Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.08.1967, Blaðsíða 5
MEÐ GOLFSTRAUMNUM IIL REYKJAVlKUR REYKJAVIK verður fyrsti á- fangastaður í hnattsiglingu bandarískra hjóna, sem fyrir skömm-u lögðu upp frá Baiti,. more í Bandaríkjunum. Far- kosturinn er 33 feta langur seglbátur og ber hann nafniö' Sea Sprite. Hjónin heita Theodore og Ir is Pfeifer og eru bæði.marg- reynd í úthafssiglingum á segl bátum. Svo sem fyrr segir er Keykjavik fyrsti áfangastaður- inn, en héðan munu þau halda til Færeyja. Þá munu þau leggja leið sína til Orkneyja og síðan fara inn á Miðjarðar- haf. Að öllum líkindum mun Sea Sprite vera hér um næstu mán aðamót, en hann er hinn glæsilegasti farkostur byggður í Hollandi. Pfeifers hjónin sigldu bátnum frá Hollandi, þar sem þau keyptu hann, til Baltimore. Theodore hefur lengi unnið við að styrkja bát inn og búa hann sem bezt und ir hnattsiglinguna. Þau hjónin ætla að nota Golfstrauminn til þess að fleyta sér upp að ströndum ís lands og búast þau við að þau verði um 60 daga á leiðinni. Aðalfundur SÍS! Theodore og Iris Pfeifer. Reykjavík verður fyrsti áfangastaður Sea Sprite. Aukið eftiriit með óhreinkun sjávar Eftir „Torrey Canyon” slysið hefur víða verið hert mjög á eftir liti með olíuóhreinkun sjávar. Board of Trade í Bretlandi hafa varað sjófarendur við, að dæla olíu í sjó við Bretlandsstrendur og halda strangan vörð, með skipum og flugvélum, svo hætta á kær- :um og refsingu er mikil. Engin hámarkstakmörk eru fyrir bótagreiðslum þeim, sem gera má á hendur skipstjórum, sem gerast brotlegir við hin brezku ákvæði um olíuóhreinkun á svæðinu um- hverfis Bretland, kemur jafnvel fangelsisvist til greina. Sem dæmi um það hve alvar- legum augum er litið á olíuóhreink un sjáVar erlendis, má nefna að norskir skipstjórar hafa verið dæmdir í 400 ástralskra punda Forsetar Hæstarétta á fundi Forsetar Hæstaréttar íslands i Aðrir, sem sátu fundinn: Agae Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og | Lorentzen, Danmörku, Nils Beck Finnlands liéldu nýlega með sér man, Svíþjóð, Antti Hannikain fund í Osló og sat Gizzur Berg steinsson forseti Hæstaréttar fs- lands fundinn að þessu sinni. Tilnefndur í Mann- Einar Arnalds, hæstaréttardóm ari, hefur sagt lausu dómarasæti sínu í Mannréttindadómstóli Evr- rópu og hefur Sigurgeir Sigur- jónsson hæstaréttarlögmaður verið tilnefndur í hans stað. Tilnefning hans þarfnast staðfestingar innan Evrópuráðsins og mwn hún verða veitt innan tíðar: en, Finnlandi og Terje Wold, Nor egi. NTB-fréttastofan átti stutt sam tal við forseta Hæstaréttar Nor- egs, en hann er gestgjafi að þessu sinni. — Á fundunum skýra forsetarn ir frá starfinu í þeim dómstólum sem þeir starfa við og ræða þau vandamál í skipulagi og réttar- gangi við æðstu dómstólana, sem eru efst á baugi, sagði Terje Wold. — Það segir sig sjálft að kynni af réttarskipun annarra landa er hverjum hæstaréttardómara nauð synleg. Þetta á ekki sízt við um Norðurlöndin innbyrðis. Þótt rétt FraiOhald á 15. síðu. sekt fyrir óhroinkun sjávar nálægt höfninni í Melbourne og $50 sekt og $20 í málskostnað fyrir að ó- hreinka enska höfn. Ennfremur hefur vélstjóri nokk ur á .norsku skipi verið kærður fyrir það að lensa hreinu kjölfestu vatni í gegnum dælu og JeiSslur, sem rétt áður höfðu verið not- aðar við dælingu á dieselolíu. Enskur dómstóll hefur nýlega dæmt útlendan skipstjóra í $750 sekt fyrir að hafa dælt hráolíu í sjó við Bretlandsstrendur og senni legt er að auk þess verði gerðar bótakröfur á hendur eigendum skipsins að upphæð $27.000. (Skipaskoðunarstjóri). Aðalf. sambands