Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 7
Paco Rabamie með leikkonunni Claudine Auger sem er einn af hans beztu víöskiptavinum. Hun er klædd „sköpunarverki" úr pappír, og eyrnarlokkarnir eru úr plasti. / / FYRSTl MARZBUINNITIZKUHEIMINUM V ítalskur stráhattur í Þjððleikhúsinu ; N. k. föstudag þann 6. október frumsýnir Þjóðleikhúsið gaman- leikinn, ítalskur stráhattur, eftir franska leikritaskáldið, Eugene Labiche. Leikstjóri er Kevin Palmer, og er þetta 6. leikritið, sem liann stjórnar hjá Þjóðleikhúsinu. Una Collins gerir leikmyndir og bún- ingateikningar. Margir söngvar eru í leiknum og hefur Magnús Ingimarsson útsett tónlistina fyrir leikritið, en Carl Billich stjórnar hljómsveitinni, sem leik ur með á sýningum. Leikendur eru alls 24, en með helztu lilutverkin fara eftirtald:r leikarar: Arnar Jónsson leikur aðalhlutverkið og er þetta fyrsta aðalhlutverkið, sem hann leikur hjá Þjóðleikhúsinu. í stórum hlut verkum eru þessir leikarar. Árni Tryggvason, Sigríður Þorvalds- dóttir, Ævar Kvaran, Rúrik Har aldsson, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Guð- björg Þorbjarnardóttir. Þýðingin ér gerð af Áma Bjönrssyni. Höfundur leiksins, Eugene Lab iche, er einn af þekktustu gaman leikjahöfundum Frakka. Hann e'r fæddur 1815 og dáinn árið 1888. Samtals mun hann hafa skrifaö rúmlega 150 gamanleikrit og var mjög vinsæll höfun’dur á sínum tíma hjá hinum gléðileik- ja-sinnuðu leikhúsgesla Parísar borgar. „ítalskur stráhattur” cr þekkt astur af gamanleikjum hans og var leikurinn frumsýndur 'í Par- ís árið 1851, við fádæma ’hrifn- ingu. Þetta leikrit er enn þann 1 dag í dag, iðulega sýnt á Come- die Francaise og fyrir úokkru var leikurinn sýndur á Chish- ester leikhúsinu í Englandi á hinni árlegu leiklistarhátíð, sem þar er haldin, og þótti sú upp- færsla hafi heppnazt með mikl um ágætum. Skop, Eugene ^Labiche, er breitt, gamanyrðin oft gamal kunn, en framsetningin er mjög aðgengileg og þokkarík. Þessar fádæma hlægilegu kúnstir, sem oft minna á meistarann Molíére, og koma leikhúsgestum á öll- um tímum í gott skap. Labiche lyftir franska ,,far_ sanum“ í þá hæð, sem hann hef- ur sjaldan náð síðan, óg gaf þeim aukinn ferskleika og gáska. í leiknum eru um 20 söngvar allir í léttum stíl eftir efni leiks ins. Einn af hugmyndaríkustu tízku teiknurum síðustu ára er Spán- verji og heitir Paco Rabanne. Hann býr til kjóla úr plasti og pappír í stað hinna sígildu efna. klæðir sýningarstúlkur sínar í vírnet, litaða eða gagnsæja plast kassa og geimferöabúninga sem eru miklu öfgakenndari en nokk uð sem Courréges- hefur komið fram með. „Fyrsti Marzbúinn í tízkuheiminum” iiefur hann ver- ið kallaður, og sköpunarverk hans minna meira á ímyndanir um árið 2000 en raunveruleik- ann árið 1967. En Rabanne vill ekki viðurkenna, að hann lifi í heimi framtíðarinnar. Hann segist vera eini nútímamaðurinn meðal tízkufrömuða, hinir séu einmitt langt á eftir tímanum og lifi enn á nítjándu öldinni í hugmyndum sínum. Hann tel- ur sig túlka öld tækni, uppfinn- inga og geimferða. Og konurnar eru farnar að meta hann mikils. Á fáeinum árum hefur frægð hans borizt um víða veröld. Rabanne er þrjátíu og þriggia ára gamall, fæddur í San Seb- astino á Spáni 18. febrúar 1934 í „merki hinnar nýju aldar”, vatnsberamerkinu. Faðir hans dó þegar Paco var tveggja ára, féll í borgarastyrjöldinni sem þá geis aði á Spáni, og móðirin stóð uppi með fjögur börn, fátæk og hjálp arlaus. Hún vann fyrir þeim sem saumakona hjá tízkufrömuðinum Balenciaga sem þá var enn í heimalandi sínu, en eftir að borgarastyrjöldinnt lauk fluttist hún til Parísar með börnin. Pa- co ólst þar upp, gekk í skóla og lagði fyrir sig arkítektúr. En þau voru bláfátæk, svo að hann varð að vinna með náminu, og hann fór að búa til hnappa og skartgripi úr alls konar ein- kennilegum efnum eins og leðri og plasti, málmum, vír og tré. Hann bjó til belti og armbönd, eyrnalokka, hálsklúta, brjóstná'- ar, festar og hringa, og allt var þetta frumlegt og ólíkt því sem mest var í tízku. Hann barði á dyr hjá frægum tízkuteiknurum, og Pierre Cardin tók honum vel ásamt öðrum. í fjögur ár vann Rabanne og bjó til firn af einkennilegu skrauti sem átti vel við nýjung- arnar sem voru að skapast í tízkuheiminum. En smám saman fann hann, að hann gat ekki unn ið lengur undir stjórn annarra. Honum fannst vanta áræði og dirfsku í nýju búningana, vissa vitfirringu jafnvel. Og hann á- kvað að gerast sjálfur tízku- teiknari og opna sýningu. Sýninguna opnaði hann haust ið 1965, og morguninn eftir var Paco Rabanne umtalaðasti mað_ ur í París. Heimspressan var á híelunum á honum, og pantanirn ar tóku að streyma inn frá mörg um löndum, ekki sízt Ameríku. Síðan hefur Rabanne verið einn af kunnustu tízkuteiknurum Par- ísar, og meðal fastra viðskipta- vina hans eru stjörnur á borð við Iru Fiirstenberg, Elsu Mart- inelli, Monicu Vitti, Brigitte Bar dot, Melinu Mercouri og Miléne Demongeot. Hann var einn hinna fyrstu sem tók pappírskjólana alvar- lega; hann hefur gert plastið að tízkuefni, og nú bíður hann með óþreyju eftir nýjum uppfinning- um á sviði efna og vefnaðar- vöru sem hann getur notfært í sköpunarverk sín. Því að Paco Rabanne er fyrst og fremst mað ur nútímans. Trúlof unarhrlngar Sendnm gegn póstkröfcu Fljót afgrelðsla. Guðm. Þorsteinsson Kullsmlður Bankastræti 1*. Myndin var tekin á æfingu s.l. laugardag. Arnar og Þóra Friðr. 4. 'Október 1967 - ALÞÝÐU8LAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.