Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 8
mmum verour bara skipt vennt HVAÐ er að gerast í Kína? Fréttir berast af bardögum, blóðbaði, bróðir berst við bróð ur. En þetta er ekki borgara- styrjöld, ekki heldur sönnun þess, að Liu Shao-chi, forseti, eigi trygga fylgismenn, sem berjist gegn fylgismönnum Maos. Átökin, sem sagt er frá í Wuhan, í Kanton í Hupeh og víðar eru fyrst og fremst valda barátta ólíkra hópa, sem allir telja sig Mao-sinna. En auð- vitað reyna allir að afla sér fylgis með því að kalla keppi- nautana rotna fylgismenn Krúts jovs Kína, þ.e. Liu Shaou-éhi. Þetta lálit japanskra Kína- sérfræðinga, og er forvitni- legt til íhugunar, þegar við brjótum heilann um það, hvað raunverulega er að gerast í Kína. Ótal „vestrænir” frétta- ritarar, sem ýmist hafa verið í Kína áður eða eru nýkomnir þaðan hafa lýst atburðunum í Kína sem borgarastyrjöld. Annars vegar séu áhangendur Maos og þá fremstir í fylkingu hinir 'rauðu varðliðar, -hins vegar séu hógværir fylgismenn endurskoðunarsinnans Liu Sh- ao-chi. Þessir fréttaritarar segja, að Liu sé í stofufangelsi heima hjá sér, -en maður hlýt ur að undrast, að honum skuli ekki hafa verið rutt algjörlega úr vegi, -ef hann á sök á þeim ósköpum, sem nú ganga á. Þá má aftur hugsa sér, að Mao kunni að óttast að þá yrði fyrst algjör borgarastyrjöld í þessu gífuriega ríki, -en ætli að það sé nú svo? Japanskir Kínasérfræðingar, sem allir tala Kínversku og hafa verið í Kína meira eða minna vilja halda því fram, að þær daglegu fréttir, sem útbúnar séu handa heimsblöðunum í Hongkong og Tókió af atburð- unum í Kína, gefi oft ranga hug mynd um það, sem raunveru- lega er að gerast og geri hlut- ina allt of einfalda. Það er þessi gamla viðleitni að skipta deilu aðilum í tvo hópa. Þetta er ein- föld aðferð og hefur géngið ákaflega vel í fólk. Flestir kunna því vel að hugsa sér heiminn sem tvískipta kúlu. Annars vegar eru Vesturveldin, sem keppa við kommúnista í austri. Þegar svo Kína kemur til sögunnar í heimsfréttunum og leiðtogar þessa stóra ríkis eru komnir upp á kant við skoð anabræður sína í kommúnista heiminum, kemur þriðji aðil- inn til sögunnar, sem erfitt er að eiga við. Það fréttist af bar- dögum, og er ekki einfaldast að hugsa sér, að þar eigist við tveir hópar, annars vegar á- hangendur Liu Shao-ehi hins vegar fylgismenn Maos? — En Japanskir Kínasérfræðingar eru ekki á því að gera hlutina svona einfalda. Það dugar ekki, segja þeir, að slá því strax föstu a? ef herinn beitir ekki hörðu í einhverju héraðanna þá sé það sönnun þess að yfirmaður hers- ins þar sé eiginlega laumu- Liu Shao-ehiisti. — Eða að slá því föstu, að Mao þori ekki að taka svikarann Liu fastan fyrir alvöru af því að Liu eigi of miklu fylgi að fagna. Kannski er þetta ein skýringin á því livers vegna Liu býr enn í for- setabústaðnum í Chuignanhai en í þeim borgarhluta búa allir leiðtogarnir. En þetta er aðeins ein af mörgum skýringum, því að málið er ekki svona ein- falt. Hvað vitum við um það, hvað gerist á bak við múrvegg- ina í Kína? Kannski hittast þeir allir - Liu, Mao, Chou En-lai og Lin Piao - á kvöldin og rifja upp gamlar minningar yfir te- bolla? Þetta er nú kannski held ur ótrúiegt, en þeir, sem af al- vöru reyna að gera sér grein fyrir því, hvað er að gerast í Kína, játa, að þeir vita ekki neitt. Það er erfitt að bera saman möguleika japanskra Kína- sérfræðinga á að gera sér grein fyrir atburðunum og fréttarit- ara annarra landa, sem horfa yfir til Kína frá Hongkong, en vitanlega er andrúmsloftið í Hongkong svo spennt vegna þeirra átaka, sem þar eiga sér stað, að þar hlýtur að vera erf- iðara að gera sér ljósa grein fyrir atburðunum en í Tókió, þar sem unnt er að líta á at- burðina í Kína algjörlega hlut laust. Notazt er að mestu við sama fréttaefni- t.d. fréttaút- sendingar Peking-útvarpsins, og annarra kínverskra útvarps- stöðva, fréttatilkynningar hinn- ar opinberu kínversku frétta- stofnunar, Hsinhua, en japansk ir Kínasérfræðingar fá einnig beinar fréttir frá níu japönsk- um fréttariturum, sem dveljast í Peking. Hins vegar hafa Kína- sérfræðingar í Hongkong mögu leika á að ræða við fleiri sjón- arvotta að því, sem hefur verið að gerast í Kína, en slíkir vitnis burðir eru alltaf mjög óöryggir, flóttamenn og ferðamenn sjá