Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 13
KfljgggSBÍjB Hin frumstæða London (Primitive London) Spennandi og athyglisverð lýs- ing á lífinu í stórborg, þar sem allir lestir og dyggðir mannsins eru iðkaðar ijóst og leynt. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnuni innan 16 ára. Ný dönsk mynd, gerð eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde". Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLÍÐ 1, SÍMI 21296 ■ VIÐTALST. KL. 4—6 MALFI.UTNIHGUR LÖGFRÆÐiSTORF SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum ’bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá blf- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 vlð RauðarS Símar 15812 - 23900. Myra hristi höfuðið , -Hann er í New York hjá Harbome. Ég fékk bréf frá Lindu Harbor- ne í gær. Þau eru góðir vinir, — Þið Brad áttuð svo vel saman. sagði Vonnie. — Ef þið mynduð aðeins hittast aftur... — Ég veit ekki, hvað Brad finnst. Við rifumst heiftarlega. — Og að nauðsynjalausu! — Vitanlega. Þannig eru flest rifrildi. En auk þess enda mörg þeirra svona. Hún kveikti sér í sígarettu og blés reyknum upp í loftið. —Linda hringdi til mín frá New York og sagði, að Brad hefði spurt eftir mér. Það er þó eitthvað. En ef við hittumst aftur verður Bard að eiga frumkvæð- ið. Margir menn liöfðu beðið Myru, en enginn þeirra hafði skjpt hana máli nema Brad Cor- coran. Þau hittust í New York og seinna þegar hann kom til Vancouver til'að hitta liana trú- lofuðust þau. Vonnie fékk ekki að vita’um hvað þau höfðu rif- izt. Myra sagði aðeins að þeim liefði ekki samið. Elskaði Brad Myru enn? Eða hafði rifrildið drepið ást toans á lienni? Vonnie mundi hvernig það var að vera ástfanginn og að hætta að vera það. Hún hafði næstum trúlofazt tvisvar og nú skildi hún að það hafði ekki ver ið sönn ást- Hún var 3 áruni yngri en Myra. Einhvern tímann átti hún það eftir að verða al- varlega ástfangin og þá. myndi liún læra af reynslu Myru. Hún ætlaði að gæta þess, að ekkert. enginn smávægilegur misskiln- ingur eða annað sem engu máli skipti eyðileggði toamingju henn ar. — Þetta er eftirlætisliturinn minn, Vonni. Safírblátt. Þau sátu !á svölum sem lágu út að Kyrrahafi. Hún var í nýj- um silkiorandí kjól með silfur þráðum í og Nigel toorfði aðdá- unaraugum á hana. — Minn líka. Hún leit í augu hans og hló. — Flestir karlmenn myndu aðeins kalla þetta blátt. Þetta var yndislegt kvöld. Þau ræddu saman eing og þau liefðu þekkzt lengi. Milli réttanna döns uðu þau og drukku kampavín. Þegar þau fóru óku þau með- fram ströndinni. Stjörnurnar blikuðu yfir höfðum þeirra, gol an var mild. Á svona stundu tók maðurinn sem maður elskar mann í faðm sér og kyssti blíð- lega á varir manns, hugsaði Vonn ie. En Nigel Foster gerði ekkert slíkt. Hann sat og starði á tungl ið speglast í. hafinu. jafnvel og ég vona að þér — Ef þér hafið skemmt yður fáist til að fara út með mér aft- ur, sagði hann. — Hafið þér á- nægju af hljómlist? Hún gat svarað báðum spurn- ingum hans játandi. Hún vildi gjarnan fara út með honum aft- ur og hún hafði sanna ánægju af góðri tónlist. Innst inni ósk- aði hún þess, að hann byði henni út'á morgun. Og hitt kvöldið. Og á hverju kvöldi! Um helgina fóru þau að aka upp í sveit og Vonnie sýndi hon um eftirlætisstaði sína. Þau gengu gegnum skóginn eða sett- ust á sólheita kletta. Síðasta kvöldið sem þau voru saman fóru þau út að dansa aft ur. Svo óku þau að einmanaleg um stað milli skógar og hafs. Þegar hann kyssti hana vissi hún að þetta var engin skyndi- ást. — Vonnie, sagði hann. — Þii sagðir mér einu sinni,; að þú kynnir afar vel við þig hér. Kanntu svo vel við þig, að þú gæt.ir ekki hugsað þér að fara annað? — Það fer eftir því tovers vegna ég ætti að flytja . . . — Vegna ástarinnar. Hann leit í augu hennar. — Ég elska Rödd hans var biðjandi en hún varð að vita með vissu, hvað toann var að reyna að segja... þig. En það veiztu líka. . .. — Við