Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 8
I Og svo kom síld í salt. Auð- vitað var það aflakóngurinn Eggert Gíslason, sem kom með fyrstu saltsíldina hingað og á' einum klukkutíma tók plássið stakkaskiptum. Á planinu þar sem saltað var safnaðist fólk íi smáhópa, og sumir þreifuðu niður í tunnurnar og struku síldina og sögðu hún væri bara furðugóð, aðrir lyftu henni upp á maganum og sjá, mag- inn hélt. Eggert skipstjóri stóð á bryggjunni með augu á öll- um fingrum og fylgdist með lönduninni. AÐ AUSTAN Lokaspjall um síldveiðar og síldar- virmu austur á fjörðum aðamótin, þegar allt verður komið í fullan gang? — Við framleiðum ísinn sóálfir um borð, sagði Egg- ert, — og við ísum þetta allt á hillur og höfum stutt á milli þeirra. Það er lífsspursmái að koma með sem bezta vöru. Eggert mátti ekki vera að áð spjalla, því í nógu var að enúast. Áhuginn í síldarstúlkunum var ósvikinn, og þær spöruðu hrópin, enda margar hendur á lofti til að sjá um að þær vanhagaði ekki um neitt. Jóhann Magnússon ljómaði og einhver hafði orð á því, að það sakaði ekkert þó sólin skini ekki, því birtan, sem stafaði frá Jóhanni væri meiri en nóg. Sigfinnur Karlsson var í essinu sínu og eiginlega mað- ur dagsins, enda forstjóri Sæ- silfurs, sem fékk fyrstu salt- síldina. Sigfinnur er eins og allir vita landskunnur drift- og dugnaðar-maður, svo jafn- vel þeir, sem liggja í kirkju- garðinum fara að brölta í gröf- unum sínum, þegar hann er í spltunarham. Skólafólk var í greinilegum meirihluta af þeim, sem störf- uðu við söltunina, og sú ó- þægilega spurning læddist að manni: Hvernig fer eftir mán- Eftir hádegi í gær kom svo síld I frystingu í bæði frysti- húsin enda ekki vanþörf á, því hvaðanæva af landinu ber ast neyðaróp um beitusíld. Forstöðumaður annars frysti- hússins sagði mér, að ekki hefði linnt látum í allan gær- dag og í morgun um beiðnir frá verstöðvum að vestan og sunnan um síld í beitu, og ég held, að öll sú sild sem fryst hafi verið í gær og dag hafi verið seld, áður en hún fór í tækin til frystingar. Þeim hér fyrir austan finnst það í meira lagi skrýtið, að ekki skuli hafa verið fryst nema sáralitið af öllum þeim fjörutíu þúsund tonnum af síld, sem veiddist fyrir Suður- landinu á sl. sumri. Mikill áhugi virðist nú vera hjá síldarbátunum að taka með sér ís á miðin, enda hefur sýnt sig, að engin frágangssök er að salta velísaða síld. Sá galli fylgir bara gjöf Njarðar að ís- framleiðsla.hér fyrir austan er takmörkuð og fá því færri ís en vilja. Svo er líka liitt, að fæstir síldarbátarnir eru þann- ig útbúnir, að hægt sé með góðu móti að ísa síldina. — í nokkrum bátum er útbúnaður til að úða ísnum á síldina eða öllu heldur blása honum og einstaka bátar geta framleitt ís um borð. Það er raunasaga, að flest skipin, sem flutt hafa verið til landsins á síðustu árum eru mjög einhliða og aðeins mið- uð við það að flytja hráefni fyrir sildarbræðslurnar en minna hugsað fyrir hinu að hafa þau þannig úr garði gerð, að hægt væri að vinna matvöru úr síldinni, eS langt þyrfti að sækja. Eins og sést og heyrzt hefur í fréttum hafa Norðmenn gert velheppnaða til- raun með flutning á síld af fjarlægum miðum meðan ísl. síldareinkasalþn pírir 'einum tvö hundruð og fimmtíu þús- undum í algjörlega misheppn- að ævintýri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að saltsíldarmarkaðir okkar eru í stórhættu og þar er ekki neinu öðru um að kenna en okkar eigin andvaraleysi og skorti á fyrirhyggju. Nú í mánaðarlokin eru raun- veruleg vertíðarlok, og þurfa síldarbátarnir að munztra upp á nýtt. Eins og séð verður af síðustu aflaskýrslu, þá eru þeir æðimargir bátarnir, sem lítið hafa fengið og því rýr hlut- urinn hjá mörgum. Ég veit það ekki nákvæmlega, en þó held ég, að hluturinn sé eitt- hvað um þrjátíu krónur úr tonninu og því margir bátar langt