ekki alltaf hina réttu orsök hlutanna, þótt þeir sjái, hvað gerist. Framburður þessa fólks hefur þó verið notaður óspart, einkum hafa hægri blöðin í Hongkong gerf sér mat úr hon um. Kínasérfræðingar í Hongkong og Kínasérfræðingar í Japan eru ekki tveir ólíkir hópar með andstæðar skoðanir. í Hong- kong eru margir á sömu skoð- un og japanskir starfsbræður þeirra og öfugt. En ef talað er „almennt” um þetta mál, sem löngum er vinsælt, má segja að í Hongkong er ósamlyndið í Kína talið alvarlegra og víð- tækara en talið er í Tókíó. í Hongkong eru margir á því, að þess sé að vænta, að Kína skipt ist í tvennt, þ.e.a.s. að borgara- styrjöld verði í landinu á milli hinna róttæku stuðningsmanna Maos og endurskoðunarsinna eða hægfara kommúnista eins og Lao Shao-chi. Þessir hinir sömu telja, að Mao hafi algjör- lega brugðizt bogalistin og menningarbyltingin hafi vaxið honum yfir höfuð. Það séu því allar líkur á því, að hann verði mun valtari í sessi eftir en áður ef hann þá ekki bara missir tökin á öllu saman og hrökklast frá völdum. Nú er ekki verið að ræða um þessa venjulegu óskhyggjumenn, sem eru beinir stuðningsmenn Chiang Kai- sheks og bíða þess bara að fá að sjá á eftir honum heim í hásætið í Peking, þegar bylt- ingin er búin að éta börnin sín. Þessu hafa fáir aðrir trú á.. Japanskir Kínasérfræðingar eru varfærnari í fullyrðingum sínum og skoðunum. Þeir benda á, að nú sé mun erfiðara að gera sér grein fyrir atburðun- um í Kína eftir að stjórnin hef- ur harðbannað erlendum frétta riturum að lesa veggblöðin í Peking og segja frá því hvað á þeim stendur. En svo virðist sem mikil breyting hafi orðið á, þegar Mao gaf hernum skip- un um að hjálpa rauðum varð- liðum til þess að berjast gegn „óvinum“ menningarbyltingar- Framhald á 15. síðu. ÞAÐ eftirtektarverðasta, sem kom fram í Rúmeníuferð Willy Brandts, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýzkalands, voru þau ummæli hans, að evrópsk öryggismál yrðu aðeins leyst með því móti, að gengið væri út frá því, sem fyrir hendi væri. Brandt bætti við: „Þetta gildir líka um það tvenns konar ástand, sem nú ríkir á þýzkri grund“. í grein í hinu op- inbera vesturjþýzka tímariti ,,Aussenpolitik“ liefur Brandt gert nánari grein fyrir orðum sín um. Hann heldur því fram, að steftna Vestur-Þýzkalands gagn- vart Austur-Þýzkalandi miði ekki að því að etja Austur-Evrópu ríkjum saman. Ætlunin sé ekki heldur, eins og Brandt orðar það, að „einangx-a nokkur ríki í Aust ur-Evrópu“. Þótt orðalagið sé loð ið, leikur enginn vafi á því, hvað Brandt á við. Hann viðurkennir að austur-lþýzka ríkið sé til, og að elcki sé únnt að finna neina lausn á öryggisvandamálum Ev- rópu, ef DDR (Ausfui'-Þýzkalandi) er haldið utan við. Það er enn ekki um að ræða neina viðurkenningu á DDR, en það er játað, að DDR sé til. Með þessuiW orðum hefur vestur- þýzk utanríkisstefna tekið nýjan pól j hæðina og fjarlægt þá óraun sæju afstöðu til evróskra og þýzkra vandamála, sem mótaði stefnu Vestur-Þýzkalands á valda- tímum Erhards og_ Adenauers. Enn er langt í land, enn er við lýði að minnsta kosti á pappírn- um Hallsteinkenningin, sem segir, að Samhandslýðveldið sé allt Þýzkaland. En fleiri og fleiri kom ast á þá skoðun. að þessi kenning eigi heima í kalda stríðinu. Það er spurning. ihvort við erum ekki komnir svo langt, að bæði vestræn og hlutlans ríki gætu tekið afleið ingunum af orðum Willy Brandts um að DDR sé til sem ríki. Á hinn bóeinn mega bandamenn Sambandslvðveldisins ekki taka of djörf skref sem gætu kynt undir efasemdir og íhaldssemi gagnrýnenda Brandts í Bonn. Það er óraunsætt að hugsa sér, að enn lifl ekki í glóðum íhalds- skoðana Adenauers tímans í Vest ur-Þýzkalandi. En það ætti að vera mögulegt, að DDR oa önnur lönd skiptust ái verzlunarséndinefndum. Þess kon ar nefndir ætt.xi að hafa rélt til að gefa út vegabréf, án þess að gegna oninberlega hlutverki sendiráða. Með þessu væri stigið skref, sem hefði mikið hagnýtt gildi. Og betta gæti verið byrjun á öðru og meiru, ef báðir aðilar litu raunsætt á málin. Enn sem kornið er hefur þessi nýja afstaða Brandts mælzt illa f.vrir í Varsiá og Austur-Berlín. Blaðið „Neues Deutschland" ræðst sérstaklega á Brandt fyrir það, að hann lætur liggja að því, 8 26. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.