Alþýðublaðið - 30.04.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 30. apríl 19G7 48. árg. 96. tbl. - VERÐ 7 KR.
1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna:
Bætt lífskjör og aukinn réttur
íslenzkrar a Iþýð ustétta r
Verkalýðshreyfingin í Reykja- | í dag lítur verkalýðshreyfing
vík minnist í dag, 1. maí hátíðis- f in fram á leið, strengir þess heit
og baráttudags verkalýðshreyfing |að berjast einbeittri, markvissri
arinnar um allan heim.
I baráttu fyrir málstað íslenzkrar
alþýðu, íslenzku þjóðarinnar,
vinna trú að því ætlunarverki að
hefja íslenzka alþýðustétt, bæta
lifskjörin og auka rétt hennar;
sækja fram til þeirra áhrifa og
valda, sem alþýðunni ber. Tími
er kominn til nýrrar sóknarlotu,
og jafnframt allrar aðgæzlu þörf
um vörn þess óg verndun sem
áunnizt hefur.
Verkalýðshreyfingin krefst
bættra kjara og atvinnuöryggis,
er byggt sé á velgengni traustra
íslenzkra atvinnuvega í eigu ís-
lendinga sjálfra. Sérstakar ástæð
ur liggja til þess, að í vor legg
ur verkalýðshreyfingin í Reykja-
vík þunga áherzlu á eflingu tog_
araflotans. Krafa hennar til stjórn
arvalda ríkis og borgar er að þau
hafi forgöngu um öflun nútíma
togaraflota. Sjósókn og fiskveiðar
hafa löngum verið hornsteinn at-
vinnulífs Reykjavíkur og mun
einnig í framtiðinni verða einn
veigamesti þáttur þess.
Brandur síaddur um 35 mílur suðsuðvestur af Malarrifi á þriðja tímanum í gærdag, en þá var togarínn á leið til hafnar. (Mynd; KB).
Stórbætt kjör sjómanna er hin
brvnasta krafa. ef tryggja á út-
veginum á hverjum tíma vinnuafl
bað, sem hann þarfnast.
Nátengt kröfunni um nýjan
togaraflota er efling fiskiðnaðar-
Framhald á 3. síðu.
taMSD
Reykjavík, — KB.
Brezkur togari, sem beið dóms í Reykjavík fyrir
landhelgisbrot, strauk frá bryggju í fyrrinótt og urðu
menn ekki varir við strok hans fyrr en fimm klukku
stundum eftir að hann fór. Var þá þegar hafin leit að
togaranum og fannst hann um hádegisbilið í gær
um 40 mílur suðsuðvestur af Snæfellsnesi og var
varðskip væntanlegt með hann til hafnar kl. rúmlega
21 í gærkvöldi. Tveir íslenzkir lögregluþjónar voru
um borð í togaranum og voru þeir lokaðir inni í
íbúð skipstjóra og fengu þeir eklti komið í veg fyrir
strok togarans.
Á þriðjudagsmorgun var kom-
ið með togarann Brand frá Grims-
by til Reykjavíkur, en hann var
sakaður um ólöglegar veiðar í
landhelgi. Hefur rannsókn máls-
ins staðið yfir síðan og var skip-
stjóranum birt st'efna í fyrradag
og skyldi málið tekið til dóms
eftir helgina. Klukkan 1,15 lét
togarinn hins vegar úr höfn og
sáu bæði hafnsögumenn og eftir-
litsmaður í skúr Landhelgisgæzl-
unnar á Ingólfsgailsi til ferða
hans, en töldu að gllt hlyti að
vera með felldu ogi gerðu ekki
viðvart.
Lögregluþjónarnir Þorkell
Pálsson og Hilmar Þorbjörnsson
voru um borð í togaranum til
eftirlits. Þeir voru lokaðir inni
í íbúð Skipstjórans þegar skip-
ið hélt út og munu skipverjar
hafa sýnt sig líklega til að beita
þá ofbeldi, ef þeir bærðu á sér.
Þeir áttu að ljúka vaktinni kl.
6 í gærmorgun, og komu þá aðr-
ir' lögregluþjónar til að taka við
vaktinni, en gripu í tómt, því að
skipið var á bak og burt.
Landhelgisgæzlunni var þá grrt
viðvart kl. rúmlega 6, én þá
voru liðnir nærri 5 klukkutímar
frá því að togarinn lét úr höfn.
Varðskipið Óðinn var þá statt um
13 sjómílur frá Stafnesi og hélt
þaðan til leitar að togaranum,
og síðar um morguninn fór land-
helgisgæzluflugvélin Sif til leit-
ar. Þá höfðu borizt' þær fregnir
að bátar hefðu séð til ferða hans
kl. 2 og aftur kl. 4 um nóttina
og hafði skipið stefnt í norðvest-
urátt.
Kl. 10,50 sáu leitarmenn í flug- |
vélinni tvö skip í radsjá 31 sjó-
mílu vestur af Dritvíkurtöngum,
og um sama leyti tilkynnti Óð-
inn að hann veitti togara eftir-
för, en ekki var þá vitað hver
togarinn væri. Flugvélin stefndi
þá á skipin og var komin yfir
togarann kl. 11,28, og hafði þá
verið breytt merkingum á hlið
skipsins, þar komnir stafirnir H
525 í stað GY 111, en starfs-
m( nn Landhelgisgæzlunnar
þekktu þó að þarna var um tog-
Framhald á 2. síðu.
TVÖ BLÖÐIDAG - 32 SÍÐUR
IIIIII11111111II
1. maí ávarp
félagsmála-
ráöherra
1. maí verður . nú í annað
skipti í yfir 40 áfa sögu sínni
liátfðlefiur haldinn sem lög-
giltur frídagur allra lands-
manna.
í tilefni af hálfrar aldar af-
mæli heildarsamtaka verka-
lýðsins sl. haust, ákvað ríkis-
stjórnin í virðingarskyni vjð
starf samtakanna að lögfesta 1.
maí sem almennan frídag allr-
ar þjóðarinnar. — í þessarl á-
kvöröun felst meiiri viðurkenn
ing en yngra fólki e.t.v. kann
að vera Ijóst.
Árum saman fylkti íslenzk
aiþýða sér undir fána félaga
sinna og hijlt þennan dag há-
tíðlegan, undir lmjóíis- og köp-
uryrðum margra, er þá hugfflu,
að verkalýðurinn væri affl leiða
þjóðfélagið út á leiðir einræð-
is og e.t.v. hlóðugra átalca inn-
byrðis.
Framhald á 15. síðu.
• •■111111111 llllllllll III || lllllllllllllll■l■lll|l||■■lll■■l||■|||■IU■
........... ....................................................................i,„„m„,„„„m„„„„„„„m......................................■■■■■'-