undir tryggingu. — Á hinn bóginn hefur olíuaustur verið mikill á sumrinu og mér segir svo hugur, að margur út- gerðarmaðurinn verði í vand- ræðum með uppgjör um mán- aðamótin. Smáatvik hér á dögunum minnti mig óþægilega á árin i kringum fimmtíu, þegar síldar- hallærið var sem mest. Ég var á rakarastofu hér í plássinu og með mér voru nokkrir sjó- menn og lét einn þeirra þau orð falla, að hann hefði kreist tvöhundruðkall úr kallinum eins og hann orðaði það. Þá er og viðbúið, að pyngjan verði Iétt hjá skólafólkinu, sem eingöngu hefur sumarið upp á að hlaupa. Af þessari sildarvertíð geta íslendingar dregið þann lær- dóm, að í framtíðinni verðum við að leggja allt kapþ á að nýta síldaraflann betur og gera úr honum meiri pening. Grút- ardallar og gúanóverksmiðjur tilheyra fortíðinni, og við get- um ekki lengur verið þekktir fyrir það, að allur okkar síld- ariðnaður miðist við það ann- ars vegar að framleiða skepnu- fóður og hins yegar hálfunna matvöru, sem svo aðrar þjóðir fullvinna með stórum hagn- aði. Vonandi taka nú sjómenn, útgerðarmenn, síldai-kaupmenn og peningaúthlutunarforstjór- ar saman höndum um að breyta þessu ráðslagi og gera það að kappsmáli að nýta betur feng- inn afla. Þessum rabbþáttum héðan að austan lýkur nú að sinni og mér er það ekkert launungar- mál, að það er dálítið skrýtið að hafa vérið hér fyrir aust- an síðan í júlí án þess hægt sé að segja maður hafi hand- fjatlað síld. En þrátt fyrir það liefur sumarið verið að mörgu leyti notalegt, því óneitanlega fylgja síldarhasarnum ýmis óþægindi og röskun á daglegu lífi félksins, sem stendur fyr- ir utan öll lætin. Margir gömlu karlarnir hér í plássinu líta síldina hálfgerðu hornauga og þá dreymir enn þorskinn og ýsuna, sem þeir áttu allt sitt undir. í þeirra augum er síld- in eins konar tízkufyrirbrigði, sem gengur yfir eins og bítla- hár og þeir lifa sannarlega í þeirri von, að sá guli eigi eftir að sýna sig hér fyrir utan og verða aftur sú lífsbjörg, sem hægt er að treysta á. Til að mynda er hann Sigurður vinur minn Norðfjörð ófáanlegur til að spásséra með mér niðrá síld- arplanið, þar sem verið er að vinna við síldina frá í gær, en aftur á móti spyr hann mig, hvaða smábátur það sé, sem liggi utan á ytri hafnar- bryggjukantinum. Máske rennur upp sá dagur, Framhald á bls. 15. Hér er smá pró HVERS KONAR eiginkona eruð þér? Drottnunargjörn eða bljúglát, hjálpsöm eða erfið? Athugið þessar spurningar, svarið þeim hreinskilnislega og lítið síðan í svörin. Kannski get- ið þér meira að segja lært eitt- hvað á rannsókninni? 1. Setjum svo, að maður yðar spyrji yður ráða varðandi eitthvert illleysanlegt vanda- mál í sambandi við starf hans. a. Þér gefið honum ráð og ætl- izt til, að hann fari eftir þeim. b. Þér færizt undan og segið: „Ég hef ekkert vit á þessu, elsk- an mín, þú ræður áreiðanlega bezt fram úr því sjálfur.” c. Þér reiðizt og segið: „Nei, góði, ég ætla rétt að biðja þig að hlífa mér við þessu eilífa umtali um vinnuna þína!” d. Þér gefið honum engin ráð, en reynið að fá hann til að tala íram og aftur um málið við yð- ur, þannig að „með” og „móti” komi skýrt fram. 2. Þér sjáið af tilviljun á hár- greiðslustofunni tímarits- grein sem fjallar um störf lík þeim, sem maðurinn yðar stundar. a. Þér rífið greinina strax úr blaðinu til að láta liann lesa hana. b. Þér lesið hana með athygli til að geta sagt honum frá inni- haldinu. c. Þér gerið ekkert í málinu og segið við sjálfa y$ur, að maður inn yðar viti þetta áreiðanlega allt saman, og það sé allavega betra, að hann gleymi starfinu og vandamálum þess meðan hann er heima hjá yður. d. Þér skrifið hjá yður nai'n og útgáfudag tímaritsins til að geta keypt það þegar þér komið úr j greiðslutjni, eða þér : f arið fram á að mega kaupa það af gc 4. flktóber 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.