Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 7
SENDIBRÉF TIL SÉRA JÓNS Reykjavik, 25. ágúst EITT SINN sat ég góða stund á tali við Einar Ólaf Sveinsson. Við ræddum náttúrufegurð Suður- lands, og fór vel á með okkur. Loks vék Einar ræðu sinni í Skaftafellsþing. Mér vandaðist þá mál ið, þar eð ferðir mínar austur á bóginn höfðu lengstar orðið að Höfðabrekku í Mýrdal, og tjáði ég honum þetta hlutskipti mitt. Hann drúpti þegj- andi höfði í umhugsun, en leit svo upp, virti mig brosandi fyrir sér og mælti: — Hamingjusami maður, að eiga allt þetta eftir! ÓGLEYMANLEG FERÐ Nú loks hefur úr rætzt fyrir mér í þessu efni — og er ekki vonum fyrr. Ég komst alla leið að- Núps stað um síðustu helgi, • en lengra austur verður ekki farið akandi. Sú ferð er ógleymanleg. Áður hef ég víst rakið þér dýrð og tign Árnesþings og Rangárþings, en mig hefur löngum grunað, að þar hafi guði almáttugum tekizt bezt, þegar hann lét ísland risa úr sæ og hlóð það úr mold, hrauni og sandi, og þó kann ég sannarlega að meta önnur héruð. En svo lengi lærir sem lifir, séra Jón. Hér eftir geri ég naumast upp á milli sunnlenzku byggðanna þannig, að sýslum skipti um undur nátt úrunnar. Hitt finnst mér ekkert vafamál, að ég sé hamingjusamari eftir kynni mín af Skaftafells- þingi. Ég fer þangað of,t, ef ég má ráða. Að svo mæltu býð ég þér með mér í huganum í þessa ferð mína, sem bætzt hefur í safn minning- anna. Taktu fyrst eftir nöfnum sveitanna, Skaft- ártunga, Landbrot, Síða og Fljótshverfi, en þessar slóðir ók ég nú fyrsta sinni á ævinhi. Við leggjum upp úr Vík í Mýrdal. AUSTUR MÝRDALSSAND Ég hef komið í Vik tvisvar áður. Fyrra skip.tið var ég þar ungur á ferð í roki og rigningu og taldi svo í tvo áratugi þetta kauptún óyndisleg- astan stað á Suðurlandi. Þá kom ég þangað í fögru og björtu veðri og féll í stafi. Umhveríi Víkur minnir mig á Vestmannaeyjar, ég ímynda mér, að sandurinn sé haf og fjöllin eyjar, og þá er sam- líkingin fengin, Bíllinn þýtur austur Mýrdals- sand, og framundan rísa Hjörleifshöfði og Hafurs ey, en allt í kring flezt út svört auðnin. Hér vann Katla sín spellvirki og eyddi Dynskógum og Laufskálum. Forðum daga hefur kannski ver- ið mikil mannabyggð þar, sem heitir Mýrdalssand- ur og Meðallandssandur, en nú eru aðeins Álftaver- ið Meðallandið eftir. Þangað hef ég ekki átt leið, en mig grunar, að þær sveitir líkist helzt Flóanum af byggðum mínum í Árnesþingi, gaman væri að koma þangað og sjá út á sjóinn við þessa ægilegu strönd, sem hefur brotið skip og grand- að mönnum ár og aldir. En ég gleymdi að herma þér álit mitt um framtíð Víkur í Mýrdal. Vík er stækkandi kauptún og getur orðið staður eins og Selfoss. Komi höfn í Dyrhólaey og traust ur vegur suður fyrir Reynisfjall eins og akbrautirn ar í Ólafsvíkurenni, Búlandshöfða og Ólafsfjarðar- múla þá verður Vík drottning byggðanna í Skafta fellsþingi, og þar vildi ég gjarnan eiga heima. Svo höldum við áfram og stefnum á Öræfajökul, kon- ung hálendisins, þar sem frerann mikla ber hæst. HRIKALEIKI OG NYTJAR Skaftártungan sver sig einkennilega í ætt við Grímsnesið, en Landbrotið minnir á Grafninginn, Síðan á Hreppana og Fljótshverfið á Laugardal- inn. Byggðimar hafa orðið fyrir voðalegum bú- sifjum af gosunum úr Kötlu, Eldgjá og Lakagfg um og flaumi og jökulburði ánna, en hér ríkir hrikaleg fegurð, og sveitirnar munu harla nytja- xiKar. xviig undrar, hvað fátt skálda hefur fæðzt og alizt upp við þessi stríðu vötn og undir þessum tignu fjöllum. Þó kunna Skaftfellingar