Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 8
KASTLJÓS B/óðug valdabarátta BREZKA stjórnin telur sér ekki lengur fært a5 setja niSur af eigin rammleik deilu bylting- armanna í Aden, sem Egyptar styðja, og andstæðinga þeirra, sem studdir eru af erkióvini Nass ers, forseta, Feisal Saudi-Arabíu konungi. Þess vegna hafa Bret- ar vonað, að Sameinuðu þjóðirn- ar gætu stillt til fri'ðar á ell- eftu stundu, en tíminn er naum- ur, því að Bretar leggja niður herstöð sína í Aden á næsta ári og veita um leið nýlendunni sjálfstæði. Þriggja manna nefnd á vegum SÞ dvelst í Aden um þessar mundir til að kynna sér ástandið, en áður hefur nefnd- in rætt við ráðamenn í Lundún- um, Kairó og Jeddah, höfuðborg Saudi-Arabíu. En viðtökurnar, sem nefndin hefur fengið í Aden hefur dreg- ið mjög úr vonum Breta um, að nefndin geti miðlað málum. Hin- ir byltingarsinnuðu andstöðuhóp- ar brezku nýlendustjórnarinnar, FLOSY (Fresisfylking „hins hernumda Suður-Jemens”) og NLF (Þjóðfrelsisfylkingin) hafa lýst því yfir, að þeir vilji enga samvinnu hafa við SÞ-nefndina. Þeir hafa jafnvel ekki viljað á- byrgjast líf fuiltrúanna meðan á allsherjarverkfalli því, sem lýst var yfir við komu nefndarinnar, stendur. Verkfallið, sem hefur aukið mjög á spennuna í Aden og komið af stað nýrri hryðju- verkaöldu, átti að hrekja þá stað- hæfingu brezku nýlendustjórn- arinnar, að því færi fjarri að FLOSY og NLF túlkuðu vilja í- búanna í Aden eins og samtökin hafa haldið fram, en reyndar hef- ur verkfallið aukið úlfúðina milli þjóðernissinna innbyrðis. ★ FORN FURSTADÆMI. Siðan brezka stjórnin ákvað árið 1962 að innlima nýlenduna Aden, sem hefur 220.000 íbúa, í Suður-Arabíusambandið, sem samanstendur af nokkrum léns- ríkjum er verið hafa undir brezkri vernd og ná yfir mest- alla suðurströnd Arabíuskaga, } I I . • .ý"' llSlilllIÍllié hafa um 200 manns beðið bana í sprengjutilræðum í Aden. — Síðan fyrsta morðið var framið 1962 hefur varla liðið sá dagur að ekki hafi verið framin blóðug hryðjuverk. Á síðastliðnu ári áttu sér stað rúmlega 500 ■ sprengjutilræði, þar af 134 á tveimur fyrstu mánuðum árs- ins. Ólgan og hryðjuverkin fær- ast stöðugt í aukana, og hætta er á borgarastyrjöld, sem hafa mundi í för með sér íhlutun er- lendra ríkja. Það var stjórn íhaldsflokksins í Bretlandi sem ákvað stofnun Suður-Arabíusambandsins og inn limun Adens í það. Verkamanna- flokkurinn gagnrýndi harðlega þessa ráðstöfun á sínum tíma og taldi að ógerningur væri að sam- eir.a forn furstaríki, sem enn eru með miðaldarsniði, og nýtízku borg eins og Aden í eitt lieilsteypt ríki. Nú virðist stjórn Verkamannaflokksins vera komin á þá skoðun, að of seint sé að breyta þessari ákvörðun, enda séu engin önnur úrræði fyrir hendi. Tilvera Adens hefur hing- að til byggzt á brezku herstöð- inni, lítill sem enginn iðnaður er í borginni, og Bretar segja að bórgarbúar geti ekki staðið á eigin fótum í efnahagslegu tilliti. Auk þess er stjórnin bundin af gömlum samningum og skuld- bindingum gagnvart furstadæm- unum. Alger kúvending á stefnu þeirri, sem Bretar hafa fylgt til þessa á þessum hjara heims, mundi stofna miklum hagsmun- um er þeir eiga að gæta — í hættu. ★ INNBYRÐIS DEILUR. Bretar hafa skuldbundið sig til að veita Aden sjálfstæði á næsta ári og flytja herlið sitt burtu. Stjórnarandstaðan í Bret- landi telur, að vegna ólgunnar í Aden sé nauðsynlegt að Bretar verði um kyrrt þar til ró komist á. Stjórnin hefur fyrir sitt leyti neitað að ganga á-bak orða sinna og heldur því fram, að verði Bret- ar um kyrrt í Aden muni hryðju- verkin aukast um allan helming. Ólgan í Aden á rætur að rekja til andstöðu gegn