Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 13
Framhaldssaga effir Asfrid Estberg ÉG ER SAKLAUS ... «1986 O. S. S. 117 Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný, frönsk sakamála mynd. Mynd í stíl við Bond myndirnar. Kerwin Mathews Nadia Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. SumariS með MONSKU Ein af beztu myndum Ingmar Bergmans. Harriet Andersson Sýnd kl. 9. — Ein í hendi — tvær á flugi — JERRY LEWIS. Sýnd kl. 5 og 7. FIÖLEÐMN * ÍSAFIROI 5EEURE EINANGRUNARGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sírni 30120. Pósthólf 373. IVEassey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gers við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. simi 30662. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður LÖ GFRÆÐISKRIFSTOF A Sambandshúsinu 3. hæð. Símar: 23338 — 12343_ því ekki annað en þý.., — Er trúlofun í vændum? spurði kona nokkur með áhuga. — Nei, svaraði Hákon. — Af hverju eruð þið svona leyndardómsfull? spurði Louise. — Gömul ást fyrnist aldrei! Ég er hrædd um að þú takir Merete með þér til Ameríku! — Ég geri mitt bezta, svar- aði Hákon. Merete starði á þau. Héldu þau að hún ætlaði að giftast Hákoni? En allt var betra en þau vissu að hún elskaði Ulrik. — Datt mér ekki í hug, sagði Louise. — Það er slæmt fyrir okkur hin. En við erum öll eig- ingjörn. Vitanlega býður Amer- íka upp á mikið ef maður er áiíka hæfileikamikill og Merete. Ég öfunda þig. Ég get ekkert annað en hugsað um heimili og. . . — Það er ekki sem verst, sgaði Hákon. — Það er auðvelt að fá vinnu við húsverk over there. Louise roðnaði og fór að tala um nýtt umræðuefni við borð- herra sinn. — Þú áttir ekki að segja þetta, hvíslaði Mereje að Há- koni. Hann gretti sig. — Því ekki það? Meðan hún er ekki gift Ulrik er hún aðeins ráðskona. Þú veizt, að ég hef ekkert á móti því að trúlofast þér, en það er ekki hennar mál. Eftir matinn fóru gestirnir og horfðu á bálið, sem leiftr- aði á hinni björtu Jónsmessu- nótt. Merete sá Ulrik af og til. Hann gekk eyrðarlaust um milli gestanna. Á eftir var dansað undir marg litum ljósum. Per bauð henni upp Jensen bókari, vinnumenn- irnir. . . Ulrik hafði ákveðið að gera það ekki. En hann gat ekki varist þvi að fylgjast með við hverja hún dansaði. Hann varð að gera skyldu sína sem gestgjafi og dansa við allar kon- urnar. En Jónsmessunóttin var björt og löng. Skyndilega kom hann auga á Merete beint fyrir framan sig. Hafði hann ekki þráð hana nægilega lengi? Þau tóku hvorugt eftir því að Oluf gamli fór upp á hljóm sveitarpallinn. — Nú skuluð þið spila strák- ar, sagði gamli smiðurinn. — Ekkert hlé lengi. Hvert lagið á fætur öðru. Skiljið þið? svo fór hann. — Svo þú ætlar til Ameríku, sagði Ulrik eftir að þau liöfðu dansað lengi þegjandi. — Því skildi ég ekki fara þang- að, sagði Merete og yppti öxj- um. — Ég var að vona að þú yrð- ir hér, sagði Ulrik. Merete svar- aði ekki. — Ferðu með Hákoni? — Nei. Hann lofaði að útvega mér vinnu fyrst. — Ég vona að hann fái ekki vinnu handa þér í bráð, sagði Ulrik. — Það er erfitt að fá góða einkaritara. — Ég veit það en kannski þú fáir betri starfskraft allavega einhverja, sem ekki tínir kaup- listunum. — Hugsaðu ekki um þá. Ég var búin að segja þér það. Af hverju fórstu að gráta meðan þú dansaðir við Hákon um dag inn? — Ég átti ekki að gera það, en ég gat ekki annað. Hann sagði svolítið, sem gladdi mig ósegjanlega. — Hvað sagði hann? Að hann elskaði þig? 17 Merete hristi liöfuðið og bros kom í augu hennar. — Nei, það var dálítið, sem hann ætlar að hjálpa mér að leysa. — Ég vildi ég gæti hjálpað þér, sagði Ulrik, — en þú treyst ir mér ekki. — Jú, það geri ég, sagði Mer- ete sannfærandi. — Hvað var það þá? — Ég get ekki sagt þér hváð það er, Ulrik. En ég vona að ég geti það seinna, ef þú þá hefur áhuga fyrir því, — Ég hef það. iíann tók fast um hana. Hún gleymdi Louise og varir hans snertu gagnaugu hennar. Jóns- messunóttin var dásamleg. Að hvíla í faðmi Uiriks að finna trúna inn milli þeirra. . . Hljómlistin var æsandi og laðandi. Hún gat ekki farið frá óðal- inu. Farið til Ameríku? Hún gat það ekki. Henni bar að .vera hér, í návist hans. Hún gat ekki þolað Louise. Af hverju héldu þeir sífellt á- fram að spila? Ulrik og Merete gáfu sig hljómlistinni á vald. . . þau dönsuðu og gleymdu heim- inum umhverfis sig. En í runnunum raulaði gam- all smiður glaðlega lögin sem hann ekki kunni. 