Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 4
r lŒQ&SHI) Bitstjórl: Benedlkt Gröndal. Simar 14900—14903. — Augiýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið vlö Hverílsgötu, Rvík. — Prentsmlöja Alþýðublaðslns. Slml 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausft* sölu kr. 7.00 elntakiO. — Útgefandl: AlþýSuflokkurlnn. ALMANNAVARNIR Jarðhræringar og nýir hverir á Reykjanesi hafa verið mjög í fréttum und'anfarna daga. Þessar frétt ir minna okkur á þá staðreynd, að við byggjum eld- fjallaland, þar sem enn er mikið af virkum gosstöðv um. Síðastliðin tuttugu ár hafa orðið hér þrjú meiri- háttar eldgos, en svo er fyrir að þakka, að þau hafa átt sér stað á óbyggðum svæðum og tjón því ekki orðið, nema í Heklugosinu 1947 þegar bændur þar í grennd urðu fyrir nokkrum búsifjum af völdum náttúruhamfaranna. Að sögn jarðfræðinga er ekki ástæða til að óttast, að'eldgos sé í aðsigi á Reykjanesskaga; breytingar á hverasvæðum þurfa alls ekki að boða slíkt, þótt þær geti verið undanfari meiri tíðinda. Svo verður þó vonandi ekki þessu sinni. Ýert er að minna á í þessu sambandi, að sennilega erum við íslendingar verr búnir en flestar aðrar þjóðir til að mæta náttúruhamförum .Við höfum ekki skipulagðar sveitir manna, sem komið gætu til aðstoð ar, ef illa færi. Aðrar þjóðir, sem hafa á að skipa þjálfuðu herliði, nota það undir slíkum kringumstæð um, en slíku er ekki, og verður væntanlega ekki fyr ir að fara hér. Á undanförnum árum hefur margt verið ritað og rætt um nauðsyn almannavarna, og hefur þar sýnzt sitt hverjum. Þetta hefur verið gert að pólitísku bit- beini, og hafa andstæðingar ríkisstjórnarinnar á nær hverju þingi mælt gegn fjárveitingum til þessara mála. Vel kann að vera, að þessum málum hafi ekki verið sinnt sem skyldi og ýmislegt mætti betur fara í þeirri skipulagningu, sem þegar er komin á laggirnar. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að eiga birgðir af • ýmiss konar neyðarvarningi og öðrum gögnum, sem grípa mætti til, en hitt virðist þó engu síður nauð- ' synlegt að skipuleggja sveitir, sem væru sérhæfðar í hvers kyns björgunarstörfum. Eins og nú háttar erum við illa undir það búnir að ' mæta náttúruhamförum og væri ráð að hefja skipu- lagningu almannavarnasveita, eins og raunar mun tíðkast í flestum löndum. Það sakar 'aldrei að vera viðbúin því, að illa kunni ' að fára, og í rauninni ættu almannavarnir að vera ; einn þátíur slysavarnakerfisins sem hér hefur lengi ’ verið víð lvði og látið hefur margt gott af sér leiða. Það er illa farið, að þetta mál skuli hafa orðið að pólitísku þrætuepli', en vonandi verður þess ekki langt ‘ ’að búÞ, að andstæðingar þess skilji, að málið er alls ekki þannig vaxið. 4 4. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Toyofa Corolla 1100 Innifalið í verði m. a.: Riðstraumsrafall (Alternator), rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða mið- stöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o. fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Jspanska Bifreiðasalan Ármúla 7. Sími 34470 - 82940. llllg i a kn 3ssgötuvn | ★ „DAGLEGT MÁL” OG BLÖÐIN. k Útvarpsþátturinn „Daglegt mál” í umsjá Árna Böðvarssonar hefur aflað sér mikilla vinsælda meðal almennings á undanförnum árum. Er vafasamt, að annað útvarpsefni hafi átt stærri hlustendhóp að staðaldri. Sannleikurinn er sá, að æöi margir eru áhugasamir um tunguna og vilja vanda mál sitt, þótt getan sé ekki alltaí sem skyldi. Því eru allar leiðbeiningar vel og þakksamlega þegnar. Umsjármanni þáttarins hefur líka að mínum dómi tekizt mjög vel að gera efn- inu skil án þess að það yrði leiðigjarnt, þurrt eða staglsamt, en í þá gryfju er næsta auðvelt að falla. í þættinum „Daglegt mál” hcfur oft verið vikið að máli dagblaðanna farið með tilvitnanir og tekin dæmi til skýringar og viðvör- unar, enda eru dagblöðin aðallesefni fjölmargra heimila í landinu. Áhrif þeirra á þróun tungunn- ar hljóta því að vera mikil, fólkið lærir það sem fyrir því er haft í þessu sem öðru. Enginn hlutur var þess vegna eðlilegri og sjálfsagðari en að gagnrýnin beindist að blöðunum öðru fremur. Þótt undarlcgt megi heita, eru þess dæmi, að blaða- menn hafi brugðizt illa við réttmætri gagnrýni þáttarins og kveinkað sér undan þcim aðfinnslum og ábendingum, sem þar hafa komið fram, ætti þó engum að vera ljósara en þeim, hvað málfari dagblaðanna er í mörgu áfátt og langt í frá að þau hafi lireinan skjöld í þessum efnum. Er síður en svo ámælisvert, að það sé gert að umræðuefni í þætti sem þessum. Hitt hefði verið erfiðara að verja, ef gengið hefði verið framlijá málfari dag- blaðanna og látið eins og þar væri allt í sómanum og ekkert aðfinnsluvert. Ættu blaðamenn að vera þakklátir útvarpinu og Árna Böðvarssyni fyrir góðar og gagnlegar ábendingar og leiðbeiningar, enda munu þeir líka vera það flestir. j ★ BLAÐAMENN OFAN VIÐ MEÐALLAG. i Með þessu er þó ekki sagt, að ísienzkir blaðamenn skrifi lakara mál eða séu upp til hópa meiri ritskussar en aðrir landsmenn. Ég vil þvert á móti halda því fram, að þrátt fyrir margar og meinlegar villur og vankunnáttu blaða- manna, þá séu þeir talsvert ofan við meðallag hvað ritfærni snertir. Engin könnun hefur að vísit farið fram um þessa hluti og ,því ekki fast undir íótum, þegar ræða skal málið. Samanburður á heimafengnu og aðfengnu efni blaðanna gæti þó kannski gefið einhverja vísbendingu í þessum efn- um, og hygg ég, að niðurstaða þess samanburðar yrði blaðamönnum ekki óhagstæð, þrátt fyrir lé- leg vinnuskilyrði, sem þeir eiga við að búa. Enda eru miklar líkur á að til blaðamennsku veljist frekar menn með nokkra hæfileika til ritstarfa og einhverja menntun á því sviði heldur en aðrir. Sömuleiðis er á það að líta, að þeir sem stundað hafa ritstörf eða blaðamennsku um lengri eða skemmri tímá, ættu að hafa öðlazt meiri æfingu ■og reynslu í þessum efnum en gengur og gerist, Ritfærni er ekki eingöngu meðfædd náðargáfa, heldur líka lærdómur og þjálfun, sem oft ræður me-ira að segja úrslítum um árangurinn. S t e i n n <

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.