Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 16
SIGUR MIÐAÐ VIÐ FOLKSFJOLDA (NÚ ERU Danir kampakátir því að fl>eim hefur tekizt að bursta íslend inga í fótbolta, svo að athygli vek ur um alla Evrópu (segir Vísir eft ir þeimi Hafa þeir sennilega vilj að iborga íslandsmönnum fyrir alls tkonar skráveifur sem þeir tiiafa Dönum gert bæði fyrr og síðar: heimtað af þeim gamlar skinnbækur og sífellt verið að klífa á að engin þeim lík skrif tiafi orðið til í Danmörku fyrr á ötdum og annað þessu líkt. En nú vildu þeir freista þess með fót- unum sem þeim befur ekki tekizt með höfðinu, og segja má að eftir •atvikum hafi þeir haft heppnina með sér. Hitt er þó staðreynd að íslend ingar sigruðu Dani en Danir ekki íslendinga. — íslendingar sigra nefnilega í Ihvert einasta skipti sem þeir taka þátt í íþróttakeppni líka þegar þeir tapa. íslendingar >eru nefnilega til miðað við 'fólks- fjölda. Á móti hverjum íslendingi ■eru að minnsta kosti tuttugu Dan- ir, og þó raunar meira, en við gef um Dönum afganginn í forgjöf af því að við erum við og Danir Danir. há er það ekki nema ein- falt reikningsdæmi að til þess að igera jafntefli við okkur þurfa Danir að setja 20 mörk á móti hverju einu marki sem við skor- um. Nú varð endirinn sá að Dan- ir settu bara 14, en við 2. Til þess að gera jafntefli við okkur liefðu Danir þurft að gera 40 mörk, svo að þá vantaði hvorki meira né minna en 26 mörk upp á það að gera jafntefli við íslend inga. Ergo: íslendingar unnu Dani með yfirburðum. J*etta vissu auðvitað áhorfend- ur á leiknum 'mæta vel, enda hróp V1íjjt þeir á lið Dana að setja nú a. m. k. 20 mörk sem hefði dug- . að þeim til jafnteflis, ef íslend- ingar hefðu ekki gert nema eitt mark. En eftir atvikum eru Dan- gjl&aðir> því að þeir hafa aldrei (lizt nær því að vinna íslend- ga, og eru þeir í rauninni hissa að islendingar stóðu sig ekki ■betur, hafa minnzt á að þeir hafi j^ldrei séð íslenzkt landslið svona ‘^eikt fyrr, því að venjulega hafa Mtotföllin verið þeim miklu óhag- stKðari miðað við fólksfjölda. Állar merkustu þjóðir heims Ögra ineð því að tapa. Englend- ingar unnu t. d. mesta sigur sinn l stríðinu, þegar þeir flúðu i of- roði yfir Ermarsund og skildu allt aftir á bakkanum hinum megin. Englendingar hafa aldrei tapað stríði og þó að Kínverjar brenni ofan af þeim heilt sendiráð þá er það ekki neitt, því að þeir eru s^entilmenn og geta ekki tapað. Svipuðu máli gegnír um okkur ís- lendinga. Við erum raunar ekki sjentilmenn, því að það eru eng- ir nema Englendingar, en við er- um ósigrandi með öllu, því að við erum til miðað við fólksfjölda hvenær sem á þarf að halda. ^ ■ i jÁ 71'* íz ‘M V \f(A J Nýi kjóllinn minn er gerður í anda nútíma viðskiptalögmála: vekja verður athygli á vörunni til að hún seljist! Hættið þessu blístri á meðan þér skrifið rcikninginn minn ... T. d. þarf að gera viðtækan samanburð á því að salta síld ina um borð í veiðiskipunum í tunnur á venjulegan hátt eða ísa hana í veiðiskipunum eða varðveita hana á annan hátt eða umskipa henni og ísa í stíum eða kös6um um borð í flutningaskipum eða setja síldina hausaða eða ó- hausaða í pækilkör eða pæk- iltanka eða kældan 6jó um borð í sérstöku flutningaskipi eða tankskipi eða fara ein« hverjar aðrar leiðir. Síldarútvegsnefnd. Nú fer skólinn að byrja aftur og þá ætla ég einhvern tím« ann að skrifa stíi eða ritgerð eins og sildarútvegsnefndin gerir. Mikið svaka held ég að kennarablókin spóli þá. Það er stundum sagt að fólkl sé illa við sannieikann, en mér er spurn, hefur það nokk urn tíma verið reynt?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.