Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 Viðskipti Þingvísit. hlutabr. 884 883 Þr M! Fl Fö Mð Dollar lækkar Gott verð hefur fengist fyrir ýsu á fiskmörkuðum undanfarið, eða þar til í gærmorgun að meðal- verðið fór niður í 90 krónur kíló- ið. Þingvísitala hlutabréfa stóð í 882 stigum á mánudag. Þá urðu næstum jafnmikil viðskipti og í allri síðustu viku, eða upp á tæp- ar 6 milljónir. Á einni viku hefur álverð er- lendis hækkað um nær 5% og ekki verið hærra í 3 ár. í gær- morgun var staðgreiðsluverðið 1405 dollarar tonnið. Dollarinn virðist vera á niður- leið. Sölugengið var 70,69 krónur í gærmorgun, eða um 1,2% lægra en fyrir viku. Dow Jones hlutabréfavísitalan hefur verið á uppleið frá því á fimmtudag. Um miðjan dag í gær stóð talan í 3790 stigum og virtist fara hækkandi. Forráðamenn Islandsiiugs og DHL með hluta af fyrstu fragt sem fór til Englands á mánudag. Frá vinstri eru Ómar Benediktsson, stjórnarformaður íslandsflugs, Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs, og Bjarni Hákonarson, framkvæmdastjóri DHL á íslandi. DV-mynd ÞÖK DHL með íslands- flugi til Evrópulanda íslandsflug fór í fyrsta sinn á mánudag til Evrópu með fragt fyrir DHL-hraöflutningafyrirtækið á ís- landi. Þetta er hluti af svonefndri 24 tíma þjónustu DHL. Forráðamenn DHL telja þessa þjónustu bæta mjög samkeppnisstöðu íslenskra útflytj- enda. Að auki var þetta fyrsta vöruflug íslandsflugs milli Englands og ís- lands. Flogið verður til East Mid- lands flugvallar á miðju Englandi flesta virka daga vikunnar. Flugvöll- urinn, sem sérhæfir sig í vöruflutn- ingum, stendur við hhðina á Ml, helstu hraðbraut Bretlands. Innan við tveggja tíma akstur er til nær allra stórborga í Englandi. í tengslum við flugið til East Mid- lands er tengiflug til 33 borga í Evr- ópu. Tekið er á -móti vörum allt að 90 mínútur fyrir brottfór síðdegis og varan afhent á hádegi daginn eftir. Afkoma Flugleiða fyrsta árs^órðunginn: Tap upp á tæpan milljarð króna - 56 milljóna lakari afkoma en 1 fyrra Fyrstu þrjá mánuði ársins varð tap á rekstri Flugleiða fyrir skatta upp á tæpan 1 milljarð króna eða um 950 milljónir króna. Þetta er öllu lakari afkoma en á sama tíma í fyrra þegar tapið nam 897 milljónum eftir fyrsta ársflórðung. Um 965 milljóna.tap varð af heildarstarfsemi Flugleiða fyrstu þijá mánuöi ársins samanbor- ið við 739 milljóna tap í fyrra. í fréttatilkynningu frá Flugleiöum segir að verulegt tap sé jafnan á rekstri félagsins á þessum árstíma vegna árstíðarsveiflu í flutningum en gengið yfir sumarmánuðina skeri úr um afkomuna í árslok. Farþegum flölgaði um 40% á fyrsta ársflórðungi milli ára en hins vegar laekkuðu meðaltekjur af hverjum farþega um 10% þar sem flölgunin varð mest á skemmri flugleiöum. Fargjald lækkaði að meðaltali um 10% milh ára og kostaði Flugleiðir 180 mihjónir. Auk þessa setti óhag- stætt gengi dohars strik í reikning- inn. Horfur fyrir sumarið eru góðar, að því er segir í fréttatilkynningu Flug- leiða. Reiknað er með betri sætanýt- ingu en í fyrra og vonast eftir háu gengi erlendra gjaldmiðla yfir sum- arið. Hæsta álverð í 3 ár Álverð á mörkuðum í London fór yfir 1400 dollara tonnið á mánudag og hefm- ekki verið hærra í 3 ár. Verðhækkunin kemur til af minni birgðum framleiðenda og spá sér- fræðingar að verð eigi eftir að hækka enn frekar. Þetta veröa að teljast mjög góð tíðindi fyrir ísal í Straums- vik sem selur alla sína framleiðslu jafnóðum og eftirspum er mikil. Af öðmm útflutningsafurðum ís- lendinga er það m.a. að frétta að Múlaberg ÓF náði mjög góðri sölu í Bremerhaven í síðustu viku. Seld voru 153 tonn fyrir um 26 milljónir króna. Meðalverð því tæpar 170 krónur á kílóið. Þorskur í gámasölu í Englandi hækkaði mihi vikna en ahs seldust 485 tonn í gámasölunni í síðustu viku fyrir um 72 mihjónir króna. Gengi dohars og punds gagnvart íslensku krónunni hefur verið að lækka að undanfórnu en hins vegar hefur japanska jenið hækkað um 1,5% á einni viku. Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf Eimskips og Flugleiða und- anfarið. Eimskipsbréfin hafa hækk- að en við fréttir um mikið tap fyrsta ársflórðunginn lækkuðu bréf Flug- leiða um rúm 4% á þriðjudag. Við- skipti gærdagsins lágu ekki fyrir þeg- ar þetta var ritað. Þingvísitala hluta- bréfa hefur verið í jafnvægi, enda viðskipti með hlutabréf lítil í síðustu viku þegar á heildina er htið. Hlutabréfí AKVAseld vestanhafs Að undanfórnu hefur staðið yf- ir i Bandarikjunum lokað útboð á nýju hlutafé í iVKVA USA, sem er dótturfyrirtæki Kaupfélags Eyflrðinga, og lauk fyrsta áfanga útboðsins 6. júní sl. í þessum áfanga var boðið út hlutafé að lágmarki 4 mhljónir doilara og að hámarki 5 milljónir dohara, eða 284 til 355 mihjónir íslenskra króna. Þann 6. júní höföu selst hluta- bréf fyrir 284 tniHjónir króna. Kaupendur voru annars vegar ýmsir bandarískir aðhar sem kei>ptu fyrir 206 mílljónir og hins vegar KEÁ sem keýþti bréf fyrir um 76 milljónir króna. Útboöinu lýkur þann 31. júlí nk. eða þegar hlutafé fyrir 355 mhljónh- hefur selst. Gengi hlutabréfa í þessu útboði er við það miðað að fyrir 355 mihjónir cignist flárfestar um 40% hlutdehd í fyrirtækinu. íslensk-amer- íska kaupir helmingíTrico Sgurður Sverrisson, DV, Jtkranesi: Gengið var frá kaupum ís- lensk-ameríska hf. á helmingi hlutaflár í sokkaverksmiðjunni Tiico hf. á Akranesi sl. fóstudag. Við kaupin var hlutafé fyrirtæk- isms jafnframt þrefaldað. Viðar Magnússon, sem hefur að undanförnu átt fyrirtækið ásamt konu sinni, Marsibil Sig- urðardóttur, sagði kaupin renna styrkari stoðum undir rekstur- inn. Trico og Íslensk-ameríska hafa haft með sér samstarf i rúmt ár og hefur heildsalan á þeim tíma annast dreifingu og sölu á sokkum verksmiðjunnar. Tölvusamskipti ogTæknivalí samstarf Tölvusamskipti og Tæknival gerðu með sér samkomulag í síð- ustu viku um sölu og þjónustu Skjáfaxins, faxhugbúnaðarins frá Tölvusamskiptum. Samkomulag- ið felur í sér að Tækmvai mun sjá um þjónustu við núverandi notendur Skjáfaxins og hefla sér- stakt kynningar- og söluátak með þaö aö markmiöi að Skjáfax nýt- ist hjá sem fleslum íslenskum fyrirtækjum strax á þessu ári. Skjáfaxið er nú komið í notkun hjá 100 fyrirtækjum hér á landi. Hins vegai- hafa um 80 prósent tekna Tölvusamskipta komið af sölu Skjáfaxins á erlendum mörkuðum. Með samkomulaginu er ætíað að rækta íslenska mark- : aðinn betur samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá forráðamönnum fyrirtækj- anna. viðnorskt : Flugleiðir og norska flugfélagið Norwegian Air Shuttle, sem flýg- ur iimanlands fyrir Braathens í Noregi, hafa gert samning um að Flugleiðir taki að sér stórskoðun á þremur Fokker 50 flugvélum norska félagsins. Jafnframt munu Fiugleiðir leigja Norð- mönnum Fokker: 50 flugvél á meöan skoðumn fer fram. Þetta kemur fram í fréttabréfi Flug- leiða. Þetta verkefni mun gefa Flug- leiðum um 30 milljónir í tekjur. Horfur eru á fleiri viöhaldsverk- efnum hjá Flugleiðum sein hafa fengið viðurkenningu á viðhalds- stöðinnii Keflavík í samræmi við staðla evrópskra flugmála- stjórna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.