Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 13
Ný dönsk mynd, gerð eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLfÐ 1 • SfMI 21296 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá blf- BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará Símar 15813 - 33900. OTiHURDIR TRÉSMIÐJA P. SKÚLASONAR NýbýSavegi 6 Kópavogi % sími 4 01 75 Ný framhaldssaga: ÖRLAGAVALDUR 1 eftir: Christina Lafferty Ég vissi, að þessa dags myndi hún alltaf minnast. Það hófst ó- sköp eðlilega, sólin streymdi inn um gluggann, þegar Anna kom inn með morgunverðinn á bakka. Anna breyttist aldrei. Fyrst var hún stofustúlka, svo varð hún - eftir lát ömmu Meg - ráðskona, barnastúlka og allt annað. Anna elsku Anna með skolleitt hárið í hnút í hnakk- anum og feitar eplakinnar, sem voru jafnhrukkulausar og þegar Meg var lítil telpa. Hvað hefðu þau getað án hennar? Meg settist upp í i-úminu og leit á Önnu: — Svo það er ekki nóg fyrir þig að sjá um rekstur hússins og elda mat og hreinsa, heldur þarftu líka að færa mér mat í rúmið? — Bai-a róleg, sagði Anna glað lega. — Það er ekki meiri fyrir- höfn en ef þú borðar morgun- verð niðri. — Þú mátt ekki gera þettn. Anna! Þú mátt ekki stjana svona við mig. Nú er ég komin heim og ég ætla að sjá um minn hluca af vinnunni. Anna brosti. — Það er gott að sjá þig aft- ur, Meg, þó þú sért mjó eins og spýta. Ég sé, að það er engin næring í þessum útlenzka mat. Þú þarft góða kjötköku, tertur og álíka. Það kom undarlegur glampi í augu hennar. — En það hiýtur að hafa verið spenn- andi að'sjá. alla þessa staði, ég hef aldrei komizt lengra en til Truro. Meg brosti veikt og fór að borða morgunverðinn. Það gat litið út fyrir að vera vanþakk- læti og sennilega var það rangi af henni, en hún hafði hatað hverja stund af árinu, sem var liðið. Ekki vegna þess að faðir hennar - eða réttara sagt upp. eldisfaðir hennar - fengi að vita það því að þetta ár orlendis hafði verið afmælisgjöf hans til henn- ar og það hlaut éitthvað að vera að henni þar sem hún var ekki ánægð með þessa gjöf hans. Hver einasta önnur stúlka hefði notið ársdvalar á megin- landinu umkringd af ríkum, ung um mönnum og laglegum, glað- værum stúlkum. Meg hafði verið „gestur” hjá frú Barclay, sem var gömul vinkona pabba henn- ar. Hún„var kona, sem gjarnan vildi virðast ríkari en hún var og jók hún tekjur sínar með því að vera gestgjafi ríkra ung- menna. Haida fyrir þau véizlur og fara með þau af einum stað í Evrópu á annan. Þetta hafði víst kostað föður Meg háa upphæð, en henni hafði leiðst innan um þetta fólk og hún var þiæytt á veizlum, Nei, þetta ár hafði ekki hentað henni - en það hefði hent að Janice mjög vel. Meg leit á Önnu, sem var að opna gluggana. —• Iívernig hef- ur Janice það? Hún hefur ekki skrifað mér. — Hún skrifar næstum aldr- ei lieim lieldur, sagði Anna ó- ánægjulega. — Hún er óþæg, hún systir þín. Við fréttum afrek hennar í heimavistarskólanum og þar er sagt, að hún sé kolvitlaus. Meg andvárpaði. Janice skorti alla ábyrgðartilfinningu. Svo Ixún hafði ekkert breytzt á þessu ári, en hún var nú líka aðeins sautjlán ára og gat róazt enn. —Segðu mér Tom, sagði Meg, —Hann skrifaði mér reglulega en það voru nokkurs konar skyldubréf, sem ekkert var að lesa í. Hvernig gengur í Éond- on? Garnla konan andvarpaði. Um síðustu helgi var hann heima. Hann vill ekki vera í London og hann vill ekki verða lögfræð ingur. Hann vill fá peninga til að kaupa býli, en húsbóndinn vill ekki leyfa honum það. Hann segir að það séu engir peningar í landbúnaði. Þeir rifust heiftar. lega. Meg þagði. En hvað þau voru öll erfið. Faðir þeirra gerði allt fyrir þau og ekkert þeirra kunni að meta það. Hún vissi vel, að hún hafði verið send til frú Barcley í þeirri von, að þar hitti hún ungan og ríkan mann, sem hún yrði ástfangin