Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 3
MIKLAR Frh. af 1 síðu. lagði upp af svæðinu. Áður lagði aldrei gufu frá þessu svæði, en nú er það hættulegt yfirferðar, ve^jna smápytta, sem þar ihafa myndazt. Væri stungið niður staf- priki í jarðveginn þarna, gaus gufureykur upp úr holunni. Jón Jónsson jarðfræðingur var við rannsóknarstörf á íhverasvæðinu Holland for- dæmir loft- árásirnar New York (ntb-reuter). Holland hefur nú bætzt í hóp þeirra ríkja, sem krefjast þess að Bandaríkin hætti skilyrðislaust loftárásum á Norður-Vietnam. Ut anríkisráðherra Hollands, Josef Luns, flutti á Allsherjarþinginu í gær ræðu, og tók þctta þar með al annars fram, og Iiann sagði að hollenzka þjóðin bæri þungar á. hyggjur vegna þróunar mála í Vietnam og nauðsyn bæri til að skýrt væri frá þessum áhyggjum. Luns sagði, að ríkisstjórn Hoi- lands teldi, að núverandi ástand í Vietnam gæti ekki hald.ið áfram. Hollenzka stjórnin hefði þess vegna skorað á alla aðila deilum ar að rjúfa vítahringinn og taka upp stefnu, sem geti leitt til fnð ar. Luns skoraði einnig á stórveld in að finna lausn á vandamálum landanna fyrir botnj Miðjarðar- hafs, en varanleg lausn á þeim málum væri óliugsandi án sam- þykkis stórveldanna. Luns tók það fram að raunverulega byggðist alþjóðlegt öryggi á því að valda hlutföllin í heiminum hefðu kom izt í fastar skorður. En venjuleg þar sem jafnmikið væri um fá- öryggiskerfi dygði ekkl í heimi tækt, þvi að fátæktin fæli í sér eins mikla sprengihættu og kjarn orkusprengjur. Luns kvað Holland hafa í hyggju að auka verulega stuðning sinn við þróunarlöndin. Prestaköll auglýst laus Biskup íslands hefur auglýst eft irtalin prestaköll laus til umsókn- ar með umsóknarfresti til 31. okt. n.k.: CT Laugaland í Eyjafjarðarprófasts- dæmi, Norðfjörður í Suður- Múlaprófasts dæmi, Bíldudalur í Barðastrandarprófasts dæmi. (Frétt frá biskupsstofu). BREYTINGAR fyrrihluta dags í gær. Fréttaritari Alþýðublaðsins átti tal við Sigurjón Ólafsson vita- vörð í Reykjanesvita á hverasvæð ur af hverunum. Þar voru í gær komnar sprungur í jarðveginn og kraumaði undir. — Mikla gufu lagði af öllu hverasvæðinu í gær. — Sagði Sigurjón, að síð- ustu breytingarnar hafi að lík- indum orðið mestar síðari hluta nætur í gærmorgun. Kvaðst hann hafa tekið eftir mikilli gufusúlu klukkan 8 í gærmorgun, steig hún jafnhátt Skálafelli, ef til vill 60 metra. Gaus súlan upp með um það bil einnar mín. millibili. — Þetta sá vitavörðurinn að heiman úr vitabyggingunni. Um klukkan hálf tíu fór svo Sigurjón austur á hverasvæðið. Voru þá nýju hverirnir breyttir þannig, að eystri hverinn, sem er nær gamla hvernum ,,1918“, var orðinn lygn og rennslið úr hon- um hafði minnkað. Yfirborð vest- ari hversins hafði hins vegar lækkað um ca. 25 cm., en áður voru báðir hverirnir jafnháir. — Leiðréfting í FORUSTUGREIN Alþýðublaðs- ins í gær um markaðsbandalögin hefur brenglazt málsgrein. Rétt er hún á þessa leið: „Og að sjálf sögðu yrði að láekka tolla á hrá- efnum og vélum til iðnaðarins samhliða lækkun tolla á fullunn- um vörum“. Vatnið í báðum hverunum var orð ið miklu tærara en daginn áður. Kraumaði nokkuð í vestari hvern um Tók Sigurjón einnig eftir því, að í gamla hverinn „1918“ var komið leirvatn, sem hann gaus stöðugt upp í ca. eins metra hæð. Þessi hver var alveg óvirkur dag inn áður, lagði aðeins frá honum litla gufu þá. Milli klukkan 11 og 12 var „1918“ farinn að gjósa hærra gosi ,tólf til fimmtán metra, með stuttu millibili. — Vrtist hver- unum, sem mynduðust um helg- ina, minnka kraftur og orka eft- ir því sem „1918“ óx. Gosið í ,,1918“ hélt áfram í gærdag. Þegar fréttamaður Al- þýðublaðsins heimsótti hvera- svæðið síðari hluta dags í gær, gaus hann leir upp í 6—7 metra hæð, en gufustrókurinn náði upp í 30—40 metra hæð. Erfitt mun vera að svara því, hvort þessarar miklu breytingar 'á hverasvæðinu við Reykjanes- vita kunni að vita á frekari nátt úruhamfarir, en ljóst er, að hiti er mikill alls staðar á svæðinu. Jarðhræringa hefur ekki orðið vart þar síðan um helgi. Jarð- i skjálftamælum hefur verið komið | fyrir í vitabyggingunni og jarð fræðingar fylgjast nákvæmlega með öllu, sem gerist á jarðhita- svæðinu. Mikið gos var í hvernum frá 1918 í gær. Svetlana i sjónvarpsviðtali j New York, (ntb-reuter). Eftir 50 ár hafa Sovétríkin enn ekki öðlazt það frelsi sém boðað var með byltingunni 1917, og það eru raunverulega engar vonir um breytingar, sagði Svetl ana Allilujeva, dóttir Stalíns, í sjónvarpsviðtali í New York á mánudagskvöldið. Ilún sagði að raunverulega hefði orðið afturför á mörgum sviðum í Sovétríkjun- um, síðan Krústjoff var sviptur völdum árið 1964. Svetlana sagði í viðtalinu, að sovézk yfirvöld myndu líta á hana sem sjúkling og loka hana inni á liæli, ef hún sneri aftur til Sovétríkjanna. Þá tók hún það einnig fram, að henni hefði bob izt gnótt hjónabandstilboða, síð- an hún kom til Bandaríkjanna í apríl í vor. Svetlana sagði, að ekki hefði verið gert mikið til að breyta á- standinu í Sovétríkjunum síðan faðir liennar andaðist 1953. Nýju neitt, af því að þeir hefðu alið leiðtogarnir hefðu ekki getað gert með sér sömu hugmyndir og Stal ín. — Rússar gerðu byltinguna 1917, sagði hún, — af því að þeir óskuðu eftir lýðræði og frelsi. Þeir viidu fá rétt til að mótmæla og þeir vildu fá frjáls blöð. En enn þann dag í dag hafa þeir hvorugt af þessu. Margt breyttist á valdadögum Krústjoffs, en eftir að honum var komið frá, hefur víða orðið afturför. - Er hún var beðin að gera nán ari grein fyrir þessari staðhæf. ingu, nefndi Svetlana sem dæmi réttarhöldin gegn rithöfundunum Daniel og Sinjevskí, sem í fyrra voru dæmdir til langvarandi fanga vistar. — Eftir það gat enginn verið öruggur lengur, sagði hún. — Fólk gat ekki mótmælt og gat ekki látið skoðanir sínar í ljós. Allar umræður um listir, bókmenntir og sögu þögnuðu óð ara. Allt breyttist til hins verra og við urðum þess öll vör. — Þegar Krústjoff var hrakinn frá völdum ,voru gefin mörg lof- orð, sagði Svetlana, — en ekkert þeirra hefur verið efnt. Faðir minn er dauður fyrir fimmtán ár- um, en sömu mennirnir stjórna landinu og sami flokkurinn hefur völdin. Svetlana skýrði frá því, að Mik ojan fyrrum varaforsætisráðherra hefði sýnt henni ræðu Krústjoffs, sem hann flutti á flokksþinginu 1956, þar sem hann réðist í fyrsta skipti á Stalín. — Mikoyan lét mig lesa ræðuna og spurði mig síðan, hvort þetta kæmi mér á óvart eða ég væri óánægð með það. Ég gat ekki svarað honurn öðru en að því miður virtist ræð an vera sannleikanum samkvæm. Að öllum líkindum var það flokk urinn sem ákvað að sýna mér ræðuna, og það var mjög mann eskjulega gert, sagði hún. Þá skýrði Svetlana frá því í viðtalinu, að Krústjoff hefði ekki liaft neitt á móti því að hún gengi að eiga Indverjann Brijesh Singh, en leiðtogarnir, sem tóku við af honum, hafi verið á annarri skoð un. Hún sagði einnig að fjöl- skyldumyndum þeim, sem síðustu vikurnar hafa birzt í blöðum víða um heim, hefði verið stoið úr læstri skrifborðsskúffu hennar í Moskvu og sendar til Vestur- landa með vestrænum blaða- manni. 4. október 1967 — ALÞÝÐUBLABIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.