Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 7
✓ Halldór Laxness : ÍSLENDINGASPJALL Helgafell, Reykjavík 1967. 129 bls. Halldór Laxness miðar það sem hann skrifar í seinni tíð ekki síður við erlenda lesendur sína en innlenda, einkum Norður- landamenn þegar iiann skrifar eitthvað í pérsónulegum tóni seg- ir í formála þessarar bókar. „Svo var um Skáldatíma og svo er um þetta kver íslendingaspjall, enda samantekið í fyrsta lagi fyrir tilmæli minna góðu sænsku forleggjara, Rabén & Sjögren, sem hafa beðið mig um að gera langan Ísiandskapítula, innskot í nýja útgáfu á Skáldatíma. í annan stað er kverið miðað við óskir íslenzkra lesenda sem fannst ég hefði i Skáldatíma svikið þá um þá ánægju að fá sjálfsmynd af höfundinum með ísland kringum sig og mega kynnast ögn hug hans eins og sakir standa til íslenzkrar menn- ingar að fornu og nýju.” íslendingaspjall er skrifað með því yfirskini, eða skálda- leyfi, að útlendingar standi í öll- um gáttum spyrjandi hvernig sé að vera rithöfundur á íslandi, sé það hægt. Það liggur að vísu ekki í augum uppi hvernig eigi að auka spjallinu í Skáldatíma svo vel fari, enda má það einu gilda. En „sjálfsmynd af höfund- inum með ísland kringum sig” er innlendum lesendum forvitni- leg ekki síður en erlendum, ef til vill enn frekar en þeim. Og sjvör Halldórs Laxness við því hvern- ig hægt sé að vera rithöfundur á Islandi greinast einkum í þrjá staði: liann fjallar um íslenzk menningarskilyrði almennt, eink- um forn- og alþýðumenningu en einnig nútíðarmenningu við vel- ferð, víkur nokkuð að högum og stöðu íslenzkra rithöfunda nú á tímum, og hann getur um sína eigin reynslu sem rithöfundur á íslandi. Það sem Laxness segir um hagi íslenzkra-höfunda má raun- verulega draga allt saman í eina setningu — „þessir fuglar hafa engar tekjur af bókum sínum en þeir lifa flott” — sem vísast er sönn það sem hún nær, hvort sem allir samþykkja hana sem hlut eiga að máli. Rithöfundar á íslandi upp og ofan eru bjarg- álnamenn í bjargálna samfélagi; séu menn það ekki stafar það bara af öfugu snobbi. En þessi athugun, þó hún kunni að vera réttmæt, segir því miður harla litíð úrri vandkvæði þess að vinna að bókménntum á íslandi nú eða endranær. Sama gildir úm glað- legar bolláleggingár höfundar um tekjuvonir manna af höf- undalaunum úr ríkissjóði, ráðu- neyti skóla eða safna eða hand- liöfn hálendisins; en þeir bænd- ur, prestar, læknar og lögfræð- ingar er leggja um þessar mundir „görva hönd á fagrar bókmennt- ir” með einhverjum umtalsverð- um árangri eru víst teljandi á fingrum sér;- annarrar handar- innar. Á hinn bóginn má sitt- hvað vera til í ábendingum hans á þá dýrkun meðalmennskunn- ar, meðallagsins sem hvarvetna gætir í þjóðfélaginu, og þá ekki sízt í mati okkar á bókmennt- um: „Við vitum Hka að hefðum við ekki mýgrút af leirskáldum í öll- um áttum og hlúðum að þeim í öfugu hlutfalli við getu þeirra, þá mundi aldrei lcoma upp þolan legt skáld á íslandi og bók- menntir leggjast niður. Orsökin til þess að við skrifum verri bækur en í fornöld er ekki sú að rithöfundarnir séu heimskari en þá heldur af því að menn- ingarstig þjóðarinnar er lægra en í fornöld: velferðarríkið er gott jólatrésskraut