Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 10
( Hið stórbrotna leikrit Marat/Sade hefur nú verið sýnt 12 sinnum í Þjóðleikhúsinu. Allir leikdóm- t-endur dagblaðanna eru sammála um að hér sé um að ræða mjög sérstæða og markverða sýningu |og hafi hún tekizt í alla staði vel hjá Þjóðleikhúsinu. Um 40 leikarar taka þátt í sýningunni og eru •þeir á sviðinu allt frá byrjun sýningar til loka he inar. Tónlist, Richard Peslee, er mjög skemmtileg -og fellur vel að anda verksins. Myndin er af einu hópatriði leiksins. Næsta sýning verður laugardag- inn 8. apríl. Bækur ÍTramhald af 7. síSu. • hafi aldrei slegið í gegn á ís- 1 landi, „sem kallað er með ljótri dönskuslettu,” sé þó eitt til marks um að ekki sé hann með öllu dauður: „Og það er sú ^ta'ð- t reynd að snilldarandar þjóðar- ‘ innar, meira að segja hin þriðja snilldarandakynslóð í minni ævi, eru enn jafn óðfúsir og nokkru sinni að úthúða þessu skáld- • menni og lumbra á því í víga- . hug eins og böldnum krakka hve- nær sem það dirfist að senda frá sér einn bækling enn. Aðrir um- bera mig af stóru veglyndi sínu.“ Atarna var skrýtin sjálfs- mynd! Það má vera að leikritum .. Halldórs Laxness hafi verið tek- ið miður kurteislega í sumum - blöðum í vor.. En er ástæða að taka það svona upp, og það ein- - mitt þegar nýjasta leikrit hans hefur „slegið í gegn” svo ekki verður um villzt? Þvert á móti hygg ég að andúð manna standi ekki Kiljan fyrir þrifum nú til . dags hvað sem hefur verið; hitt ^ má vera að skefjalaus aðdáun les , enda hafi stundum hamlað fyllri notum þeirra af verkum síns . mikla höfuðskálds. Hvað um það: vonandi leyfist mér að afbiðj'a einkunnina /,snilidarandi” þó mér þyki ekki hema miðlungi til koma síðustu bókar hans. — Ó.J. Kastljós Frarnhald úr opnu. f‘ leiki sé á því að fá Egypta til •' að sýna meiri samstarfs vilja. í • Þessu sambandi má geta þess, að Bandaríkjamenn hafa ekki vilj- s aS- verða við þeirri bón Nassers. • að senda Egyptum hveiti sam-: ' kvæmt ,,-Food for Peace”-áætl- ■ uninni. Hins vegar ér heldur ó- • sertnilegt, að þetta eitt geti; nokkur áhrif haft á s’tefnu Eg- ypta á Arabíuskaga, enda þótt þörf þeirra á bandarískri hjálp sé gífurleg. Stjórnin í London virðist einnig binda nokkrar vonir við FLOSY-leiðtogann, al Asnag, sem virðist síður en svo vera nokkur aðdáandi Nassers for- seta, og telur að hann kunni að valda misklíð milli Kairó og sam takanna. Þar með gæti hann veitt SÞ betra tækifæri til að geta hafið viðræður við þjóð- ernissinna en SÞ hafa nú. Hvað sem öðru líður, virðist SÞ-nefnd- inni ekki hafa tekizt að finna neina glufu til samkomulags að þessu sinni, en þegar fram í sækir er ekki óhugsandi að vest- urveldunum takist að þjarma svo mjög að Nasser, að áhrif hans í FI.OSY dvíni, að draga muni úr morðöldinni í Aden, — að Bretar geti yfirgefið Aden og falið SÞ friðargæzlustörf og að pólitísk lausn finnist á þeim umþóttunartíma, sem þá hlýtur að hefjast. NáttúrufræÓángar Framhald af 6. síðu. lögum falið að fjalla um kjör náttúrufræðinga. Telur fundur- inn, að reynsla undanfarinna ára hafi sannað. að BSRB hafi ekki sýnt kjaramálum og sérstöðu nátt- úrufræðinga og annarra háskóla- manna nægilegan skilning. Treyst ir fundurinn því, að Bandalagi háskólamanna verði hið fyrsta veittur fullur samningsréttur fyr- ir hönd aðildarfélaga sinna. Fullgildir félagsmenn, nú 57, eru náttúrufræðingar, sem hafa viðurkennda námsgráðu í ein- hverri grein náttúrufræða, og eru að aðalstarfi náttúrufræðingar við rannsóknarstofnanir, sVo sem rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna, veðúrstofu og náttúrufræði- stofnun. FjÖlmennastir erú veð- urfræðingar, fiskifræðingar og jarðfræðingar. Formaður félagsins er nú Bjarni Helgason og aðrir í stjórn Markús Einarsson, Bergþór Jó- hannsson, Gunnar Ólafsson og Svend Aage Malmberg. Fulltrúi þess hjá BHM er Jónas Jónsson. BÍLA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg Sími 2 3136 SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012. I fi L L í i0' apríi 1967 -- AtÞÝÐUBlAÐIÐ Fermingarskeyti Landssímans Símar 06 og 11005 Tekið verður á móti fermingarskeytum í síma 06 og 11005 kl. 13—20 á laugardag og kl. 10—20 á sunnudag. Til að forðast óvenjulegar tafir á skeyta- sendingu á sunnudag, er mönnum ráðlagt að senda skeytin á laugardag, en þau verða þó ekki borin út fyrr en á sunnudag. RITSÍMASTJÓBI. Læknisstaða Staða sérfræðings í brjóstholsaðgerðum við handlækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá- 1/6 ’67. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítal- anna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík fyr ir 15. maí n.k. , Reykjavík, 6. apríl 1967, SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. srt&m* Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi KEFLAVÍKURFLUGVALLAR Samkvæmt umferðarlögunum tilkynnist, að aðalskoðun bifreiða fer fram 12., 13. og 14. apríl n.k. Bífreiðaskoðunin fer fram við lögreglustöðina ofangreinda daga frá kl. 9—12 og 13—16 30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur og sýnd skulu skilríki fyrir lögboðinni vátrygg- ingu og ökuskírteini lögð fram. Ennfremur skulu menn framvísa ljósastill- ingarvottorðum. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðun- ar á áður auglýstum tíma verður hann látinn sæta ábyrgð skv. umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna mér það bréf- lega, Athuga ber, að þeir er hafa útvarpstæki í bif- reiðum sínum skulu hafa greitt afnotagjöld þeirra, er skoðun fer fram. Þetta tilkynnist öllum er hlut eiga að máli Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 4. apríl 1967. BJÖRN INGVARSSON.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.