Fyrst hann hvarf svona ger-
samlega hvaðan kemur þá ahur sá
(ofveiddi?) þorskur sem menn moka
upp þam'a núna? Fiskifræðingar
Veiðimálastofnunar höfðu aðra
skoðun á því máli en Jakob sem í
vandræðagangi sínm hafði varla
önnur svör en útúrsnúninga og
fimmaurabrandara um þorsk sem
kom ofan úr skýjum. Eftir á að
hyggja held ég að við látum það svar
nægja og biðjum ekki um meira af
slíku.
En samt. Hvar eru 1.000.000 of-
veiddu tonnin af Nýfundnalandsmið-
um? Getur hugsast að hjá stofnun
sem rannsakar, veitir ráðgjöf og
dæmir svo í eigin sök sé ekki hugsað
svona?
DV
Veðleyfi
í Kópavogi
Pálmi Steingrímsson skrifar:
Vegna greinar í DV 7. júni sl.
vh ég benda á að Gunnar I. Birgis-
son fer með rangt mál er hann
telur að bæjarsjóður sé tryggður
með því að hann sé með fyrsta
veðrétt í lóðum og mannvirkjum.
Hann segir að sjóðurinn muni
bjóða í upp í andvirði lóðabréfa
og þannig dekka bæinn. Bæjar-
stjóri hefur veitt veðheimilchr í
lóðum og er þvi lagalega bundinn
þeirri gjörð. f sveitarsijórnarlög-
um segir, i 89. gr., að eigi megi
binda sveitarsjóð viö sjálfskuld-
arábyrgð á skuldbindingum ann-
arra aðha en stofhana sveitarfé-
lags. Ennfremur að sveitarstjórn
geti veitt einfalda ábyrgö th ann-
arra aðha gegn tryggingu sem
hún meti gilda. Tryggingar sem
bæjarstjóri er með eru vonandi
nægar. Það mun koma í ljós þegar
réttað verður 1 málunum.
Ánægð með Stöð 2
Matthías og Sigurbjörg skrifa:
Okkur langar til þess að lýsa
yfir ánægju okkar með umfjöllun
Stöðvar 2 á NBA-körfuboltanum.
Það er ekki á hverjum degi sem
við sjónvarpsáhorfendur fáum að
njóta jafn faglegra og yfirvegaðra
vinnubragða og hjá þeim Einari
Bohasyni og Heimi Karlssyni.
Það er ekki ofsagt að þar sé veisla
á ferðinni eins og þeir auglýsa.
Margt er vel gert hjá Stöð 2 og
þá sérstaklega fréttatengt eíhi.
Við vhjum þakka íyrir þaö ura
leið og við óskum stöðinní th
Iiamingju með vel heppnaða um-
fjöllun um körfuboltann.
Ónothæf
símaskrá?
Gunnar hringdi:
Þá er hún komin, blessuð síma-
skráin, og oft hefur hún verið
gölluð. Nú tekur hins vegar stein-
inn úr og ég hef ekki í annan tíma
vitaö furðulegri vinnubrögð. Nú
er skráin tvískipt, annars vegar
nafnaskrá, hins vegar atvinnu-
skrá. Það ætti kannski að vera
hið besta mál en er það ekki
vegna þess að þegar flett er upp
á heimasíma í nafhaskrá er gef-
inn upp sími, og reyndar líka
heimilisfang, fyrirtækis þeirra
sem eru einir i atvinnurekstri.
Síðan er vísað í atvinnuskrána
og þar kemur, eins og gefur að
skhja, heimhisfang og síma-
númer fyrirtækis, númer sím-
bréfs og loks heimasími viðkom-
andi. Þetta eru auðvitað óþolandi
vinnubrögð.
Loksins
samkeppni
Jóhanna hringdi:
Mér liggur svo sem ekki margt
á hjarta en ég vildi bara koma
því á framfæri að það var mál th
komið að ohufélögin hættu að
manga hvert við annað og aö
samkeppni þeirra yrði sjáanleg.
Það má auðvitaö ahtaf deila um
ghdi þátta eins og safnkortsins
sk. en það er óhrekjanleg stað-
reynd að fólk þarf ekki að borga
fyrir að fá það en fær ýmislegt í
staðinn, hversu mikið sem það
er. Staðgreiðsluafslátturinn er
eínnig af hinu góða.
Tímabærbreikkun
Stefán hringdi:
Það var oröið tímabært að
menn hér í borginni tækju við sér
og breikkuöu Miklubrautina. í
fjöldamörg ár hefur sú breikkun
verið nauðsynleg og loksins
sjáum við hluta hennar breikka.
Þá verður einnig gaman aö sjá
hvaö gerist á gatnamótunum við
Húsgagnahöllina. Kosningaár
eða ekki, góð framkvæmd.