Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 11
l=Ritsti6rj Qrn Eidsson KÖRFUI&kSATTLEIKUR: ENN SIGRUÐU KR OG ÍR Reykjavík, — GÞ. í fyrrakvöld voru leiknir tveir Ieikir I fyrstu deild íslandsmóts ins I Körfuknattleik. ÍR sigraði KFR í fyrri ieiknum og KR sigraði Ármann með miklum yfirburð- um í þeim síðari. \ ÍR — KFR 82—68. Eftir úrslitum síðustu leikja þessara liða að dæma, þar sem KFR vann Ármann með 15 stigum en ÍR sigraði sama lið með • að- eins tveim stigum, hefði mátt bú ast við jafnri keppni a. m. k., en J>ví var ekki að heilsa. Eftir frek ar jafna byrjun höfðu ÍR-ingar iill völd í leiknum. Notuðu þeir mikið hraðupphlaup sín og stungu lata KFR-inga af í sókninni. í hálfleik var staðan 45—30 fyrir ÍR, 15 st. munur, sem jókst í 24 Stig um tíma í síðari hálfleik, en KFR-ingar sóttu aðeins í sig veðr ið undir lokin og minnkuðu bil ið í 14 stig, 82—68. Skúli Jóhanns son átti góðan leik og skoraði 25 stig, og Birgir Jakobsson stóð fyr ir sínu eins og venjulega og skor- aði 22. Agnar skoraði 15 stig. Stórskyttan Þórir Magnússon, KFR var stigahæstur í leiknum með 35 stig, enda endar venju- lega sókn KFR á skoti frá hon- um. Þó hefur Marinó eitthvað fengið að skjóta, skoraði 14 stig, og Einar skoraði 10. Dómarar voru Jón Eysteinsson og Hilmar Ingólfsson. KR — ÁRMANN 74—33. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, tóku pressuna í gagnið og tókst að rugla Ármenninga svo í ríminu að þeir grýttu boltanum hvað eftir annað í hendur KR- inga. Eftir 9 mínútna leik var staðan 21-0 fyrir KR, en það sem eftir var hálfleiksins áttuðu Ár- menningar sig nokkuð og var staðan í hálfleik 35-13. Síðari hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri, KR-ingar skoruðu venju- lega 2 körfur fyrir hverja eina frá Ármenningum og lauk leikn um með 41 stigs sigri KR., 74— 33. Einar með 17 stig, Hjörtur 16 og Guttormur 12 voru aðalmenn KR-inga í þessum leik, en einn- ig átti ágætan leik nýliðinn Brynj ólfur sem skoraði 12 stig. Allt Frambaid á 15. síðu Kolbeinn Pálsson I Kolbeinn er 21 árs rakara nemi, 179 cm á hseð. Ilann leikur hægri bakvörð í KR- liðinu og er einn hættuleg- asti maður liðsins, vegna hraða síns og hittni. Snjall í knattmeðferð og gegnum- brotum og var kjörinn f- þróttamaður ársins 1966 fyr ir frábæra frammistöðu, m. a. í Polar Cup I Danmörku, þar sem hann skoraði sigur stigið úr vítakasti á síðustu sekúndum framlengingar. Kolbeinn hefur leikið 9 landsleiki, oft sem fyrirliði, eg var í unglingalandsliðinu, sem Iék í París 1963. Myndin er frá leik Keflavíkur og KR í fyrrasumar. KNATTSPYRNAN HEFST 20. APRÍL Reykjavík, ■— Hdan. Áformað er að Reykjavíkurmót ið í knattspyrnu hefjist á sumar daginn fyrsta. Litla bikarkeppnin liefst að öllum líkindum um svip að Ieyti, fyrsti landsleikxu-inn á sumrinu verður háður 21. maí' og Reykvíkingar heyja bæjar- keppni við Akurnesinga og Kefl- víkinga í maí. Á þessari upptalu ingu sést, að mikið verður um að vera í knattspyrnulífinu á næst- unni. Ef Melavöllurinn verður kom- inn í keppnisfært ástand, liefst Reykjavíkurmótið í knattspyrnu 20. apríl með leik milli Vals og Víkings. Mótið heldur síðan á- fram 23. apríl með leik Fram og KR, en daginn eftir leika svo Þróttur og