17. KAFLI Lauf trjánna varð dekkra. Ulrik kom með tösku Hákons. —Þú gætir verið í fáeina dag;a til, sagði Louise. — Það verður tómlegt, þegar þú ferð. Hákon hló. Hve oft hafði hún ekki sagt eitthvað álíka? Þetta var eins og kaffiboð. FáýSu þér eina köku í viðbót. — Ég hef verið hér alltof lengi, sagði hann. — Þið verð- ið þreytt á mér. — Ætlarðu til Fjóns og Jót- lands? spurði Ulrik. Hákon hikaði augnablik. Eig- inlega hafði það verið ætlun hans í fyrstu en nú. . . Hann leit á Merete. — Nú, svaraði hann. — Ég þarf að gera ýmislegt hérna á Sjálandí.' Ulrik kveikti í pípunni. Hvað merkti þetta augnaráð, sem fór á milli Hákons og Merete? Hún vissi vitanlega hversvegna hann hafði hætt við að ferðast um Danmörku og sjá gamla staði. Var það hennar sök? Hann varð að vita það, ekki af forvitni einni saman heldur vegna þess, að þetta tók hug hans dag sem nótt. Það var gott að hann vissi ekkert um hana. Að vera lok- aður úi — og vita að Hákon átti allan hennar trúnað. Hann gekk á jörð, sem átti að til- heyra Ulrik Norman. Það var til einskis að spyrja hana. Hún var- svo hlédræg, svo varkár með leyndarmál sitt. Hann hafði ekki verið einn með henni frá því að hann dansaði við hana á Jónsmessunótt þenn- an langa dásamlega dans, sem enn bjó í líkama hans. Louise hafði vakað yfir honum síðan, aldrei yfirgefið hann, allra sízt þegar Merete' var nærstödd. Hún hafði auga með þeim. Hann langaði ósegjanlga til að senda hana burtu. Hann rétti Hákoni höndina og óskaði honum góðrar ferðar um leið og hann þakkaði hon- um fyrir komuna. Hann bauð hann velkonminn hvenær sem væri. Um leið létti honum. Það var gott að sjá á eftir Hákoni. Honum fannst hann fá Mer- ete aftur — að láni. — Veslings Merete, við verð- um að reyna að finna eitthvað, sem gleður þig, sagði Louise og tók um hönd Merete. Hún liló. — Það er fallegt en ónauðsyn- legt. Ég get deyft sorgina með vinnunni. — Hákon kemur bráðum aft- ur, sagði Louise huggandi. — Þá farið þið til Ameríku vina mín. Mér skilst að hann vilji það svo gjarnan. — Er það? Merete tók höndina til sín og elti Ulrik að skrifstofunni.. Hann hafði hert á göngunni þegaf Louise fór að tala. Það var und- arlegt með Louise. Hún kom alltaf fólki til að finnast það vera asnalegt. Vinátta hennar var þröngvandi og uppgerð. Víst myndi hún sakna Hákons en ekki þannig. Eiginlega sakn- aði hún hans aðeins þegar hún var nálægt Louise. Hákon vernd aði hana einhvern veginn fyrir Louise. Hann gaf henni styrk. Mest vegna þess að hann — eins og hún — trúði að hún væri saklaus og að Vilhelmsen hefði ekið bílnum. Ef lögreglan fyndi hann að- eins og kæmi upp um hann. En Karsle yfirlögregluþjónn hafði lofað að hringja um leið og ein- hverjar fréttir væru. Þegar hún væri hreinsuð af öllum grun ætlaði hún að segja Ulrik allt af létta. > Dag nokkum í byrjun júlí kom Per hlaupandi inn á skrif- stofuna. —Ég verð að tala við óðals- eigandann, sagði hann og opn- aði sjálfur dyrnar inn á innri skrifstofuna. — Vatnið á ánni rís. Það verður flóð. Það er vegna rigninganna undanfarið. Ulrik spratt á fætur. — Skollinn sjálfur. Ef við gætum aðeins fengið stíflu. Nú verðum við að byrja upp á nýtt. Ég hringdi á aðstoð umsvifa- laust. Per settist á stól í fremri skrifstofunni á meðan. — Ég sá þig uppi á þaki um daginn sagði Merete. —Smiðurinn sá að það rauk "fe, einum reykháfnum sem ekki er notaður lengur. Við héldum að eitthvað væri að en það var víst bara grú Rasmussen að brenna gömul ástarbréf, sagði hann glottandi. Merete hrökk í kút. Þetta hafði gerst sama dag og Hákon kom. Daginn, sem hún hafði leitað að glötuðu kauplistunum. Þá hafði Louise Rasmussen brennt bréf í ofni, sem hætt var að nota. En listarnir höfðu legið í tösku Ulriks og taskan. . . Gat hann hafa hent henni frá sér í íbúðarhúsinu og listarnir dottið úr henni? Eða. . . Merete hristi höfuðið. Það var furðu- legt að brenna bréf í gömlum ofni sem ekki var notaður leng- ur og það í húsi þar sem fullt var af bréfakörfum. Nú var mið- 8, apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.