að yrkja. Hvergi á Suðurlandi er snyrtimennska augljósari, bæir vel hýstir, tún mikil og fagurgræn og nafn skilti við hverja heimtröð að kalla. Héðan er og margt ágætra manna, sem gert hafa garða sína fræga með afrekum i sagnfræði, bókmenntum og málvísindum. Skaftfellingar tala snjalla íslenzku, enda láta þessi heiti í eyrum eins og söngur eða tónaseiður: Brunasandur, Dverghamrar, Eldvatn, Fagridalur, Foss, Hemra, Hólmur, Hvammur, Hverfisfljót, Klifandi, Langholt, Leiðvöllur, Reyn ir, Skál, Skálm, Skeiðflötur, Sólheimar, Stjórn, Súla og Systrastapi. Óvíða hefur og íslenzka mál- verkið tekizt betur, enda fer saman landslag og iitaval. Já, guð hefur verið í góðu skapi, þegar hann gerði Skaftafellsþing. Landbúnaður er hér aðalatvinnuvegur. Um stórhuginn og framtakið verður ekki efazt. Þó er jarðhitinn enn ófundinn og fallvötnin óbeizlað- ar óhemjur. Iðnaður á sér hér mikla framtíð, ef byggð lielzt og bærilega verður stjórnað. Eða öll sú ræktun, sem orðið gæti á þessum reginsönd- um. Menn ætla, að gull hafi grafizt á strandstöð- um úti við sjó. Vel má svo vera, þó að torfundið reynist, en sandarnir verða gulls ígildi, þegar þeir gróa, milljónavirði í árstekjum eins og dýrustu námur. Skoðanir mínar á sandgræðslu og skóg- rækt haggast hvergi við heimsóknina í Skaftafells- þing, þvert á móti, Sunnlendingar hljóta að vakna til skilnings á því, hvað gera þarf. Álögin verða brotin. SÉRKENNIN ÖLL Mér er sagt, að Prestsbakkakirkja standi opin dag hvern. Hins vegar fann ég hvergi leiði séra Jóns Steingrímssonar að Kirkjubæjarklaustri. í ráði kvað að reisa þar kirkju til minningar um eld- prestinn, enda við hæfi, en legsteinninn hefur víst gleymzt. Svona er íslenzka kirkjustjórnin mis tæk. En reisulegt er að Kirkjubæjarklaustri, séra Jón, staðnum þar sem kristnir menn hafa senni. lega fyrst byggt guðshús á íslandi. Þetta var ann- ars útúrdúr, og við eigum drjúgan spöl eftir. Mikil er sú manndáð, að byggð skuli enn í Fljóts hverfi, og það fer varla í eyði héðan af, sveitin er eftirminnilega sérstæð, og ég ætla landkosti góða, þó að veður muni hörð af þessum bröttu fjöllum. Núpsstaður keppir við Hamragarða og Hrepphóla sem bæjarstæði, svo að ég víki enn sögunni í vesturátt. Bænhúsið þar er snoturt, en mér er ríkari í huga baráttan við reið náttúruöfl, þegar stormur, bylur og vatn æsist. Ég veit, að þú dáir Norðurland og elskar Austfirði, enda ástæða til næmgeðja manni, en komdu hingað og sjáðu oU sérkenni íslands eins og þau geta mest orðið í þrongu hverfi og fábýlu, tún og engi, lækir o- ar, hraun og sandar, fjöll og jöklar. Þú gleymir þeirri stund aldrei. VIÐ VÖTNIN STRÖNG Ferðasögunni lýkur á Núpsstað laugardaginn var. Hannes gamli stóð þar á hlaðinu og horfði í austurátt, þar sem falla straumarnir þungu. Núps- vötn og Skeiðará, en Lómagnúpur rís af sandinum eins og himingnæfur höfði 'úr ólgusævi. Ég þótt- ist vita, hvað honum bjó í hug, ferðagarpinum, vatnamanninum glögga og slynga, sem nú lifir daglega gestakomu ökuþóra, þó að bær hans væri fyrrum afskekktur eins og jökuldalur. Ég kvaddi hann og hugsaði með mér, þegar ógleymanlegur dagur var að kvöldi liðinn: — Hér endar fegursti og bezti hluti fróns — Suðurlandskjördæmi. Helgi Sæmundsson. SJÖTUGUR SÓFUS GUÐMUNDSSON SKÓSMIÐUR ENGINN maður ætti síður skil- ið, að um hamn væri skrifuð afmælisgrein í eftirmælastíl en hann Sófus Guðmundsson. Þess vegna skeyti ég engu um upp- runa hans og æviferil, veit sem er, að hann var í þennan heim borinn 25. ágúst 1897 og