Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 14
KVIKMYNDIR MIKILHÆFUR LEIKSTJÓRI Robin reynir að tæla Eric, meðan liún skákar í því skjóli, að Alison sé blind. Patricia Neal, Samantha Eggar og Curt Jurgens í kvikmyndinni „Blinda konan“ (Psyce ’59). Blinda konan. Psyche ‘59' Bandarísk frá 1963. Stjörnu- bíó.. Leikstjóri Alexander Singer. Ilandrit: Julian Hal- ey eftir sögu Francoise des Ligneris. Framleiðandi: Phil- ip Hazelton. Kvikmyndun: Walter Lassally. íslenzkur terti- Leyfist mér að vekja athygli á þeirri kvikmynd, sem Stjömu bíó sýnir um þessar mundir. Hún iheitir Blinda konan (Psfíyche ‘59) og er gerð undir stjórn Alexanders Singers. Alexander Singer? Hver er það? spyrja menn. Þetta er ungur, og að því er mér virðist, efnilegur kvik- myndaleikstjóri, aðeins 35 ára gamall. Ég ihef ekki kynnzt verk um þessa manns áður, en eftir þessari mynd að dæma, sem er aðeins önnur myndin, sem hann gerir, fæ ég ekki betur séð en að hann komi til. Alexander Singer var í fyrstu aðstoðarmaður hjá ekki verri leikstjóra en Stanley Kubrick. Fyrsta mynd Singers var A cold wind in August, sem Kópavogs- bíó sýndi. Sagan kom hér út í mánaðartímaritsformi og varð afskaplega vinsæl, sakir dirfsku á sviði kynlífslýsinga, en sagan fjallar^um striptease - dansmær sem tælir 17 ára ungling. Þriðja kvikmyndin, sem Singer sendi frá sér, var Love has many faees. Psyche ‘59 fjallar um blinda konu, sem er gift ríkum iðju- höld, Eric (Curt Jurgens) að nafni. Alison (Patricia Neal), en svo heitir þessi blinda kona, á yngri systur. Robin (Samantha Eggar), sem er nýlega skilin og fiytur hún heim til Alison. Þar á heimilinu er vinur þeirra hjóna (Ian Bannen), sem verður ástfanginn af Robin. En Rob in og Eric hafa áður átt sam an ástarfundi og nú liyggst hún fá hann aftur til við sig og beit iir óspart kyntöfrum sínum til þess arna, jafnframt því sem hún skákar í því skjóli, að Ali son sé blind. En Alison grunar ýmislegt. Það var slys, sem olli blindu hennar. Hún hafði komið að Robin og Eric óvörum, fengið taugaáfall og fallið niður stiga. Minnið bafði raskazt og iheiiinn orðið fyrir það miklu höggi, að upp frá því hefur ihún verið 'blind. En þetta var engin venju leg blinda. Blindan var nokkurs konar hlífiskjöldur; það voru ýmsir hlutir, sem hún vildi ekki sjá berum augum. Robin, sem er mjög framgjörn stúlka og ólík hinum iþremur að skapgerð, er eina manneskjan, sem þorir að segja henni þennan sannnleika-. Hinar persónurnar eru sífellt á varðbergi, reyna að flýja ör- lögin, reyna að fara í kringum hlutina, persónur, sem klæðast dulbúningi. Robin segir við Ali- son um Eric: „Hann vill, að þú sért blind.“ Eric er enn hrifinn af Robin, þó að hann reyni að hafa hemil á tilfinningum sín- um- Þessi mynd er nokkuð skemmti leg í stílnum. Minnir að nokkru leyti á Lilith eftir Robert Ross- en, sem Stjörnubíó sýndi í fyrra, þar sem reynt er að gera flókna atburði magnaða með því að skapa myndinni sérstakt andrúmsloft, sem er í senn með dularfullum blæ og þrungið spennu. (Báðar þessar myndir voru gerðar lá sama tíma). Þessi mynd er því að mörgu leyti cine matísk, sem er fremur óvenju- legt um bandarískar kvikmynd- ir, en svo virðist sem amerísk fcvikmyndagerð sé í framför; nýir og athyglisverðir leikstjór- ar eru að koma fram á sjónar- sviðið. En eins og Lilith, þá er Psyche ‘59 nokkuð á yfirborðinu. Og í lokin er engin lausn fund in. Leikstjórinn hleypur