þeirri ákvörð- un Breta að innlima Aden í Suð- ur-Arabíusambandið, en það sem nú er að gerast er uppgjör milli þjóðernissinna innbyrðis um það, hver eigi að fá völdin eftir að Bretar fara. FLOSY og NLF, sem eru ennþá öfgakenndari samtök berjast hlið við hlið gégn hinu svokallaða „Suður-Arabíubanda- lagi” (SAL), en það eru samtök stuðningsmanna sambandsrikis- ins. En FLOSY og NLF eiga einnig í hörðum deilum innbyrð- is. Flestir þeir, sem myrtir hafa verið, hafa verið Arabar, ekki Evrópumenn eða brezkir lög- reglumenn og öryggisverðir. ★ NASSER OG FLOSY Voldugustu samtökin eru FL- OSY, en helztu leiðtogar þeirra samtaka eru Abduk Qawee Ma- qawee og Abdullal al Asnag. — Maqawee var áður fyrr forsætis- ráðherra í Aden og dvelst nú í útlegð í Kairó. Honum og stjórn hans v.ar vikið frá völdum af Bretum í september 1965, þar sem Bretar töldu að Maqawee hefði misnotað völd sín til efl- ingar FLOSY og þar sem hann neitaði að fordæma hin auknu hryðjuverk í Aden. Stjórnarskrá in var numin úr gildi og Bretar tóku öll völd í sínar hendur, og hefur þetta ástand haldizt ó- breytt. A1 Asnag er leiðtogi Sós- íalistaflokksins og verkalýðssam- bandsins í Aden. Báðir eru tald- ir tiltölulega hófsamir menn. Almennt er álitið, að öfugt við andstæðinga sína til vinstri, NLF, og andstæðingana til hægri, SAL, hafi FLOSY forðazt að beita um of ofbeldisverkum sem tæki í stjórnmálabaráttunni. Hryðju- verkin eru fyrst og fremst verk NLF og SAL, en þó er vitað, að FLOSY hefur staðið fyrir póli- tískum morðum til að standa keppinautum sínum á sporði. Bæði FLOSY og NLF njóta stuðnings Egypta. Fréttaritarar telja hins vegar, að Nasser sé hrifnari af FLOSY. Aðstaða SAL hefur versnað til muna að undanförnu í Aden, segja sömu fréttaritarar, og virð- ist FLOSY og NLF hafa tekizt að lama samtökin að miklu leyti. Brezkir hermenn standa yfir fjörum Aröbum í Ader,, grunaðir eru um að hafa varpað handsprengj- um að brezkum hermönnum. Fyrir aftan hermenn a hefur Aröbum verið stillt upp að vegg og er leitað á þeim að földum vopnum. Kórtið sýnir Aden og furstaríkin í Suður-Arabíusambandinu fyrir- hugaða. Einnig er sagt, að SAL eigi ekki eins mikinn þátt í hryðjuverk- unum og áður. I ★ LAUSARA SAMBAND ? Auk hinna innbyrðis væringa hefur borgarastyrjöldin í Jemen átt mikinn þátt í því að óeirðir hafa aftur brotizt út í Aden. — Nasser forseti hefur stutt lýð- veldissinna í Jemen síðan þeir steyptu imaminum (konung- inum) af stóli 1962 og sent þeim bæði vopn og liermenn. Herlið Nassers dvelst'enn í Jemen og er sífelld ógnun við brezku verndarsvæðin, sem liggja milli suðurlandamæra Jemens og Ad- ens. Lýðveldisstjórnin í Jemen gerir líka tilkall til þessara svæða og til Adens og FLOSY' styður þessar landakröfur. Sköða verður hin auknu of- beldisverk í Aden í nánu sam- bandi við návist hins egypzka herliðs viff suðurlandamæri Je- mens. Návist þessa herliðs hef- ur vakið vaxandi vonir í Aden, ekki sízt meðal þeirra 80 þús. Jemena er þar búa, um að frels- isstundin. og sameining Adens og Jemens nálgist. Líkurnar á því að SÞ finni leið út úr torfærunni eru ekki taldar ýkja miklar. Talað er um möguleika þess, að Suður- Arabíusambandið verði gert lausara í reipunum, þannig að Aden fái aukið sjálfstæði gagn- vart furstadæmunum, bæði stjórnmálalega og hernaðarlega. En byltingarmenn í Aden eru á- reiðanlega lítt lirifnir af slíkri hugmynd þessa stundina, að minnsta kosti meðan Nasser get ur gefið þeim ennþá meira freistandi loforð. ★ V ONARGLÆT A BRETA. Það, sem Bretar verða að hug- leiða er, hvort nokkur mögu- Frh. á 10. síðu. 3 8. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.