Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 10
< V. Hér kemur nýjasti dansinn — tízkudansinn í vetur og hann er kallaður SNEEKER. Hann hefur orðið til úr átta grundvallarsporum. Hér hreyfum við fæturna meira en líkamann gagnstætt því, sem gildir í shake og go go. Dansinn er mjög einfaldur og auðlærður og ekki eins hasarfenginn og ýmsir aðrir dansar. Hann á vel við ýmsa vinsæla danstónlist, sem hinir hröðu dansar passa ekki við. 1. Eitt spor fram í hægri 2. Sparkið vinstri fæti 3. Vinstri fót í kross 4. Aftur niður á hægri fót. fram. fram fyrir hægri fót. fót. 5. Eitt spor fram á 6. Sparkið hægri fætin- 7. Hægri fót í kross fram 8. Aftur niður á vinstri vinstri fót. um fram. fyrir vinstri fót. fót. 10 26. ágúst 1967 — KVIKMYNDIR LESTIN. (The train). Tónabíó. Bandarísk frá 1964. Leikstjóri: John Frankenheimer. Handrit: Franklin Coen, Frank Davis og Walter Bernstein eftir sögu Rose Valland, Le Front de 1‘Art. Kvikmyndun: Jean Tournier og Walter Wottitz. Klipping: David Bretherton og Gabriel Rongier. Tónlist: Maurice Jarre. 133 mín. íslenzkur texti: Loftur Guð- mundsson. París. 2. ágúst, 1944. Þjóðverj ar hafa fyrir löngu haldið inn- reið sína 1 höfuðborg Frakk- lands og nú hyggjast þeir nema brott málverk heimskunnra mál ara frá Paume-listasafninu. Of urstinn Von Waldheim (Paul Scofield) er fyrir þýzka hem- um, sem á að framkvæma þessa áætlun og koma málverkunum til Þýzkalands. En „Heiður og stolt Frakk- lands“ er í veði. Franska and- sþyrnuhreyfingin er vel á verði. Labiche (Burt Lancaster) er fenginn til að stjóma lestinni með listaverkunum innanborðs, en hann er atkvæðamikill með limur í andspyrnuhreyfingunni. Hefst þá miíkil og hörð barátta, milli ofurstans og Labiche, þess ara ólíku manna, sem eiga þó það eitt sameiginlegt, að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Frakkamir gera svo allt hvað þeir geta til að tefja fyr ir lestinni og þeim tekst að blekkja nazistana illilega. Það er erfitt að finna galla á þessari kvikmynd. John Frank enheimer er hæfileikamikill Ieikstjóri. Hann hefur ótrúlegt vald á tækni sem hann beitir sparlega, en af öryggi. Leik- stjóm hans er markviss, vand virknisleg, en þó fyrst og fremst persónuleg. Hér er ekki gengið að hlutunum til þess eins að festa á filmu einhverja æsandi atburði — það er enginn subbu mennska á bak við þetta — enginn fjöldaframleiffslubragur. Hvert -atriði virðist Vandlega yf- irvegað, unnið af nákvæmni. Og árangurinn er eftir því. Að öllu leyti er myndin mjög vel unnin. Kvikmyndataka er öldungis frábær, svo og klipp ingar. Tónlistin er sparlega not- uð og stundum koma „effekt- hljóð“ í stað tónlistar. (Sbr. snilldarlega gerðan lokakafla). Frankenheimer hefur jafnan mikið vaid á leikendum sínum, enda ber myndin þess merki, Paul Scofield er frábær í hlut verki ofurstans og er leikur hans mjög heilsteyptur, en Sco field hefur annars lítið komið nálægt kvikmyndum; hefur mest megnis haldið sig við leiksviðið. Verður gaman að sjá hann í A man for all seasons, þar sem hann hlaut Óskarverðlaun, sem kunnugt er. Burt Lancaster er einnig vel skipað í hlutverk La biche, en hann liefur mikið leik ið í kvikmyndum Frankenheim- ers. Aukahlutverk er einnig vel leikin, og þar má m. a. sjá hinn gamalkunna Michel Simon. Það er aðeins einn leikari, sem bregst: Jeanne Moreau í hlut verki veitingakonu, en hlutverk þetta býður ekki uppá mikla möguleika, þó maður hefði vænzt meira af janfágætri leik- konu. íslenzki textinn er betur gerð ur en maður á að venjast í öðr- um kvikmyndahúsum. LESTIN er sjöunda kvikmynd in, sem John Frankenheimir ger ir og hafa þær allar verið sýnd ar hér, utan ein — Birdman of Alcaraz. Virðist Frankenheim er í stöðugri framför, en næsta mynd á eftir þessari er Seconds, sem margir telja meðal beztu kvikmynda, er komið hafa frá Bandaríkjunum síðustu árin, en í þeirri kvikmynd hefur Frank enheimer fengið mann eins og Roek Hudson tll að leika vel. Slíkt hlýtur að ganga krafta- verki næst. Sigurður Jón Ólafsson. ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.