Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 6
57 menn í félagi Náttúrufræðinga Aðalfundur Félags íslenzkra náttúrufræðinga var haldinn 17. marz sl. — Fundurinn lýsti á- nægju sinni yfir því, að Háskóli íslands áformar nú að taka upp kennslu í náttúrufræðum og væntir þess, að vandað verði til kennslunnar eftir því sem fram- ast er unnt. Eftirfarandi ályktun um kjara- mál var samþykkt samhljóða. Aðalfun ur Félags íslenzkra náttúrufraðinga, haldinn 17. marz 1967, lýsir óánægju sinni með launakjör háskólamenntaðra sérfræðinga, sem laun taka sam- kvæmt hinu almenna launakerfi ríkisins. Jafnframt vill fundurinn vekja athygli á því mikla og lítt þolandi ósamræmi, sem nú er á launakjörum háskólamenntaðra manna í opinberri þjónustu. — Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Bandalag háskóla- manna og telur það sjálfsagða réttlætiskröfu, að samningsréttur fyrir háskólamenn sé í höndum þess og aðildarfélaga þess. Fund- urinn bendir á, að Félag íslenzkra náttúrufræðinga er ekki og hefur aldrei verið aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, og tel- ur því fráleitt, að BSRB sé með Framhald 10. síðu. Nvtt rit um mmJxVtgM .. ■ ' Frá sjóvinnnámskeiðinu. (Mynd: Hukur Sigtryggsson) nátíúrufræði Þættir úr náttúrufræði nefn- ist nýr bæklingur eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Það er bókaforlag Odds Björnssonar, sem lætur gefa þennan bækling út. Bæklingur þessi skiptist í tvennt: Plöntulandafræði og Um sjóinn. í fyrra kaflanum er fjall- að um flóruna, lífskjör plantn- anna, vaxtarmót eða lífmyndir og ioftslags- og gróðurbelti. — í seinni kaflanum er fjallað um sjávardýpið, efni sjávarins, gagn- sæi, sjávarhitann, ölduganginn, sjávarföll og strauma. Sæmdir oröu Eftirgreindir menn hafa nýlega verið sæmdir riddarakrossi hinn- ar íslenzku fálkaorðu: Gretar Fells, rithöfundur, fyr- ir embættis- og félagsmálastörf, Jóhannes Elíasson, bankastjóri fyrir störf í þágu íslenzkra banka- mála. Aðalíundur Skák- sambands íslands Aðalfundur Skáksambands tslands vay haldinn 25. þessa mánaðar. Forseti sambandsins, Guðmundur Arason var einróma endurbjörinn. Aðrir í stjórn voru kjörhir : Hjálmar Þorsteinsson varafor- seti, Guðmundur G. Þórarinsson ritari, Guðbjartur Guðmundsson ejaldkcri, Guðmundur Pálmason, meðitjórnandi. — í varastjórn VorU kjörnir Arinbjöm Guð- mundsson, Guðlaugur Guðjóns- son og Steingrímur Aðalsteins- son. Styrkir frá Evrópuráði til tveggja mánaða dvalar í Danmörku til að kynna sér heil brigðiseftirlit með kjötvörum; Snorri P. Snorrason læknir til 6 vikna dvalar í Bretlandi til að kynna sér nýjar aðferöir og tækni við meðferð hjartasjúk- dóma, m. a. gjörgæzlu hjarta- sjúklinga. Þá hefur verið tilkynnt í aðal- stöðvum Evrópuráðsins í Strass- bourg, að það hafi veitt fé til þriggja sérfræðinga, sem á þess vegum vinna að rannsókn á atrið- um, sem áhrjlf !hafa á lengd sjúkrahúsvistar. Einn þessara sér fræðinga er Ólafur Björnsson læknir. Sjóvinnunámskeiði Æskulýösráðs lo Hinu árlega sjóvinnunám- skeiði á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur lauk 20. marz sl. Á námskeiðið voru innritaðir um 50 piltar, og lauk rúmlega helmingur þeirra tilskildu prófi í sjóvinnubrögðum. Hlutu þeir að venju sjóferðabók, þar sem tilgreindur er árangur hvers fyrir sig. Efstur í framhaldsflokki varð að þessu