Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994
13
x>v Fréttir
ÓlafsQörður:
Kirkjan stækk-
uðogsafnað-
arheimili reist
Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði:
Ákveðiö hefur verið að stækka Ól-
afsfjarðarkirkju og jafnframt að
reisa safnaðarheimili við hana. Áætl-
aður kostnaður við alla framkvæmd-
ina er 52 milljónir króna og gert er
ráð fyrir að vígja kirkjuna árið 2000.
Það var á aðalsafnaöarfundi Ólafs-
fjarðarkirkju nýlega sem þessar
framkvæmdir voru samþykktar.
Gamla kirkjan verður lengd um sjö
metra og mun eftir breytinguna taka
160-180 manns í sæti. Nýja safnaðar-
heimilið mun taka allt að 150 manns
í sæti. Felliveggur verður milli þess
og kirkjunnar og verður hægt að
hafa opið á milh á stærri samkomum.
Að sögn Matthíasar Sæmundsson-
ar, formanns sóknarnefndar, verður
gengið frá teikningum á þessu ári en
Fanney Hauksdóttir, arkitekt á Ak-
ureyri, teiknaði kirkjuna og safnað-
arheimihð. Kosin var byggingar-
nefnd á aðalsafnaðarfundinum sem
þeir Þorsteinn Björnsson, Sigurður
Björnsson og Svavar B. Magnússon
skipa ásamt formanni sóknarnefnd-
ar og gjaldkera.
Ólafsfjarðarkirkja fjármagnar
framkvæmdir. Fengist hefur vilyrði
fyrir VA mihj. króna frá Jöfnunar-
sjóði sókna á þessu ári og von er á
meiri framlögum á næstu árum.
Ferjusiglingar í 20 ár:
Norrænufagnað
meðlúðrablæstri
Jóhann Jóhaimssan, DV, Seyðisfirði:
Norræna, farþega- og bílaferjan,
kom fyrir helgina til Seyðisfjarðar í
fyrstu ferð sumarsins á 20. starfsár-
inu. Skipinu var fagnað með lúðra-
sveitarleik ungra Seyðfirðinga og
hlýjum óskum.
Með ferjunni komu 450 farþegar og
100 bílar og svipaöur fjöldi fólks fór
með skipinu en heldur færri bílar.
Þetta er áþekk tala og áður í fyrstu
ferðum en þegar hlýnar í veðri marg-
faldast fjöldi fólks og farartækja.
Minnidúnn
íhreiðrum
ÞórhaHurÁsmnndsson, DV, Norðurl. vestra:
„Varpið virðist ætla að vera í með-
allagi en dúnninn í hreiðrunum er
hins vegar í minna lagi, af hverju
sem það stafar. Menn hafa verið með
þær kenningar að þegar vetur eru
mildir sé minni dúnn,“ sagði Rögn-
valdur Steinsson, bóndi á Hrauni á
Skaga, um æðarvarpið en æðurin
heldur sig mikið við ströndina að
vetrinum.
„Þetta fór frekar seint af stað. Við
vorum lengi vel htið vör við fugl og
maöur var farinn aö halda að varpið 1
yrði htiö þetta árið en svo kom hann
aht í einu upp úr hvítasunnunni,"
sagði Hraunsbóndinn.
Selfoss:
Prestshjónanna
verðursártsaknað
Regína Thoiarensen, DV, Selfossi:
Þá er okkar góði og fjölhæfi prest-
ur, séra Sigurður Sigurðarson, og
hans ágæta kona, Arndís Jónsdóttir,
að fara frá okkur og þeirra heiðurs-
hjóna mun verða sárt saknað af öh-
um íbúum hér.
Séra Sigurður er mikill sálusorgari
eins og faðir hans var og Stefanía,
móðir séra Sigurðar, skildi sitt starf
vel sem prestsfrú. Hún var mikh
söngkona og rödd hennar afar fógur.
Auðvitað gleðjast íbúar Selfoss að
þjóðin hefur fengiö besta vígslubisk-
up sem völ er á en skarð hans og
hans góðu konu veröur vandfyht hér
á Selfossi.
Þú bekkft
=4..Il - =5 7.^
fólkid,
ck mUnninum
'l/UUA
11 nýjasta sjónvarpstæknin samankomin
í einu tæki á ótrúlegu verði.
© 28" myndlampi • Super VHS-inngangur
• Frábær NICAM-STEREO-hljómur
• Nýr 2x20 W NICAM-hljóðmagnari
• Fullkomið íslenskt textavarp og fjarstýring
Kringlan 8-12
- sími 681000