af og giftist. í stað þess hafði hún látið sér leiðast í heilt ár. Átján ára bróðir hennar, Tom, var hjá lögfræðing, sem hafði lofað að gera hann að félaga sínum með tímanum, en í stað þess að vera þakklátur, gekk Tom um í vondu skapi og hugsaði um lítið býli uppi í sveit. Og Janice. Meg hristi höfuðið við tilhugsunina. Janice féll á öllum prófum. Hún hafði aðeins áhuga fyrir að teikna kjóla og því var hún send á dýran lista- skóla, en hún varð bráðlega leið á því. Eina áhugamál hénnar var að skemmta sér. Anna tók bakkann. —Þú ert sú eina, sem ert góð við hús- bóndann, Meg. Það er gott að þú ert kominn Iieim. Og það er yndislegt að vera komin heim, hugsaði Meg um leið og hún settist á rúmstokk- inn. Hún reis á fætur og gekk að glugganum. Polzennor breyttist aldrei. Heiðin var umhverfis húsið og við sjóndeildarhringinn lá steinnáman, sem borgaði fyr- ir ferðalag hennar og nám Toms og Janice. Án námunnar hefðu þau ekki lifað, því þó faðir hennar ætti mikið land var það aðallega heiði, sem erfitt var að rækta. Nú heyrði Meg hljóð, sem hún kannaðist við. Það var flauta, sem gaf til kynna, að nú ætti að fara að sprengja í námunni. Hún gekk frá glugganum til að klæða sig, en nam staðar og leit á sjálfa sig í speglinum. Hún hrukkaði ennið, það var þreytandi að vera svona barna leg útlits þó að hún væri tutt- ugu og tveggja ára. Enginn myndi trúa því að hún væri orð in svona gömul. Hún hafði stór grágræh augu eins og lítil stúlka og sólin hafði sett freknur á nef broddinn en ljóst hárið féll nið ur með vöngunum og bugðaðist út í hliðunum. Hún var löngu hætt að reyna að breyta um ihár greiðslu, því að Ihár hennar neitaði algjörlega að falla öðru vísi og eins og það væri ekki nóg, hve andlit hennar va'r barnalegt, hafði náttúran skap- að hana litla og granna. Hún virtist viðkvæm, eins og það mætti naumast anda á hana. Hún gretti sig í spegilinn og fór. Skömmu seinna gekk hún út í garðinn í gömlum gallabuxum og peysu. Hundarnir tveir, Neró og Sesar, stukku æstir í kringum hana og næstum veltu henni um koll af hrífningu yfir að sjá hana aftur. Hún hugsaði svo mikið um hundana að hún sá ekki strax föður sinn, sem sat í stól sólar megin við húsið, en svo fóru hundarnir og Meg hljóp til pabba síns. — Ég hélt að þú værir við námuna, pabbi. — Ég er þar sjaldan. Þetta virðist allt ganga áh mín og ég er alltaf svo þreyttur, Meg. Hún leit áhyggjufull á hann. Kvöldið áður hafði hún verið of mikið eftir sig eftir ferðalag- ið og heimkomuna til að veita því eftirtekt að hann hafði elzt mikið. Síðastliðið ár hafði breytt honum mikið. Hann var hæði rýrari og eldri og andlit hans var gulleitt. Hún settist á hækjur sínar við hlið hans og tók um liönd hans. — Ertu hraustur, pabbi? Svaraðu mér nú heiðarlega. Hann brosti. — Ég er bara að verða gamall, barn. Hún þagði smástund. — Hef ég þakkað þér nægilega fyrir þetta yndislega ár erlendis, sem þú gafst mér? — Meira en nóg. Hann brosti. — Samt hefði ég verið ánægðari ef þú hefðir komið heim ti’úlofuð góðurn, ungum manni. Hún hló. — Því liggur þér svona á að gifta mig? — Ég vil tryggja framtíð þína. Hann tók um hönd henn ar. — Ég vil tryggja framtíð ykkar allra. Janice verður að ná prófi, hún er svo erfið, að enginn veit, hvernig hennar hjónaband fer. Hún verður að geta starfað við eitthvað. Og Tom . . . hann andvarpaði. — Tom vill ekki verða lögfræðing ur, en það er það bezta fyrir hann. Þú elskan mín ert róleg og blíð og þú þarft að gifta þig, en það eru fáir heppilegir xxngir menn hér. Sjónvarpstækin skiia afburöa hijóm og mynd FESTIVAL SJALUSI Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbyigju. — Ákaf- lega næmt. — Me5 öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. eykur gagn og gleði 4. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.