Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 3
::V Danskennarasamband íslands gengst fyrir nemendasýning-u í Austurbæjarbíó í dag og á morgun, og' standa að sýningunni allir þeir dansskólar, sem eru innan sambandsins og verða þar sýndir balettar, barnadansar, step og samkvæmisdansar. Mynd in er af einu atriði sýningarinnar, ballettinum Árstíðirnar. Víx-.::-:: Deilt um verkstjórn víð smíði dráttarbrautar Finnur Jónsson íistmálari hjá mynd sinni „síðustu geirfuglshjónin". Sýning á verkum 16 listamanna I dag verður opnuð í Listasafni íslands sýning á verkum 16 ís- lenzkra listamanna, þeirra, er komu heim til íslands frá námi á órunum 1920—1930. Nína Sæ- mundsson arfleiddi Listasafn ís- lands að nokkrum verkum sínum og eru þau sýnd nú ásamt verk- um 15 annarra listamanna og eru þau öll í ei'gu Listasafnsins. Á sýningunni eru höggmyndir og málverk eftir Nínu Sæmundsson, málverk eftir Gunnlaug Blöndal, Guðmund frá Miðdal, Finn Jóns- son, Jón Þorleifsson, Brynjólf Þórðarson, Svein Þórarinsson og konu hans Karen Agnete Þórar- insson, Kristin Pétursson, Eggert Laxdal, Freymóð Jóhannesson, Róstur vegna komu Humphreys til Frakklands PARÍS, 7. apríl (NTB-Reuter) - Lýgreglumenn og óróaseggir flug- ust á í París í dag þegar Hubert Humphreý, varaforseti Bandaríkj anna kom í heimsókn. 129 manns Framhald á 15. síðu. Kristján Magnússon, Ólaf Túbals, Höskuld Björnsson, Ásgeir Bjarn- þórsson og Magnús Á. Árnason. Forstöðúkona listasafnsins, Sel- ma Jónsdóttir skýrði blaðamönn um frá sýningunni í gær og 'gekk með þeim um sýningarsalinn. Selma sagði m.a. að ekki hefði verið unnt að koma fyrir öllum Framhald á 15. síðu. Akureyri, Reykjavík — SJ, SJÓ Deila er risin upp milli Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar annars vegar og Akureyrarkaupstaðar hins vegar um yfirstjórn fram- kvæmda við smíði dráttarbrautar á Akureyri. Hefur Vita- og hafn- armálaskrifstofan látið stöðva verkið, af því að Akureyrarkaup- staður hefur ekki fallizt á að verk- stjóri frá Vitamálum stjórnaði verkinu. Alþýðublaðið leitaði nánari upp lýsinga hjá fréttaritara sínum á Akureyri um málið, en hann hafði samband við settan bæjarstjóra Ak ureyrar, Valgarð Baldvinsson, og fórust honum orð á þessa leið: •„Svo sem kunnugt er, var á sl. ári samþykkt í bæjarstjórn Akur- eyrar að ráðast í byggingu drátt- arbrautar á Oddeyri fyrir allt að 2 þús. tonna skip. að eigin þunga og viðlegukant norðan hennar. í samvinnu við vitamálastjóra og Innkaupastofnun ríkisins voru vor ið 1966 gerðir samningar um kaup ó. efni til þessarar mannvirkja- gerðar og hafa þe'gar verið fest kaup á efni fyrir 20 millj. kr., en samkvæmt áætlun vitamálastjóra er heildarkostnaðurinn áætlaður 42 milljónir króna. Samkvæmt lögum um hafnar- gerð og lendiúgarbætúr ber ríkis- sjóði að greiða 40 próáent af heild arkostnaði við gerð slíkra mann- vii'kja, enda séu allar ályktanir samþykktar af samgöngumálaráðu neytinu. Ennfremur er það skil- yrði fyrir styrkveitingu úr ríkis- sjóði, að framkvæmdir :séu unnar undir umsjón vitamálastjóra eða annarra manna, sem samgöngu- málaráðuneytið samþykkir. Undanfarið hafa farið fram um- ræður milli hafnarnefndar og vita málastjóra varðandi framkvæmd- ir verksins. í janúar sl. kom vita- málastjóri til Akureyrar og ræddi við hafnarnefnd, og í för hafnar- nefndar til Reykjavíkur í febrúar náðist samkvæmt bókun hafnarnefndar, fullt samkomulag um að hafdarsjöður Akureyrar sæi um framfcvæmdir verksins. í samræmi við þetta samkomulag var gerður vinnusamningur við Framhald á bls. 15. Sigurður Guðmundss. Jóna Guðjónsdóttir Helgi Helgason Stjórnmálakynning verður í dag Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykja- vík hefst á morgun í Ingólfskaffi kl. 15. Félagsmálanefnd skil- ar áliti. Frummælandi Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri, scm ennfremur svarar fyrirspurnum; Fundarstjóri verður Jóna Guðjónsdóttir formaður verkakvennafélagsins Framsóknar en fundarritari Helgi E. Helgason. stud. jur. Flokksfólk er hvatt til þess að sækja fundinn og taka virkan þátt í umræðum og bera fram fyrirspurnir. vegna Freyju Reykjavík — KB Ejársöfnun er nú hafin til að- standenda þeirra manna, sem fór- ust með Freyju frá Súðavík 1. marz sl. Taka öll dagblööin í Rvík við framlögum til söfnunarinnar. Ekknasjóður íslands hefur ákveð- ið að leggja 100 þúsund kr. fram til söfnunar þessarar, en það er mestur liluti þess fjár sem safn- aðist á hinum árlega fjáröflunar- degi sjóðsins fyrir skömmu. Þá mun biskupsstofa einnig taka á móti frekari fjárframlögum til söfnunarinnar. 8. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.