hefur ætíð sinnt störfum sínum sér og öðrum til gagns og ánægju. Lip urð og prúðmennska hafa ætíð einkennt Sófús, en samt er mér efst í huga gamansemin og hið góða' skap hans. Alltaf er Sófus jafn þægilegur heim að sækja hvort sem hann hefur verið heima hjiá sér, á verkstæðinu á Laufásveginum eða í Iðnó, þar sem hann vann lengi. Og þótt þessir þrír staðir séu mjög ólík- ir hefur Sófus alltaf verið sam ur og jafn, í góðu skapi og öll- um hjálplegur. Ég óska honum til hamingju með að vera orðinn þetta að árum án þess að liafa elzt neitt sem heitið getur, og óska að lokum fjölskyldu hans, öllum vinum hans og kunningj Sófus Guðmundsson um, svo og sjálfum mér hjart- anlega til hamingju með hann Sófus. H. (Grein þessi átti að birtast í blaðinu í gær, en féll út vegna mistaka). Sjónvarpsviðtöl Frh. af 1 síðu. Þá spurði stjórnandinn ráðherr ann að því, hvort liann teldi að þjóðin hefði lifað og lifði nú um efni fram. Ráðlierrann svaraði því tl, að langvarand aflaleysi og verð fall hlyti að hafa áhrif á lífskjör þjóðarinnar. Hins vegar bætti bað nokkuð úr, hve mjög þjóðartekj- urnar og þar með tekjur einstakl inga hefðu vaxið undanfarin ár, og verði því ekki sagt að vá se fyrir dyrum. Tekjuauki síðustu ára hefði verið notaður í þrennu skyni: lífskjörin hefðu batnað, þjóðin hefði eignazt nýjar eignir ; og hún hefð komið sér upp gjald I eyrisvarasjóð. Gjaldeýrisvarasjóð urinn getur minnkað að vissu marki, sagði ráðherrann, en þegar því marki er náð, verðum við Jað sætta okkur við að lífskjörin .versni eitthvað í bráð. | Næst vék stjórnandinn að bví hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin hygðist gera til lausnar vandamál unum. Ráðherrann sagðist ekkert geta urn það sagt á þessari stundu, hvaða tillögur ríkisstjórnin legði fyrir Alþingi í haust. En hann kvaðst geta sagt eitt, og það væri, að ríkisstjórnin teldi gengislækk un ekki vera rétta ráðið, eins og málum vær nú háttað. Gengislækk un skapaði alltaf vandamál og und ir núverandi kringumstæðum teldi ríkisstjórnin að gengislækkun mund skapa meiri og stærri vanda mál en hún leysti. Að endingu vék Haraldur J. Hamar að efnahagsbandalögunum, og sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason í því sambandi, að aðild að EBE kæmi ekki til greina. Aðild að EFTA hefði hins vegar ekki sams konar skuldbindingar í för með sér og aðild að EBE, og hann teldi sjálfsagt að það verði kann að með hvaða hætti ísland gæti tengzt EFTA. Ráðherrann kvaðst í því sambandi leggja áherzlu á að hann teldi æskilegt að um slíkt mál væru höfð náin sam- ráð milli stjórnar og stjórnarand- stöðu og ennfremur verði sam- tök útflyt.ienda, iðnaðar og verzl unar að fylgjast með málinu, og einnig alþýðusamtökin. Ný rfáPmót Framhald af 1. síðu. járn og annað sett í vegginn en síðari hluta dags er steypan sett í rnótin og látin harðna í þeim yfir nóttina. Veggirnir og loftin kom rennislétt undan mótunum. Stálmótin fyrir loftið eru einnig pýstórleg. Þau spanna yfir heila herbergisbreidd og renna á braut um sem skrúfaðar em upp á veggina. Engar stoðir eru undir þeim. Stærstu stólflekarnir eru 4.60x4.25 metrar, sem er her- bergjarstærðin. Ekki þarf nema sex til sjö jmenn við mótavinnuna með notk un þessara móta. Lyftikranar eru notaðir til að færa mótin til. Við gerum okkur vonir um að þessi aðferð hafi töluverðan sparnað í för með sér, sagði Björn Ólafsson, verkfræðingur í samtali við Alþýðublaðið. Les/ð Alþýðublaðið 26. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.