Víkingur, Áætlað er að mótinu ljúki síðan 11. maí. Fyrsti stórleikurinn verður 4. maí en þá heyja Reykvíkingar og Akurnesingar bæjarkeppni. Leik- Hermannsmótið á Akureyri Akureyri, SJ—Hdan. Síðari hluti Herfmannsmótsins á Akureyri fór fram í Hlíðarfjalli sl. laugardag. Keppt var 1 svigi 1 flokki karla og kvenna. í kvennaflokki voru hlið 37, brautarlegnd 290 m og fallhæð 120 metrar. Sigurvegari varð Kar- olína Guðmundsdóttir á 85.0 sek. og var hún eini keppandinn sem lauk keppnl. í karlaflokki urðu úrslit þess: 1. ívar Sigmundsson, KA 103.5 2. Reynir Brynjólfsson, Þór 104.9 3. Magnús Ingólfsson, KA 105.7 Keppendur í karlaflokki voru 20, en brautarlengdin 480 m, hlið 57 og fallíhæð 180 m. í Alpatvíkeppni urðu úrslit þessi: Stig. 1. ívar Sigmundsson, KA 2,94 Hlaut Hermannsbikarinn í ann að sinn í röð. 2. Ma'gnús Ingólfsson, KA 11,20 3. Reynir Brynjólfsson, Þór 13,11 ir milli þessara aðila hafa verið árlegur viðburður mörg undanfar in ár og hefur oltið á ýmsu með úrslitin. Skömmu síðar, eða 17. maí verður bæjarkeppni milli Reykjavíkur og Keflavíkur og er ekki að efa, að sá leikur verður mjög skemmtilegur. Marg ir landsleikir verða háðir á árinu, en eins og kunnugt er varð KSÍ 20 ára nýlega og af því tilefni hefur sambandið ákveðið mjög skemmtilegt og fjölbreytt lands- leikj aprógramm. Austur-Þjóð- verjar koma með sitt sterkasta lið og leika landsleik hér 21. maí. Þ'á er í ráði að Austur-Þjóðverj- ar leiki tvo aukaleiki á vegunv Vals, sem á vorheimsóknina. Dagana 3., 4. og 5. júlí fer fram keppni milli Svía, Norðmanna og íslendinga og verða liðin skipuð leikmönnum undir 24. ára aldri. Sigurvegar- in í keppninni hlýtur að Iaunura bikar, sem KSÍ gefur til keppn innar. 20. júlí koma Færeyingar í heim sókn og leika landsleik við B-lands liðið og 14. ágúst er svo leikur við áhugamannalandslið Englend inga. Landsliðið heldur síðan ut an og leikur landsleik við Dani í Kaupmannahöfn 23. ágúst. Ennþá mun ekkert ákveðið með landsleikina við Spánverja í undankeppni Olympíukeppninnar. Leika á heima og heiman og i leikjunum að vera lokið fyrir lok júnímánaðar. Samningar um leikdaga hafa staðið lengi yfir, en samkomulag hefur ekki náðst og er því búið að vísa málinu til Alþjóðaknattspyrnusambands-i ins — FIFA. Þá er von á erlendu liði á veg um Þróttar, sem á miðsumarheim sóknina. Að lokum er er það svo L deildarkeppnin, sem að þess» sinni hefst 28. maí með þrent leikjum. Valur og Fram mætast í Reykjavík, Akurnesingar og KR leika á Akranesi og Keflvíkingar og Akureyrin'gar á Njarðvíkurvelli. Vonandi eru knattspyrmimena okkar vel undir átökin búnir, svo hinir fjölmörgu tryggu á- hugamenn knattspyrnuíþróttarinn- ar eigi eftir að sjá margan skemmtilegan leikinn á komandí keppnistimabili. i Ársþing ÍBA Ársþing íþróttabandalags Akuí' eyrar var haldið um sl. . helgl, Fráfarandi formaður bandalagsin» ísak Guðmann baðst eindregið undan endurkjöri. Formaður vn# kjörinn Hermann Stefánsson ogi aðrir í stjóm: Leifur Tómasson, KA, Jónas Jónsson, Þór, Halldór Helgason, GA, Snæbjörn, Þórðar- son, Óðni, Gísli Lórenzson, Róðr-* arkl. ÆFAK, Kristján Ármanns- son, Skautafél. AK og Ellert Krist- insson, ÍMA. ! 8. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.