Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 9
efna Brandts að ef ákveðið frjálsræði yrði inn- leitt i DDR, yrði auðveldara fyrir aðrar þjóðir að viðurkenna Aust- ur-Þýzkaland. Blaðið segir, að (bragðarefurinn Brandt vilji, að sósialisminn í DDR fremji sjálfs- morð -til þess að öðlast viðurkenn ingu. Brandt er lýst sem gagnbylt ingarsinnuðum umboðsmanni ein- okunarvaldsins. í pólskum blöðum er haldið á- fram baráttunni gegn Sambands- lýðveldinu. í grein í „Tribuna Ludu“ var nýlega bent á, að Sam bandslýðveldið hefði sérstaklega góða samvinnu við Suður-Afríku og Portúgal. Stefna Vestur-Þýzka- lands gegn austrinu er líka for dæmd sökum þess, að aðeins sé um að ræða frjálslyndi í orðum en ekki í verki. Afstaða Vestur- Þýzkalands er borin sáman við af- stöðu Frakklands, og pólsk blöð leggja áherzlu á, að £ stórum drátt um séu Bonn og Washington al- veg sammála. Það er einnig sagt, að hinn algjöri stuðningur Wash- ington við stefnu Bonn stjórnar- innar gagnvart austrinu sé ný sönnun þess, að Vestur-Þýzkaland vilji £ rauninni ekki hvika frá þeirri línu, sem dregin var á dög um kalda sríðsins. Það er skiljanlegt, að nú þegar de Gaulle er væntanlegur til Var- sjá, bendi Pólverjar á hann sem fyrirmynd verðuga til eftir- breytni. En Pólverjar eru auðvit að nógu raunsæir til að skilja, að evrópsk öryggisvandamál verði ekki leyst með einhliða samninga- viðræðum vestrænna Gaullista og austrænna kommúnista. Það er erfitt að trúa öðru en að ábyrgir aðilar í Varsjá taki eftir nýjum tóni í orðum Brandts meðan 'á heimsókn hans til Rú- meníu stóð og eftir að hann kom heim þaðan. Þegar fram í sækir verður ó- þolandi að líta á Brandt og sam verkamenn hans á sama óblandna neikvæða hátt og litið var á Aden auer og Erhard. En mat þessara hiuta verður erfitt í landi, þar sem andúðin á Vestur-Þýzkalandi er rótgróinn stjórnmálalegur veruleiki. Stjórnmálamenn, sem eru vinir bæði Brandts og Rapa ckis verða að reyna að vinna að því, að flýta þessari þróun. — í þessu sambandi er vert að geta þess, að Oder-Neiss-línan er enn á dagskrá. Það er óhætt að undirstrika þau evrópskt land, ekki heldur DDR má einangrast. En jafnframt verð ur að vara við öfgastefnum, hvort heldur bólar á þeim 1 DDR eða annars staðar. Slíkar tilhneiging ar, sem ekki eiga rætur sínar að rekja til heilbrigðrar tortryggni, heldur í gamaldags kreddufestu, hljóta bara að einangra og þar að auki stappa stálinu í íhaldssama hermenn kalda stríðsins í vestri. orð Brandts að ekkert austur- DDR og Póllandi sýna, að enn er langt til lands. Það geta allir ver ið sammála um. Samt sem áður er ástæða til varfærinnar bjart- sýni. Endurmatsþróunin hefur haf izt og fyrr eða síðar ætti hún að leiða til beins stjórnmálalegs ár- angurs. (Þýtt úr norska Arbeiderblaðinu.) -x VALHUSGOGN fiytw í nýtt húsnæði Opnum í dag húsgagnaverzlun vora að JL jr Armúla 4 VALHÚSGÖGN,Ármúla 4 Sími 82275. TILKYNNING um breytt símanúmer Höfum fengið nýtt símanúmer. LandfEutningar hf. Borgartúni 11. Sími 22490. áður vöruafgreiðsla Þrastar. LUMBERPANEL Víðarþijjur og Ioftkíæðning Tegundir: limba, gullálmur, eik, askur, oregon pine og fura. Stærðir: 270 cm. og 250 cm. x 30 cm. og 20 cm. Vönduðustu og jafnframt ódýrustu viðarþilj- ur, sem hér eru á markaðinum. Auðveldar í uppsetningu. Páll Þorgeirsson & Co. Sími 1 64 12. MICHELSEN, Hveragerði Nýkomnir skrautpottar í stærðum 10 - 27 sm. Einnig vestur-þýzkir gólfvaskar, egypzk munstur og Elderodon margeftirspurði. ★ BLÓMASKREYTINGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI. Michelsen Michelsen Hveragerði — Sími 4225. Suðurlandsbraut 10 — Sími 31099. 26. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.