höfum ekki þekkzt nægi lega lengi! Hún reyndi að verj- ast fram á síðustu stundu. Hún óttaðist þessa stund- Óttaðist annað og meira en hrifningu og rómantík. — Þetta er alvara mín, Von- nie, sagði hann. Og hún vissi skyndilega að henni var ekki síður alvara en honutn. Hún leit á hann og hvísl aði: — Ég elska þig, Nigel. É-g held að ég hafi elskað þig alltaf. Löngu seinna sagði hann: — Ég fer til Yellowknife á morgun. En þetta verður aðeins skamm vinnur aðskilnaður. Hann hló blíðlega. — Heldurðu að þér líki vel að búa í Englandi, litli Kan- adamaðurinn minn? — Mér er sama hvar ég er, ef ég er hjá þér, svaraði hún. Tíminn skiptir engu máli leng ur. En nú kom tunglið upp og Nigel hristi hana blíðlega til. — Þú töfrar mig, Vonnie! Ef ég fer ekki strax heim með þig, kemst ég ekki til Yellowknife á morgun! Vonnie var fegin því, að það voru öll ljós slökkt, þegar hún kom heim. Hana langaði til að vera ein með hugsanir sínar í kvöld. Hún háttaði sig í myrkr- inu og reyndi að velta því fyrir sér hvernig framtíðin yrði. Svona smámunir gátu breytt öllu lífi manns. Hundur, sem eltir kjöt- bein' og.... Sólin skein á heiðum himni þegar hún vaknaði næsta morg- un. Hún gekk berfætt að glugg anum og hugsaði um það, hve skemmtilegt það yrði að biia sig vel á svona morgni. Að fara í skrautlegan kjól - nýjan græn og hvít röndótta sumarkjólinn með víða pilsinu og setja á sig stóra blómaeyrnalokka og fara í græna sandala. Hún stóð fyrir framan spegilinn. Hún sá fyrir sér glott ið á fólkinu á skrifstofunni ef hún kæmi svona búin í vinnuna. Hún opnaði skápinn og tók fram dökkbláan léreftskjól. Myra spurði við morgunverð- arborðið: — Skemmtirðu þér vel í gær kveldi ? — Dásamlega! Mj'ra leit spyrjandi á hana og fór svo fram á gang til að sækja blöðin. Þegar'hún va); setzt aftur og teygði sig eftir ristaða brauð inu, sagði Vonnie: — Nigel vill að ég fari með lionum til Englands. Myra leit undrandi á hana. — Er það svona? Komdu til Englands og ég skal sýna þér, allan lieiminn! Það yrði að vísu skemmtilegt, en. . .. — Hann vill að ég verði þar kyrr. Myra, við elskum hvort annað. — Ég hef vitað það í heila viku að þú ert ástfangin! sagði Myra kæruleysislega. -En ég er ekki jafnviss um Nigel. Þá sjald- an ég hef séð hann hefur mér virzt hann fremur feiminn og ó- framfærinn. Ætlið þið að gifta ykkur? Vonnie saup á bollanum. — Já, við ætlum að gifta okk- ur. — Hefur hann beðið þín? Beinlínis beðið þín? — Það varð samkomulag okk ar á milli, sagði Vonnie lágt. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell bygglngavöruverzlun Réttarholtsvegl 8. Síml 3 88 40. Hvar er trúlofunarhringurinn? Vonnie lagði bollann frá sér. — í gærkveldi — í gærkveldi skildum við að við elskuðum hvort annað. Við hugsuðum'ekki um annað — en framtíðina. Nig- el átti að fara til Yellowknife í morgun. Þegar hann kemur aftur. Myra beit í brauðeneiðina, sem hún hafði verið að enda við að smyrja og sagði rólega: —Þú hefur þekkt hann í hálfan mán- ’uð og aílan þann tíma \'ar hann í sumarleyfi. Rómantík á heima x sumarfríi. Er það þannig? Eða. .. Vonnie leit ákveðin á hana. — Eða er það alvara? — Það var einmitt það, sem mig langaði til að vita. — Þú átt með öðrum orðum við, að Nigel hafi aðeins viljað daðra eilítið í sumarleyfinu. — Ég vildi aðeins fá að vita hvort það væri smádaður eða eitthvað annað. Mér lízt vel á Nigel og ég geri ekki ráð fyrir að hann myndi segja stúlku að VATNSSfUR Ekki lengur húð innan i uppþvottavélunum. Ekki lengur svart silfur. Ekkl lengur óþægileg lykt og bragðefni í vatninu. — SÍA SF Lækjargötu 6b, sími 13305. ÚRTALSRÉTTIR á virkum dögtim oghátiðum Á matseðli vikunnar: STEIKT LIFUR BÆJAHáBJÚGU KINDAKJÖT NAUTASMÁSTEIK LIFRARKiEFA Á liverri dós er tillaga um framreiðslu . KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ/ 26. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLftÐIÐ |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.