en ekki ald- ingarður stórra bókmennta. Skussana verður að vernda, hin- ir ábyrg'jast sig sjálfir.” Svo getur sá talað sem sjálf- ur hefur ábyrgzt sjálfan sig. Hann þarf ekki að ætla þar jyrir að sömu kostir hæfi öðrum jafn- vel, sbr. hugleiðingar um mennt- un, uppeldi og aga hér í bók- inni. En sú forskrift sem Hall- dór Laxness gefur ungum rithöf- undum eftir reynslu sjálfs sín að „gerast flakkari upp í sveit til að læra íslenzku” hygg ég að reynist ámóta haldlítil nú á dög- um og kenningin um hinar „bjargálna” bókmenntir. Sá sem ekki lærir íslenzku af sjálfu sér í uppvextinum verður eflaust hér eftir sem hingað til að nema málið af bókum og því fólki sem hann umgengst daglega; en fyrir lítið kæmi að leggja upp í leið- angur eftir ' akademíú búand- karla og sagnakerlinga þótt hún liafi ef til vill einhverntíma ver- ið annað og meira en þjóðsaga. Kenningin um „akademíuna” hefur lengi verið eftirlæti Hall- dórs Laxness og þar með þá tíma þegar skáldskapur og bókmennt- ir voru „miðþyngdarstaður þjóð- lífs á íslandi”, „lífsloft þjóðar- innar og allt annað hégómi”; hana leiðir eins og ósjálfrátt af hinni eilífu viðmiðun við óvið- jafnanlega snilld fornbók- menntanna. Við þennan þjóð- sögulega bakgrunn kýs hann nú að draga upp sjálfsmynd sína; hann er „Dichtung und Wahr- heit” höfundarins á efri árum. Hann er að sönnu ekki nýr fyrir lesendum hans, liérlendis að minnsta kosti; við þennan lofs- tír hefur kveðið í greinum og ritgerðum Laxness um langt skeið. Og meðan hann herðir lofið um „þaulræktað og alskap- að,” „vandað, útsniogið og rétt” tungutak klassískrar íslenzku fjarlægist hans eigin stílsmáti æ því meir tunguna eins og hún er tölúð, verður æ fullkomnari listiðja, æ meira affekti. í þeim dúr er öll hin glaðbeitta og hót- fyndna frásögn og hugleiðing ís- i lendingaspjalls. En undir niðri býr raunar vitund þess að þessi heimur sé horfinn, liruninn til grunna, hafi hann þá nokkurn tíma verið annað en skáldskap- ur, hugsýn landsins með bursta- bæi í grænum túnum, samsam- aða landinu í þúsund ár: „Broslegt þegar verið er að tala um að breyta heiminum, — það væri þá helzt með því að fá hann til að standa kyrran. Það er eðli hcimsins að breytast með hraða sem livorki verður mæld- ur né miðaður við neitt annað. Ef nokkuð væri breytist heimur- inn hraðar en sjálfur maðúrinn sem er mælikvarði alls.” Þessi málsgrein, ekki með öllu sársaukalaus, virðist mér með þeim einlæglegri í bókinni, En einkennilegt er að sjá hvernig höfundur metur stöðu sjálfs sín ,,i gegnum tíðina” og allar breyt- ingar 'hennar. Skrýtnust er lík- lega sú óvænta skýring sem hér kemur upp á því hvers vegna hann felldi niður kiljansnafnið, — „en það nafn festist einkum við mig hjá öllum þeim sem ekki þekktu mig en höfðu á mér illan bifur.” Það er engu Hkara en hann geri sér enga grein fyr- ir því að þetta er aðeins önnur hlið málsins, að „Kiljan” er einnig sá höfundur sem menn hafa virt, dáð og elskað meir en nokkurn um hans daga. Við það dálæti er mín kynslóð les- anda í landinu vaxin upp, hvað sem Ilalldór Laxness sqgir nú, og það án þess „stalínistar” hefðu þar nokkra hönd í bagga. Sjálfur segir hann að þótt hann Framhald á 