Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 9
í desember síðastliðnum komu út fjögur frímerki austur í Kínaveidi og voru þau öll með myndum af rauðum varðliðum, svokölluðum. „Rauðir varðlið- ar” eru félagsskapur eða hreyf- ing, sem mjög hefur gripið um sig meðal ungs fólks í Kína, sér í lagi í höfuðborginni Peking. í svona þéttbýlu og fjölmennu landi etns og Kína er það svo, að ef einhver hugsjón gr.ípur um sig, þá er það likast því, að flóðbylgja skelii yfir. Það gerir múgsefjunin, hjarðarhvötin. Það eru ekki bara nokkur hundruð sálir, sem þramma af stað í kröfugöngur eða halda útifundi, nei, það verða ávallt tugiit þús- unda þátttakenda. Og hvað vilja þeir þá þessir „rauðu varðlið- ar?“ Ja, spyr sá sem ekki veit, en á veggblöðum þeirra sjálfra sem þeir hengja gjarnan á áber- andi staði í Peking, stendur m. a.:' „Við erum allir sannir and- stæðingar úrkynjaðrar borgara- menningar og fylgjendur skoð- ana Mao Tse-tungs.” Það var núna sl. sumar, sem hreyfing þessi færðist verulega í aukana og kallaðí sig „menn- ingarbyltinguna.” Til gamans má geta þess, að varðliðarnir notuðu svo mikið af rauðu fata- efni og rauðum lit yfirleitt, að skortur er nú orðinn á þessu hvorutveggja í Kína. Eitthvað hafa þeir þó átt eftir af rauð- um prentfarfa, því að aðallit- urinn í þessum 4 varðliðafrí- merkjum er rauður, þótt örlítið sjáist af bláum himni á tveim- ur þeirra. Segir á veggspjöld- um' í Peking núna nýlega, að ríkisstjórnin hafi hvatt menn- ingarbyltingarmenn til spa.rn,- aðar á fataefni í rauðum lit. Eru þeir hvattir til að bera rauðu armböndin þangað til þau eru útslitin og að hafa þau jafnvel minni, til þess að spara efnið. Segir á veggspjöldunum, að þetta sé í samræmi við kenning- ar Maós, að bylting og sparnað- ur fari saman. Þessi hreyfing rauðu varðliðanna er nú að fær- ast inn i barnaskólana í Kína. Líkur eru taldar á því, að kín- versk skólabörn verði innlimuð í ný samtök sem líklega verði kölluð „Litlu rauðu herménn- irnir” eða eitthvað þvílíkt. — Námsgreinum skólanna verður þá líklega breytt á þá lund, að aðalnámsgrein hins kínverska skólabarns verður sú, að læra úrdrætti úr ræðum og ritum Ma- ós. Eitthvað ber á andstöðu við hreyfingu þessara og jafnvel andstöðu við Maó sjálfan. Hafa fréttir borizt um átök í sumum héruðum landsins. Ekki er gott að segja um, hvernig hreyfingu þessari reiðir af, en sennilegt er, að þegar mesti galsinn er úr ungdómnum, sem núna skartár rauðu, hjaðni menningarbylting- in niður og ró færist yfir. — Þá færast „rauðu varðliðarnir” yfir á spjöld sögunnar. En minn- ingin um þá lifir m. a. í mynd- unum á þessum skrautlegu, rauðu frímerkjum frá Kína, sem safnarar úti um víða veröld, eru núna þessa dagana, að líma inn í albúm sín. /.j Wt -;'■■■ ■ ■ Úr páskamynd Stjörnubíós, „Major Dundee' Fremitur er Charlton Heston í hlutverki majorsins, WtmímBSBHtt, 1 ySjSmm&f " vjfójBfJtíSgl ÍÍ{!Í!ÍíÍiiÍÍiífÍiÍÍiÍm^^wfj^m§mi M ^ Sr • ■''■• u yjj* gjjjj&JjjjjjjJjjjjjjHjji fff W M nfSm M M wjklBjk m M mHim\ ffl ‘iliplisli S. li ’Íiirrii'.'mmÍ^^iiÍmmi " Æ z, m m§mí Og enn er barizt MAJOR DUNDEE. Stjörnubíó Bandarísk frá 1964. Leikstjóri: Sam Peckinpah. Framleiffandi: Jerry Bresler. ísienzkur texti (stundum). Alveg er ég bit á þeim mönn um, sem vilja telja Sam Peckin pah meðal efnilegra kúrekakvik myndaleikstjóra. Þessi mynd hans Major Dundee, er að sögn sumra er um kvikmyndir fjalla, ágætis mynd og meðal betri kúreka- mynda. Hvað veldur? Mynd þessi er í engu frábrugðin öðrum af því tagi, þar sem reynt er að sýna nógu mikinn hasar á sem hroða- legastan máta, mikil manndráp og blóðug átök. Það er sama helvít is væmnin yfir ástaratriðum hjá kananum, sami kossinn, sama tón listin í bakgrunn og sama kvik myndatakan. í rauninni er það ekkert, sem vekur áhuga manns í þessari mynd fyrir utan eitt atr iði, þegar Dundee lætur drepa einn manna sinn, vegna þess að hann hafði ætlað að flýja. Fleiri oi'ðum er ekki eyðandi á þessa mynd, utan h'vað ég vildi benda forráðamönnum kvikmyndahússins á að annað hvort er að hafa is- lenzka textann frá upphafi til loka eða sleppa honum að öllu. Sigurður Jón Ólafsson. Nr. 1103 Vinningur í aðgöngumiðahappdrætti Alþýðu- flokksfél'aganna í Hafnarfirði var dreginn út í Skrifstofu Bæjarfógeta í gær, föstudaginn 7. apríl. Vinningurinn, sem er. farseðill fyrir tvo, með M.s. Fritz Heckert (18. apríl — 2. maí) kom upp á miða nr. 1103 Eigandi miðans er beðinn að hafa samband við Gunnar Bjarnason í skrifstofu Alþýðn- flokksins í Hafnarfirði. Skrifstofan er opin kl. 5—7 virka daga. — Sími 50499. Aðstoðarlæknissfaða Staða aðstoðarlæknis við handlækningadeild (brjóstholsaðgerðadeild) Landspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1/6 1967. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítal- anna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík fyr ir 15. maí n.k. Reykjavík, 6. apríl 1967, SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Starfsstúlka óskast Starfsstúlku, vana matreiðslu, vantar í eldhús Landspítalans til sumarafleysinga. Upplýsing ar gefur yfirmatráðskonan í síma 24160. Reykjavík, 6. apríl 1967, SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. FRAMVEGIS VERÐUR SÍMI OKKAR 8-2S-S0 3 LÍNUR 8, apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.