ísl. stúdenta erlendis, SÍSE, var haldinn dag- ana 16. og 17. ágúst s.l. Fundinn sátu um 25 fulltrúar frá 10 þjóð löndum auk áheyrnarfulltrúa frá Stúdentaráði Háskóla íslands og fleiri. Tiigangur sambandsins er að gæta hagsmuna íslenzkra stúd- enta erlendis, efla samheldni þeirra í milli og kynna nám og kjör stúdenta erlendis. líjörin var ný stjórn, en hana skipa: Þorvaldur Eúason, formað ur, Sven Þ. Sigurðsson, varafor- maður, Þórður Vigfússon, ritari, Þorvaldur Ólafsson og Stefán Glúmsson, meðstjórnandi. Stúdentaþing. Á fundinúm voru gerðar sam- þykktir um aukið starf SÍSE heima og erlendis. Útgáfu SÍSE blaðsins, sem hófst á síðastliðnum vetri verður haldið áfram í vetur. Ritstjóri var skipaður fráfarandi fomaður, Gylfi ísaksson, verkfræð ingur. Einnig voru samþykktar á- lyktanir um samstarf SÍSE og Stúdentaráðs Háskóla íslands (SHÍ), einkum rneð tilliti til stúd- entaþings, sem haldið verður í byrjun september. Á þinginu munu sitja fulltrúar frá SÍSE og SHÍ, og er þar kominn vísir að skipulagsbundnu samstarfi allra íslenzkra stúdenta, sem stefnt hefur verið að undanfarin ár. Viðbótarlánasjóður. Hagsmunamál stúdenta voru mikið rædd. Fagnað var lögum um námslán og styrki, sem sam- þykkt voru á Alþingi á s.l. vori, sérstaklega ýmsum nýmælum, svo sem afnámi deildaskiptingu milli námsmanna heima og erlend is og kandidatastyrkjum. — Hins vegar var harmað, að ekki eru í lögumum tímamörk um það hve- nær markmiði laganna skyldi náð, þ.e. að opinber aðstoð við náms- menn nægi hverjum námsm. til að standa straum af árlegum náms kostnaði, þegar eðlilegt tillit er tekið til aðstöðu hans til fjáröf)- unar. Lögð var áherzla á, að í vænt- anlegri könnun um namskostnað Stúdenta komi fram raunveruleg fjárþörf þeirra svo og að kannað verði, hversu margir stúdentar hætta námi erlendis eða hefja aldrei nám vegna fjárskorts. Samþykkt var ályktun um að stofna bæri strax viðbótarlána- sjóð, þar sem námsmenn, sem eru illa staddir fjárhagslega, gætu fengið lán með venjulegum banka vöxtum til viðbótar við opinber lán og styrki. Einnig að tekin verði upp ríkisábyrgð á lánum námsmanna. Bent var á, að enda þótt þriðj- ungur allra námsmanna sé nú giftur, er ekkert tillit tekið til þessara manna í núgildandi lög- um og gerðar voru ýmsar fleiri ályktanir um hagsmunamál. Hilm ar Ólafsson, arkitekt, hefur verið skipaður fuiltrúi SÍSE um þessi mál í vetur. N ámsky nningar stof nun. SÍSE hefur í samráði við, SHÍ skipulagt námskynningar á und- anförnum árum. Samþykkt var að halda þessu starfi áfram. Þó var ákveðið að fella niður náms- kynningu þá, sem lialdin hefur verið í ágústmánuði, þar sem hún hefur ekki gefið mjög góða raun, Framhald á bls. 15. Fjölsótt Jabarsmót Jaðarsmót íslenzkra ungtempl- ara var haldið um síðustu helgi. Mótið sóttu um 1500 manns, en margir þátttákenda dvöldu i tjald búðum um helgina, og fór mótið vel fram. Þetta er í tíunda skipti sem íslenzkir ungtemplarar efna til þessa móts fyrir unga fólkið í Reykjávík og nájgrenw. stöðum inni á Jaðri og í stóru stóru samkomutjaldi. Hljóm sveitin MODS og ÁSATRÍÓIÐ úr Keflavík léku fyrir dansi. Á sunnu-' dag var guðsþjónusta kl. 14.30 sr. ! Árelíus Níelsson prédikaði. Síðar um daginn var skemmtidagskrá; : Birna Aðalsteinsdóttir söng þjóð | lög, þjóðdansaflokkur sýndi dans Mótið að Jaðri var sett á laugar ■ og Ómar Ragnarsson skemmti með dag, en þá um kvöldið var skemmti leik og söng að Jaðri og mátti halda kvöld og dans stiginn á tveimur 1 Framhald á 15. síðu. 26. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.