10. síðu. Fyrir rúmum tveimur árum tók til starfa á Höfn í Hornáfirði Sparisjóður Hornafjarðar. Fyrst var Sparisjóðurinn til húsa með öðru í einu litlu herbergi, en strax á öðru ári var sýnt, vegna vax- andi vinsælda, að Sparisjóðurinn þurfti meira olbogarúm. Um mán- aðarmótin janúar og febrúar opnaði Sparisjóðurinn afgreiðslu í rúmgóðum og björtum húsakynum að Hafnarbraut 32 á Höfn. Skortur á í Alþýðublaðinu í dag er birt grein með fyrirsögninni: „Það dó barn,” og undirrituð af Ara Guðmundssyni. Nafn fyrirsagnarinnar er vel til þess fallið, að vekja athygli, a.m.k. okkar, sem eigum börn að leik á og við akbrautir í saihbýli við lífshættuleg farar- tæki. Nafnið á þessari grein mun sótt mörg ár aftur í tímann og engum til góðs að setja þann at- burð upp nú sem æsifrétt. í þessari grein er slegið fram órökstuddum fullyrðingum um „Útikerfi” Rafmagnsveitu Reykja víkur og mun þar átt við svo- nefnt veitukerfi. Ég hirði ekki um að svara þessu nú, enda munu vafalaust aðrir gera það, sem til þess eru kunnugri, ef þeir þá telja þessa grein Ara Guð- mundssonar svaraverða. Þó vií ég geta þess, að ég átti þess kost að kynna mér allítarlega veitu- kerfi fjögurra rafveitna í Sví-* þjóð á sl. hausti. Eftir þá kynn- ingu get ég ekki staðfest að veitu- kerfi Rafmagnsveitu Reykjavík- ur sé lélegra að öryggisbúnaði en sarps konar kerfi eru hjá þess- um rafveitum í Svíþjóð. Það er eitt atriði í fyrrgreindri grein, sem ég vil einkum svara. Þar er fullyrt að meintur galli á kerfinu sé kominn til af því að yfirmaður dreifistöðvanna hafi ekki lært til síns starfs. Fyrir sex árum hóf ég undir- ritaður störf i umræddri spenni- stöðvadeild og starfaði þar í VA> ár. Þá hafði ég nýlega lokið, sveinsprófi í rafvirkjaiðn ásamt prófi frá rafmagnsdeild Vélskól- ans. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tínia getað sýnt þekkingu fram yfir umræddan verkstjóra í þeim málum, sem við komu spennistöðvafram- kvæmdum, enda hefur hann haldgóða reynslu á þessu sviði og hefur auk þess sýnt því fullan áhuga, að fylgjast með nýjungum og breyttum a'ðstæð- um. Skoðun mín er sú, að höf- undur greinarinnar mætti vel við una, ef hann hefði jafn góða stjórn á sínum eigin gerðum og yfirmaður framkvæmda í spenni- stöðvum hefur á framkvæmdum manna sinna. Þess skal getið, að yfirmaður framkvæmda í spenni stöðvunum er jafnframt yfirmað- ur greinarhöfundar, Ara Guð- mundssonar, í hans starfi. Grein- arhöfundur mun hafa atvinnu- réttindi í þessu fagi. Þetta mun því vera eitt dæmi þess, að menn þola það illa, að reynsla og hald- góð þekking sé tekin fram yfir gömul próf, þótt annað skorti. Kópavogi, 6. apríl 1967. Ingimar Karlsson. Söumavéla- ráðstefna Rvík, SJÓ Undanfarna daga hefur staðii yf- ir nokkurs konar saumavélaráð- stefna hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. Er tilgangurinn með henni iá, að kenna umboísmönnum fyrii- tækisins ásamt viðgerðarmöi^num meðferð Husquarna saumavélfi, Í51 hægð'arauka fyrir viðskiptavinin^, Þessi ráðstefna fer fram í fevífc og sækja. liana 19 umboðsmenn fyrirtækisins. Einnig hafa verið> haldin námskeið fyrir konur, bæði Framhald á 15. síðu. 8. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.