Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994 Útlönd i>v Fluðu fra Kubu a áburðarflugvél Þrír Kúbverjar á þrítugsaldrí í loftið á Kúbu í vepjulegt áburðar- flugu áburðarflugvél frá fimmta flug en þegar hann hefði ient aftur ítalska klámdrottningin Ilona Staller: Sökuð um rán áratugnum til Key West á Flórída til að ná i meiri áburð hefðu systir þarsemþeirlentuhenniáflotastöð hans og mágur einnig komið um og báðu um hæli sem pólitískir borð. Stefhan var svo tekin á flóttaraenn. Flórída. Vélin var f'ull af áburði Talsmaður flotastöðvarinnar þegarhúnkomtilBandaríkjanna. sagöi að flugmaðurinn hef'ði fariö Reuter á syni sínum 140.000 kr. með notuðum bíl eða peningum, gera þér kleift að eignast glænýjan b(l. Þetta er sú upphæð sem greidd er við undirritun kaupsamnings á Lada Safír. Það sem upp á vantar bjóðum við þér að greiða með 14.232 kr. á mánuði í þrjú ár. Þessi fjárhæð samsvarar 468 kr. á dag. Sumir eyða þessum peningum í eitthvað, á hverjum einasta degi, sem þeir myndu ekki sakna þótt þeir slepptu því. Lada Safír er ekki með samlæsingu eða rafdrifnum rúðum, enda hefur það ekki áhrif á aksturinn og þú borgar heldur ekki fyrir það. Verð frá 558.000 kr. á götuna! ÁRMÚLfl 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Rússneska mafían: - eiginmaðurinn hefur sótt um skilnað llona Staller, sem er betur þekkt undir nafninu Cicciolina, hefur tekið son sinn með sér til ítaliu en eiginmaður hennar hefur sótt um skilnað. • Simamynd Reuter Hin fyrrum ítalska klámdrottning, Ilona Staller, sem hefur verið eftir- lýst af bandarísku lögreglunni síðan sl. fimmtudag eftir að bandarískur eiginmaður hennar sakaði hana um að hafa rænt syni þeirra, sagði í gær að hún hefði farið með son þeirra aftur til Ítalíu. Staller, sem er af ungverskum upp- runa og 42 ára gömul, er sökuð um að hafa tekið soninn, Ludwig, sem er 18 mánaða gamall, frá heimili þeirra hjóna í New York eri þau hjón hafa staðið í deilum og hefur eigin- maðurinn, myndhöggvarinn Jeff Koons, nú sótt um skilnað. „Ég gerði það sem hjarta mitt sagði mér að gera,“ sagði Staller í viðtali við útvarpsstöð í Róm. Staller, sem er betur þekkt fyrir sviðsnafn sitt, Cicciolina, sagðist jafnframt vera í felum í borginni Genoa. „Ég mun biðja ítalska dómara um að taka son minn í sína forsjá," sagði Staller en hún lék í mörgum klám- myndum áður en hún gerðist með- limur Róttæka flokksins sem var á ítalska þinginu frá 1987-1992. „Eiginmaður minn mun koma til Ítalíu á næstu klukkustundum til að taka son minn í burtu frá mér en hann er eina ástæðan fyrir mig til að lifa,“ sagði Staller en eiginmaður hennar fékk yfirráðaréttinn yfir syni þeirra í síðustu viku þegar í ljós kom að Staller hafði rænt honum. Hjónaband Stallers og Koons vakti mikla athygli á sínum tíma en þau giftu sig árið 1991. Koons er þekktur fyrir verk sín sem þykja í grófari lagi en hann hef- ur m.a. oft notaö eiginkonu sína og sjálfansigsemmyndefni. Reuter Talin fær um að fram- leiða kjarnorkuvopn Rússneskir mafíósar hafa undir höndum upplýsingar um hvernig framleiða eigi kjarnorkuvopn og þeir geta notfært sér það til að hafa í frammi hótanir á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í viötali við Bernd Schmidbauer, háttsettan embættis- mann innan þýsku leyniþjónustunn- ar, í þýska blaðinu Bild am Sonntag. Hann sagði að vestræn stjórnvöld stæðu í þeirri trú að glæpamenn, sem hefðu upplýsingar um kjarnorku- framleiðslu undir höndum, væru færir um að framleiða kjarnaodda innan skamms tíma og að þeir myndu jafnvel reyna að afla sér kjamorkuvopna til að selja þau til hryðjuverkamanna. „Sú hætta er einnig fyrir hendi að skipulögð glæpasamtök gætu reynt að nota hættuleg geislavirk eiturefni til að beita fjárkúgunum," sagði Schmidbauer. Hann sagði að bandaríska alríkis- lögreglan (FBI) æflaði að opna skrif- stofu í Moskvu eftir tvær vikur til að starfa með rússneskum yflrvöld- um í baráttunni gegn alþjóða glæp- um. Þá væri jafnframt verið að íhuga breytingar á lögum sem heimiluðu þýsku leyniþjónustunni að taka þátt í samstarfi Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn rússnesku mafíunni. Blaðamaðurinn Seymor Hersh, sem vann til Pulitzerverðlaunanna, hefur skrifað greinar um rússnesku mafíuna og tilraunir hennar til að ná undir sig kjamorkuvopnum. Hann hefur m.a. skýrt frá því að í apríl sl. hafi rússneska öryggisráðu- neytið náð yfir 60 kg af öflugu úran- íum í borginni Izhevsk en þaö magn er nóg til að framleiða um þrjár sprengjur á stærð við þá sem varpaö var á Hiroshima. Þá hefur rússneska leynilögreglan skýrt frá því aö þrír menn hefðu ver- ið handteknir í Pétursborg í mars sl. með þijú kg af úraníum sem þeir hefðu stolið frá kjarnorkustofnun nærri Moskvu. Reuter I í i 4 4 I Í i i Í i Hvað er blátt og gult og er selt í sex löndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.