frá öllu saman eins og Alison og Paul frá Robin og Eric- Allt um það er þetta minnis- verð mynd og sum atriðin eru á gætlega gerð. T. d- er „flash- back“ smekklega notað og eftir- minnilegt er samtal Erics og Pauls í bílnurh. En það er kannski ekki sízt að þakka hin um frábæra myndatökumanni Walter Lassally, að þessi mynd verður eftirtektarverð. Hann á vissulega stóran þátt í henni. Oft er beinlínis unaðslegt að sjá hvernig hann beitir myndavél- inni á óvenjulegan máta. Lass- ally er verðugur þess, að eftir honum sé tekið. Hann er fæddur í Bretlandi og hefur tekið mik ið fyrir Tony Riohardson. (M. a- Tom Jones), Einnig voru eftir- minnileg vinnubrögð hans í Grikkinn Zorba. Patricia Neal hlaut verðlaun gagnrýnenda í Nevv York fyrir leik sinn í þessari mynd og er sjálfsagt vel að þeim komin. En aðrir leikendur eru ekki síð ur athyglisverðir. Curt Jurgens er rétti maðurinn í hlutverk hins veiklynda eiginmanns. Rob in er einnig vel leikin af Sam- antha Eggar og er bezt, þegar hún reynir að tæla Eric. Ian Bannen lýsir mæta vel óstöðug lyndi þessa unga mans. Nýr athyglisverður banda- rískur kvikmyndaleikstjóri er kominn fram iá sjónarsviðið, sem á vonandi eftir að láta eitt- hvað enn betra frá sér fara. Hann heitir Alexander Singer- Sigurður Jón Ólafsscm. STYRKUR Frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu um styrki EviTópuróðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðis þjónustu fyrir árið 1968. Evrópuráðið veitir á árinu 1968 styrki itil náms og kynnisferða fyir ir lækna og starfsfólk í heilbrigð- isþjónustu. Tilgangur styrkjanna er, að styrkþegar kynni sér nýja tækni í starfsgrein sinni í löndum innan ráðsins. Styrkurinn er veittur hverjum einstaklingi í 1 til 12 mánuði og er að upphæð franskir frankar 850 til 1000 á mánuði, auk ferða- ■ kodtnaðar. Styrktímabilið hefst 1. apríl 1968 og lýkur 31. marz 1969. Umsóknareyðublöð ásamt upp- lýsingum fást í skrifstofu land- læknis og í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu fyrir 1. október n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 8 ágúst 1967. Hvert viljið þér fara? Nefnið stciðinn. Við flytjum yður, fljótast og þœgilegast. Hafið samband við ferðaskrifstofurnar eða PAIV AMBRlCAtV Hafnarstræti 19 — sími 10275 Engólfs-Café Gömíu cSansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. Keflavík Keflavík Börn óskast til að bera blaðið til áskrifenda í Keflavík. Talið við afgreiðsluna. — Sími 1122. Alþýðublaðið. Alþýðublaðið vantar börn til blaðburðar við Miðbæ I. og II. Laugaveg efri og neðri. Tjarnargötu Seltjamarnes II. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14900. Afþýðublaðið Konan mín GUÐRÚN HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, andaðist í Landsspítalanum föstudaginn 25. þ. in. Sigurvin Össurarson. "W 'fj! Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför elsku drengsins okkar og bróður ERLINGS JÓHANNESAR ÓLAFSSONAR, Guð blessi ykkur öll. Vigdís og Robert Jack, Ólafur Guðmundsson, afi og ömmurnar og systkin hins látna. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu, vegna and- láts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu ÁSLAUGAR BENEDIKTSSON. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir Gunnar Pálsson Sjöfn Kristinsdóttir Björn Hallgrímsson, Erna Finnsdóttir Geir Hallgrímsson, » og barnabörn, 14 26. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.