sinni Hafsteinn Harð- - arson, og við námskeiðisslitin afhenti formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Jón Sigurðs- son, honum farandbikar, sem gefinn var af Sjómannafélag- inu. Efstur í byrjendaflokki varð Helgi Kristjánsson, og hlaut hann verðlaunabikar gefinn af Æskulýðsráði. Auk þoss hlutu viðurkenn- ingu þeir Ebenezar Bárðarson, Viðar Ólafsson og Þorvaldur Gíslason. Aðalleiðbeinendur sl. vetur voru eins og áður þeir Hörð- ur Þorsteinsson og Sigurður Óskarsson. ,|IIIIIIIIIIMMMMMMI|IIIMMMMMIMIIMIMIIIIIIIMMIIMIIMIIIMIIMIIIMMMMMMMMMIMMIIIIIIimiMMMIIIHMIMI 111111111111111. FLUGS LINDBERGS PARÍS ÚTHLUTAÐ hefur verið heil- brigðisþjónustustyrkjum Evrópu- ráðsins 1967. Alls voru veittir 147 styrkir, þar af 8 til íslendinga. Hér fer á eftir skrá yfir íslenzku styrkþegana: Brynjólfur Sandholt dýralæknir til að sækja þriggja mánaða námskeið í Danmörku í al- mennri heilbrigðisfræði; Guðmundur Þórðarson læknir til 3 mánaða dvalar í Bretlandi til að kynna sér réttarlæknisfræði, sérstaklega blóðflokkun; dr. Gunnar Guðmundsson lækn- ir til 3 mánaða námsferðar til Bretlands, Danmerkur og Sví- þjóðar til að kynna sér nýjar aðferðir við greiningu heila- skemmda; Gylfi Baldursson heyrnarfræð- ingur til mánaðardvalar í Dan- mörku til að kynna sér stjórn og eftirlit heyrnarstöðva; Henrik Linnet læknir til tveggja mánaðar dvalar í Bretlandi til að kynna sér röntgenrannsókn- ir á sýkingu í þvagfærum barna; Jóhanna Kjartansdóttir hjúkrun- arkóna til tveggja mánaða dvalar í Bretlandi til að kynna sér meðhöndlun radíums, þegar undirbúin er meðferð á leg- krabbameini; Oddur R. Hjartarson dýralæknir SVEINN H. VALDIMARSSON hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgata 4 (Sambandshús 3. hæð). Símar: 23338 — 12343. 21. maí eru 40 ár liðin síðan Lindbergh fór sína frægu ferð yfir Atlantshafið og verður þess minnzt í sambandi við Flugsýn- inguna í París, sem fer fram á Le Bourget flugvelli frá 26. maí til 4. júní. Sýning þessi er sú 27. f röð- inni og er sú elzta og stærsta í heimi. Hún er haldin á tveggja ára fresti og hafa sótt hana um 60 þúsund manna úr flugvéla- iðnaðinum og frá flugfélögum. Auk þess er reiknað með að hún verði sótt af 2,5 milljónum annarra gesta. Bandaríkin hafa tekið þátt í þessari sýningu frá því sú fyrsta var haldin árið 1909, þar sem Wright bræðumir sýndu eina af sínum flugvélum. Að þessu sinni kostar ríkisstjóm Bandaríkjanna og þarlend fyrir- tæki tólf sinnum meira til sýn- ingarinnar en gert var árið 19 65, þegar hún var síðast hald- in. Hefur verið byggð sýningar höll, sem hefur 30 þúsund fer- feta gólfflöt. Bandaríska sýningin verður tvíþætt. Annars vegar verður sýnd þróun og afrek amerískra flugmála á síðustu 40 árum og framtíðaráætlanir í geimferð- ferðum. Hinsvegar verður sölu- sýning, þar sem megináherzla er lögð á ýmiss konar útbúnað og hluti í flugvélar og margs konar tæki til notkunar á jörðu niðri. Meðal annars verða sýnd mæli- tæki, loftskeytatæki, radar, tæki í flugtuma og önnur stjórn tæki á jörðu, útbúnaður til flutnings farangurs. tæki til þokudreifingar, brunavarnar- tæki. Eins og nú stendur er mikill markaður fyrir tæki af þessu tagi í Evrópu. Kjororð sýningar Bandaríkj- anna á flugsýningunni í París Framhald á 15. síðu. 0 8. apríl 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.