Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 4
Bitstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasiml: 14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsiö við Hveríisgötu, Evik. — Prentsmiöja Alþýðublaösins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — 1 lausa- eölu kr. 7.00 eintakið. — Útgeíandi: Alþýöuflokkurlna. Hongkong ' ALLAR FREGNIR frá Kína staðfesta þá skoðun, að þar ríki algert byltingarástand — eða gagnbyltingar ástand, eins og kommú'nistar mundu líklega orða það„ Andstæðingar Mao-stjórnari'nnar virðast hafa stór- borgir á valdi sínu og eiga mikil ítök víða um landið, og er ekki séð fyrir enda þessara atburða. Eftir því sem tími líður virðist sú tilgáta senni- legri, að Mao formaður hafi sett menni'ngaTbylting- una svonefndu af stað til þess að reyna að tryggja völd sín og sinna manna og koma andstæðingum sín- um fyrir kattarnef. Enda þótt skólum væri lokað og milljónir ungmenna hefðu farið um landið í fylking um, virðast andstæðingar Maos styrkjast frekar en . veikjast. Þ&ð er gamalí bragð einræoisstjórna að efna til illinda við erlenda aðila, þegar þær eru aðþrengdar lieima fyrir. Þessari reglu hefur Mao fylgt dyggilega. Hefur hann óspart reynt að beina athygli kínversku þjóðarinnar að öðrum til að draga athyglina frá bylt iagarástandinu heima fyrir og öllum þeim erfiðleik- um, sem það veldur fólki. Hins vegar er rétt að taka eftir, að kommúnista- stjórnin í Kína virðist ekki telja, að neitt liggi á í Hongkong. Borgin hefur verið blómleg viðskipta- og iðnaðarmiðstöð undir stjórn Breta, og hafa kommún istar aflað sér mikils gjaldeyris með viðskiptum við hana. Þá hefur borgin verið eins konar tengiliður milli Kína og umheimsins — til ills og góðs. Nú hefur kínverska stjórnin efnt til uppþota í Hong kong og komið af stað æsingum, sem leitt hafa til þess, að múgur í Peking hefur brennt brezka sendi- i-áðið þar. Er þetta auglýsilega leikur í hinu innra tafli í Kína, til þess ætlaður að sameina þjóðina að baki stjórn Maos í baráttu við erlenda heimsveldis- sinna. Þessi stefna getur þó ekki haft mikil áhrif erlendis, af því að stjórn Maos hefur sýnilega viljað halda við yfirráðum Breta í Hongkong, um sinn að minnsta kosti, og hefur ekki gert neinar alvarlegar láöstaíanir til að undirbúa eðlilega yfirtöku borgar- iniar. Bandaríkjamenn herða um þessar mundir lofthernað sinn yfir Norður-Vietnam og hafa gert árásir á ýmsa staði, sern eru aðeins einnar mínútu flugtíma frá kínversku la'ndamærunum. Hefur það gerzt, að tvær flugvélar þeirra hafa flogið yfir kínverkst land og verið skotnar niður. Segir blaðafulltrúi Johnsons forseta, að við þessu megi búast, svo að vel getur , komið til nýrra atvika af þessu tagi. Hætt er við, að slíkir 'atburðir við landamærin geti hæglega orðið stjórn Maos tilefni til gag'nráðstafana, sem leitt gætu til meiri og iverri tíðinda. Ekki er rétt að búast við eðlilegum viðbrögðum stjórnarvalda í Pek ingýheldur getur byltingarástandið í landinu hæglega ráðið gangi málanna. BERNINA INDESIT 8S1Í Þvotta- og saumavélasýning aÖ H ALL VEIG ARSTOÐU M Við viljum bjóða yður að skoða hinar heimsfrægu BERNINA saumavélar og INDESIT þvottavélar á sýningunni að Hallveigarstöðum. Sýningin verður opnuð almenningi í dag, laugardag kl. 5. BERNINA Ásbjörn Ólafsscm hf. Grettisgötu 2. VéSa- og BSaftækJaverziunin hf. Lækjargötu 2. á krossgötum ★ SKEMMTISTAÐUR UNGLINGANNA f ' Það var mál til komið, að unglingunum væi'i búinn einhver staður i hæfilegri fjarlægð frá borginni, þar sem þeir gætu komið saman við hæfilegt frjálsræði og eftirlit og unað við dans, leiki og aðra skemmtun, sem unga fólkinu er að skapi. Því var það hið þarfasta verk, þegar Æskulýðs ráð borgarinnar fékk jörðina Saltvík á’ Kjalar- nesi til afnota í þessu skyni. 'Hefur ekki annað heyrzt en hin fyrsta tilraun til skemmtanahalds þar hafi allvel tekizt, en þetta hefði þó skaðlaust mátt byrja fyrr á sumrinu, en nú er satt að segja senn komið fram á haust og ekki aðstaða til úti- skemmtanahalds margar helgar úr því sem komið er. Saltvík hefur marga kosti, sem helgarathvarf fyrir unglingana. Staðurinn er í hæfilega fjarlægð írá bænum, þangað er ckki nema tuttugu mínútna til hálftíma akstur frá borginni, svo auðvelt er að koma við eftirliti og fólksflutningar þangað ckki tiltakanlega dýrir. Húsakostur er þar allgóður, og hentar að því er virðist sæmilega til þessa brúks. Fleira mætti vafalaust til taka. ★ EKKI OF MIKIÐ SKIPULAG Fólk hefur mörg undanfarin ár fjargviðrazt yfil’ ólátum unglinganna um helgar á sumrin. Nú hefur verið mikið talað um í sumar hve allir hafi verið stilltir og góðir um síðustu verzlunarmannahelgi. Lögregluþjónn sem við hittum á förnum vegi fyrir tveimur eða þremur dögum, vildi þó ekki meina, að allt hefði verið jafngott og blöðin sögðu því víða hefði verið pottur brotinn um þessa helgi, þótt heildarsvipurinn hefði verið skikkanlegri en offi áður. '' Gallinn er sá að til þessa hcfur næsta lítið verið gert fyrir unglingana. Þeir hafi ekki áttl margra kosta völ. Hinsvegar er vandinn meðalliófiS í þessum efnum, sem öðrum. Unglingarnir kunna bví ekki vel að vera „mataðir” þeir vilja sjálfir hafa hönd í bagga um það sem gert er fyrir þá. Þess vegna verða hinir fullorðnu, sem fyrir þéssu standa að gæta þess að ofskipuleggja ekki og gera ekki oí mikið heldur fá unglingana í lið með sér og gera þá að virkum þátttakendum. Ef þeir eiga aðeins að vera hlutlausir áhorfendur, er alveg eins við að búast að árangurinn verði þveröfugur við það sem ætlazt er til. En sem sagt tilraunin með Saltvík virðist í fljótu bragði lofa góðu, og fróðlegt verður að sjá hvert framhald þar verður á.. KARL. ! va mmm 4 26. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.