Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Bcneclikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasími: 14906. — A'öseíur: All)ýðuliúsi3 við Hveríisgötu, Rvík. — Prentsmiðja AlþýðublaSsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. NÝIR TOGARAR ERFIÐLEIKAR togaraútgerðarinnar á síðustu ár- um hafa stafað af mörgum ástæðum, eins og fram hefur verið dregið í álitsgerðum hverrar rannsókn- arnefndarinnar á fætur annarri. Flestar eru þessar ástæður staðbundnar, en þær hafa vaidið því, að ekki hefur verið hugsað til togarakaupa, síðan minni- iiiutastjórn Emils Jónssonar lét kaupa Maí og syst- urskip hans 1959. Enda þótt togaraútgerð sumra annarra landa hafi einnig átt við erfiðleika að etja og hafi notið opin- berrar aðstoðar, hefur víðast verið haldið áfram smíði nýrra gerða togskipa af mismunandi stærðum og útgerð þeirra verið talin hin nauðsynlegasta. Sem dæmi má nefna Norðmenn, er áttu fyrir nokkrum árum enga togara, en hafa komið sér upp fjölda þeirra til að tryggja hráefnisöflun frystihúsa og ann- •arra fiskiðjuvera. Þ>ar sem einkafyrirtæki eða bæjarfélög hafa ekki séð sér fært að reyna helztu nýjungar í togaragerð, svo sem skuttogara, hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að taka málið í sínar hendur. Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, tilkynnti fyrir nokkru, að stjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir kaupum fjögurra skuttogara til reynslu við íslenzkar aðstæð- ur. Eiga þessi skip að verða með fullkomnasta út- búnaði, sem nú er þekktur, en af mismunandi stærð- um, þannig að tryggð verði sem fjölbreyttust reynsla, er byggja mætti á um endurnýjun togaraflotans 1 framtíðinni. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur nú skipað nefnd til að gera tillögur um eftirfarandi atriði varðandi hin fyrirhuguðu togarakaup: 1) Með hvaða hætti verði af ríkisins hálfu bezt greitt fyrir kaupum á slíkum skipum. 2) Hvaða skipastærðir skuli keyptar og hvar. 3) Hvaða aðiljar skuli sitja fyrir kaupum á umrædd- um skipum. Skal í því sambandi lögð áherzla á, að þeir sitji fyrir, sem talið er, 'að bezt tryggi framangreindan höfuðtilgang þessarar ákvörðunar. í umræðum um erfiðleika togaraflotans hefur oft verið á það bent, að svo til allur flotinn sé gömul skip, 15—20 ára, og svari þau ekki. fyllstu kröfum tímans hvað tækni og hagkvæmni snertir. Er því ástæða til að vona, að ný skip með nýja tækni geti leitt til nýrra aðstæðna, þannig að betur takist um rekstur skuttogara og annarra nýtízku skipa en gamla flotans. Togaraflotinn hefur gegnt miklu hlutverki í ís_ lenzkri atvinnusögu og á meginþátt í efnahagslegum framförum síðustu sex áratuga. Þess vegna telja hugs- andi menn í landinu það mjög miður, ef skeið tog' araútgerðar rennur á enda. Vonandi mun ný tækni við nýjar aðstæður leiða til endurreisnar togara^ fJotans. Ný rafmagnsvörubúð hefir verið opnuð á Suðurlandsbraut 12 Aðaláherzla verður lögð á að hafa: RAFLAGNAEFNI og LAMPA svo og annað sem tilheyrir nýbyggingum og breytingum á raflögnum. Sömuleiðis: RAFMAGNSHE8MILISTÆKI, SJÓNVARPSTÆKI og LOFTNETSKABAL Ennfremur alls konar smávöru, sem alla vanhagar um. Gjörið svo vel að líta inn. — Næg bílastæði. Rafmagnsvörubúðin sff Suðurlandsbraut 12. — Sími 81670. rrr 9 krossgötum ★ ÞJÓNUSTA BÆJAR- SÍMANS. Símalaus hefur sent okkur bréf, sem er svohljóðandi: — Nú hefur nýlega verið tilkynnt, að fjölga eigi um tæplega fimm þúsund símanúmer í Reykjavík og nágrenni. Enda hafa margir þar víst beðið árum saman eftir að fá þetta sjálfsagða tæki. Tilefni þessa bréfs er það, að mér finnst óhæfa hin mesta að opinberu fyrir- tæki á borð við símann skuli haldast það uppi að iáta fólk í þéttbýlinu bíða langtímum saman eftir síma, meðan hver einasti sveitamaður, sem dettur í hug að setja saman bú einhvers staðar uppi í afdal á reginfjöllum, fær samstundis síma til sín, og hlutfallslega mjög dýran síma, sem hann borg- ar þó ekki meira fyrir en við hér í þéttbýiinu. Um langt árabil hefur það verið landslýð kunnugt, að ágóðinn af bæjarsímanum, er víst notaður til þess að greiða niður hið gíf- urlega tap, sem er á landssímanum. A0 minnsta kosti lief ég séð þessu haldið fram oftar en einu sinni, og man ekki eftir að hafa heyrt því mót- mælt af hálfu símvalda. ★ BURT MEÐ BIÐINA. Meðan það er svo, að við í þétt- býlinu þurfum að bíða lengi eftir þeirri þjón- ustu, sem sveitamaðurinn fær samstundis og við meira að segja borgum fyrir hann, þá finnst mér satt að segja fulllangt gengið og veit ég fyrit víst, að svo finnst fleirum. Það minnsta, sem símvöld hér í þéttbýlinu geta gert, er að sjá til þéss að menn geti fengið síma viðstöðulaust án þess að bíða. Slíkt ætti að vera algjörlega vandalaust, því á þessu svæði er síminn hreint stórgróðafyrirtæki. Ég læt þá útrætt um þetta að sinni, en vona, að einhverjir séu mér sammála um að hér sé óréttlæti framið. P.S. — Hvað skyldi síminn græða mikið á því árlega, er menn fá „vitlaust númer”' hafandi þó valið rétt númer. Því er líklega erfitt að svara, en það er áreiðanlega engin smáupp- hæð. — Símalaus. Hér skal enginn dómur lagður á þær fullyrðingar, sem Símalaus setur fram í bréfi sínu, — en það er þó vafalaust rétt, — sem hann segir, að rekstur símans á þéttbýlissvæðum er gróðafyrirtæki og ætti að vera vandalaust að haga rekstrinum þannig, að fóllc í þéttbýli þyrfti ekki að bíða mánuðum, eða jafnvel árum saman eftir svo sjálfsögðu tæki, sem síminn er. Það segði einhver eitthvað, ef svona langur afgreiðslufrest- ur væri á ísskápum eða þvottavélum. — K a r 1. vðiRmte ^ ; 8. apríl 1967 ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.