Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 2
Yfirborgarfógeti um gialdþrot Kára i Albýðublaðinu hefur borizt greinargerð' frá yfirborgarfó- getanum í Reykjavík, Kristjáni Kristjánssyni, og fjallar liún um afskipti yfirborgarfógeta af gjaldþrotaniálum Rára B. Helgasonar, en eins og menn muna gcrðist sá atburður fyr- ir viku að Kári Iæsti borgarfó- geta inni á uppboðsstað og bar hann þungum sökum, bæði þá strax og síðar í grein, sem öll dagblöðin hafa birt. Fer grein argerð yfirborgarfógeta hér á eftir. Kári B. Helgason hefur ritað í dagblöð borgarinnar lýsingu á emba?ttisfærslu minni í sam- bandi við gjaldþrot hans og fyrirtækja hans. Ég sé elcki á- stæðu til að svara þeim skæt- ingi, sem felst í ritsmíð hans um mig, en vil í fáum orðum lýsa afskiptum mínum af gjald- þrotamálum hans. 1. Þann 16. nóvember barst skiptarétti Reykjavíkur svo- fellt bréf: „Þar sem Almenna bifreiða- leigan hf. Klapparstíg, Reykja- vík, getur ekki staðið í skilum við lánardrottna sína og þar sem sumir þeirra eru farnir að taka eignir úr vörzlu félagsins, þá leyfúm við okkur hér með að óska þess að þér, herra yf- irborgarfógeti, takið bú Al- mennu bifreiðaleigunnar hf. til igjaldþrotaskipta. Skrá um eignir og skuldir hlutafélagsins verður afhent eins fljótt og unnt er. Stödd í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. F.h. Almennu bifreiðaleig- unqar hf. Kári B. Helgason (sign.) Þórlaug Hansdóttir (sign.) María Helgadóttir (sign.) Samkvæmt þessari beiðni var bú Almennu bifreiðaleig- unnar hf. tékið til gjaldþrota- skiptameðferðar, með úrskurði uppkveðnum 26. nóv. 1965. Upp skrift á eignum búsins fór fram 7. og 9. desember 1965 og fram kvæmdi uppskrift þessa Jónas Thoroddsen bæjarfógeti að við stöddum framkvæmdastjóra fé- lagsins Kára B. Helgasyni og benti hann á 'þá bíla, sem hluta- félagið ætti, 36 að tölu, auk annarra eigna. Innköllun var síðan gefin út 27. nóvember 1965. Á skiptafundi sem hald- inn var 30. nóv. 1965 voru mættir 9 kröfuhafar eða um- boðsmenn þeirra, og var þá ákveðin uppboðssala á 14 bif- reiðum tilheyrandi búinu. Á skiptafundi 10. des. 1965 voru mættir nokkrir umboðsmenn kröfuhafa, sem kröfðust sölu á opinberu uppboði á þeim bif reiðum, sem þá voru enn óseld- ar og hélt bæði þessi uppboð Þórhallur Einarsson fulltrúi. Af hálfu Kára B. Helgason- ar komu hvorki fram á skipta- fundum né í úppboðsrétti mót mæli gegn sölu bifreiðanna. Allir skiptafundir voru þó lög- lega boðaðir og uppboðin aug- lýst á venjulegan hátt í da‘g- blöðum borgarinnar. Lýstar kröfur í þrotabú þetta námu samtals kr. 4.487.096,18 m.m. 2. Með úrskurði uppkveðnum í skiptarétti Reykjavíkur 26. janúar 1966 var bú Kára B, Hel^asonar ‘telálð til skipta- meðferðar, sem gjaldþrota, skv. kröfu Magnúsar Fr. Árnasonar hrl., dags. 1 des. 1965 og Brands Brynjólfssonar lidl. dags. 18. jan. 1966. Uppskrift á búi þessu fór fram að viðstöddum þrota- manni Kára B. Helgasyni, 3. febrúar 1966 og benti hann á eignir búsins. Uppskrift þessa framkvæmdi borgarfógeti Jón- as Thoroddsen. Innköllun til 'skuldheimtumanna búsins var gefin rit 10. febrúar 1966. Lýstar kröfur í bú þetta námu samtals kr. 10.775.086,99 ag eru þar með ekki taldir ýmsir kostnaðarliðir í sambandi við skiptin. Skiptafundir voru haldnir í búi þessu af borgarfógeta Unn- steini Beck dagana 3. nóv. og 7. des. 1966 og 28. marz 1967. Á skiptafundi, sem haldinn var 3. nóv. 1966 var ákveðin upp- boðssala á eignum þessa. bús, þ.á.m. á hluta þess í Njálsgötu 49, en á þeim fundi vöru mætt ir flestir kröfuhafar í búinu. Gjaldþroti Kári B. Helgason mætti þar einnig sjálfur til að leiðrétta upplýsingar, sem hann hafði gefið borgarfógeta við upphaflega uppskx-ift búsins. Hann óskaði þó ekki að sitja fundinn til enda, þótt hann vissi, að ákvörðun ýrði tekin um ráðstöfun eignanna. Samkvæmt þessari ákvörðun skiptafundarins í búinu, var á- kveðin uppboðssala á liluta bús ins í Njáls'götu 49, og var það uppboð auglýst í 77. 