Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrif t - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994. LOKI Eina Ijósið í tilverunni í dag er blessaðir tómatarnir! Svalbarðadeilan: Ráðherrar - og embættis- menn funduðuí morgun Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og Björn Bjarnason, for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis, ásamt embættismönnum komu samnan til fundar í forsætis- ráðuneytinu snemma í morgun til ^ð ræða Svalbarðadeilu íslendinga og Norðmanna. „Það hefur svo sem ekkert nýtt gerst síðan í gærkvöldi. Við munum fara yfir stöðu mála á þessum fundi. Meira get ég ekki sagt á þessar stundu," sagði Davíð Oddsson for- særtisráðherra þegar hann mætti til fundarins. Davíð hefur sagt að hann vonist til að upp verði kveðinn löglegur úr- skurður í þessari deilu. Engin þjóð nema Finnar hafi viðurkennt yfir- —j^áðarétt Norðmanna á Svalbarða- svæðinu. Norski sendiherrann á íslandi kom í forsætisráðuneytið rétt fyrir fund- inn og afhenti mönnum þar skjöl. Hann stoppaði stutt en sagðist ekkert vilja segja um þessa deilu þjóðanna. Eiður Guðnason: Ekki viður- kennt rétt Norðmanna Eiður Guðnason sendiherra ís- lands í Ósló kvaðst í morgun hafa fregnir af því að forystumönnum þingflokka í Noregi hafi verið til- kynnt um aðgerðir Norðmanna á miðunum í gærkvöldi. Samkvæmt fréttum fjölmiðla virðast aðgerðimar njóta almenns stuðnings í þinginu. „Við höfum ekki viðurkennt 200 mílna yfirráð Norðmanna yfir fiskimiðunum við Svalbarða. Það hafa engir gert nema Finnar þó aðrir hafa virt það að mestu í verki. Það gefur auga leið að þetta eru mjög harðar aðgerðir, mun harðari en til- efnið gefur ástæðu til,“ sagði Eiður. - Eiður hefur verið kallaður á fund Björns Tores Godals, utanríkisráö- herra Noregs, og hefst fundurinn laust fyrir hádegi í dag. Þettaer hrein millkikjadeila „Þetta er lirein milliríkjadeila milli íslands og Noregs. Ég hlýt að fagna viðbrögöum forsætisráð- herra og utanríkisráðherra í mál- inu þar sem þeir tala um ólöglegar aðgerðir aö hálfu Norðmanna. Við teljum þá ekki hafa rétt til að ráð- ast að skipum okkar á þessu sjálf- tekna yfirráðasvæði sínu. Það er nauösynlegt að fá skýrar Knur i þessi mál, þetta er ekki einkamál örfárra útgerðarmanna." sagði Gísli Svan Einarsson, útgerðar- stjóri Drangeyjar og Hegraness, sem eru á veiöum á Svalbarða- svæðinu. Norðmenn létu til skarar skríða gegn íslenskum togurum á Sval- barðasvæðinu í gær. Að sögn ís- lenskra skipstjórnarmanna á svæöinu skutu Norðmennirnir að togaranum Má SH um klukkan 20 í gærkvöldi. Skipið var ekki aö veiðum þegar atburðurinn varð og unnu skipverjar að lagfæringum á togvírum. Fjtt um daginn klipptu Norðmennimir troliin aftan tir Blika EA og Hegranesi SK, en skip- verjar náðu þeim upp. Þá gerðu Norðmennimir tilraun til að klippa trollin frá Stakfelli ÞH og Hágangi 2. _sem siglir undir hentifána. í skeyti frá Drangey SK til útgerö- ar skipsins kemur ennfremur fram að Norömenn þverbrutu alþjóða- siglingareglur tneð háskasiglingu þar sem þeir sigldu á fullri ferð í kringum Blika EA og svöruöu ekki kalli hans á alþjóðlegri neyðar- bylgju. í skeyti frá íslensku skipunum kemur fram að 6 íslensk skip eru á svæðinu. Skipsijórarair gera kröfu um tafarlaus viöbrögð stjórnvalda í þá veru að réttarstaða íslensku skipanna verði ljós. Ryskingar á Laxinn var tregur til að taka í morgun, á fyrsta veiðidegi í Elliðaánum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri renndi fyrst allra með aðstoð Evu Kamillu Einarsdóttur, frænku sinnar, og fékk leiðbeiningar Garðars Þórhallsson- ar, formanns árnefndar. DV-mynd GVA Til handalögmála kom á stjórnar- fundi íslenska útvarpsfélagsins í höf- uðstöðvum Stöðvar 2 sl. föstudag. Urðu þessar ryskingar á milli Sig- urðar G. Guðjónssonar, lögmanns og varamanns í stjórn, og fjögurra af fimm fulltrúum fráfarandi meiri- hluta. Til ryskinga kom þegar Sigurður stóð upp frá borði með sölusamning á hlut Stöðvar 2 í Sýn í höndunum og hugðist taka ljósrit af honum á vél fyrir framan fundarsalinn. Hann stóð upp og sagðist ætla að leggja lögbann á þennan samning. Á leið sinni til dyra var hann stöðv- aður af fjórum stjómarmönnum vildu þeir að Sigurður skilaði hon- um. Þá á Sigurður aö hafa svarað fyrir sig en lét pappírana loks af hendi og fundi lauk skömmu síðar með hurðarskellum. Sjá einnig á bls. 2 Verdhrunátómötum „Það hefur orðið verðhrun á tómöt- um. Heildsöluverðið er farið úr 195 kr. kg í 98 kr.,“ sagði Kolbeinn Ág- ústsson, sölustjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, í morgun en fram- leiðslan er með mesta móti núna. Veðriðámorgun: Rigning sunnan- lands Sunnan og suðaustankaldi en stinningskaldi á stöku stað. Rign- ing sunnanlands og þykknar upp norðanlands þegar kemur fram á daginn en þar verður þó þurrt að mestu. Hlýtt í veðri, einkum norðanlands og austan. Veðrið í dag er á bls. 28 NSK KÚLULEGUR Poufáípyi SuAuriandsbraut 10. S. 680489. LGTTi alltaf á Miövikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.