14. og 16. tbl. Lögbirtingablaðsins 1967 og auk þess í 5 dagblöðum borg- arinnar nokkru fyrir uppboðs- dag. Rétt áður en uppboðið skyldi hefjast kom í ljós, að vafi lék á því hvort tiltekin veðsetning á ‘húsinu Njálsgötu 49 næði aðeins til eignarhluta Kára eða til alls 'hússins og þótti því nauðsynlegt að fresta uppb.oðssplunni þar til örugg- Framhald á 15-. síðu. Bifvélavirkjar heimila verkfall Aðalfundur Félags bifvélavii’kja var haldinn þriðjudaginn 28. marz 1967 og var vel sóftur. Formaður flutti ársskýrslu félag ins, kom þar m.a. fram að samn- ingar félagsins við atvinnurek- endur gengu úr gildi á sl. ári. Ekki hefur náðst samkomulag um nýja samninga, þótt aðeins væri farið fram á sömu kjarabætur og mörg önnur stéttarfélög sömdu um á sl. ári. Fjárhagur félagsins er igóður og varð veruleg aukning eigna á lárinu. Félagsmenn eru nú 182 og hefur þeim ‘heldur fjölgað á liðnu ári. Félagið keypti á árinu hús- eignina að Skólavörðustíg 16 á- samt nokkrum öðrum verkalýðs- félögum og mun bráðlega flytja aðsetur sitt þangað. Stjórn féla'gsins er nú þannig skipuð: Form: Sigurgestur Guð- jónsson, varaform.'- Karl Árnason, ritari: Gunnar Adólfsson, gjald- keri: Eyjólfur Tómasson, vara- gjaldkeri: Svavar Júlíusson. Gj\ld Sinfóníutón- leikar í Bifröst Sinfóníuhljómsveit íslands held ur tónleika á vegum Tónlistarfé- lags Boi'garfjarðar í Bifröst, fimmtudaginn 13. apríl klukkan 21.30. Stjói’nandi tónleikanna verður Bohdan Wodiczko, aðal- hljómsveitarstjóri hljómsveitar- innar, og| einsöngvari verður Guð mundur Guðjónsson óperusöngv- ari. Á þessum tónleikum, sem eru 2. tónleikar Tónlistarfélags Borg- arfjarðar, flytur hljómsveitin verk eftir Grieg, Bizet, Haydn og We- ber. Guðmundur Guðjónsson syng ur með hljómsveitinni íslenzk lög eftir Pál ísólfsson, Árna Thor- steinsson og Eyþór Stefánsson. keri Styrktarsjóðs var kjörinn Árni Jóll,nnnesson og gjaldkeri Eftirlaunasjóðs Sigþór Guðjóns- son. . 'j Um kjaramálin var gerð eftir- farandi samþykkt með öllum at- kvæðum: ,,Aðalfundur Félags bifvéla- virkja, haldinn 28. rnarz 1967 sam þykkir eftirfarandi: Með tilliti tii þess að samningaviðræður þær, milli sveinafélaganna og Yinnu- veitendasambands íslands hins vegar, sem staðið hafa frá 26. sept. 1966, hafá verið árangurs- lausar, og að tillögum bifvéla- virkja um tilsvarandi kjarabætur þeim til handa o'g jafnháir og kauphærri launþegar fengu sl. sumar, hefur verið hafnað af at- vinnurekendum, og að atvinnu- rekendur hafa heldur ekki viljað gera rammasamning um ákvæðis vinnutaxta, þá 'felur fundurinn trúnaðarmannaráði félagsins aW boða vinnustöðvun þegar því þyk- ir nauðsynlegt til að knýja á um samningagerð í samráði við önn- ur félög innan ASÍ.“ j Félag bifvélavirkja iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiniM. Aððlfundur B.Í. | hðldinn á Sögu | Aðalfundur Blaðamannafé- = laixs íslands verður haldinn I í innri sal Súlnasalar Hótel | Sögu á morgun, sunnudag, | og hefst hann kl. 2. e.h. eins | og áður hefur Verið tilkynnt. | Stjórnin 1 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Sigurvegarar halda utan Reykjavík — KB í gærmoi'gun fóru sigurvegararnir úr spurningakeppninni Sýslurnar svara utan með Loftleiðaflugvél- inni Guðríði Þorbjarnardóttur, en verðlaunin í keppninni eru vi'ku utanlandsför. Með þeim er af út- varpsins lxálfu Stef'án Jónsson útvarpsmaður og er hann farar- stjóri þeirra, en Loftleiðir ann- ast ýmsa fyrirgreiðslu fyrir þá. Á flugvellinum í Luxemborg tók á móti þeim umboðsstjóri Loft- leiða í boxiginni og mun skrifstofa flugfélagsins sýna þeim borgina í dag. Myndina hér til hliðar tók Heim ir Stígsson við brottför þeirra fé- laga í gærmorgun, og sjást á henni frá vinstri: Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka, séra Einar Guðnason í Reyltholti og Sigurð- ur Ásgeirsson bóndi á Reykjum, en það var sveit Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu sem bar si'gur úr být um í keppninni, eins og kunnugt 2 8. apríl 1967. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.