Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 10
') I ✓ •Caugardaginn 16. sept. voru gefin saman í Skálholtskirkju af séra Guð- mundi pia Ólafssyni ungfrú Guðlaug Ingvarsdóttir og Hrólfur Kjartansson kcnnari. Heimili þeirra verður að Með alholti 12, Rvík. Ljósmyndastofa Þóris. Sími 15602. Þann 22. júlí voru gcfin saman i hjónaband í Neskirkju af séra Frank M. Ilalldórssyni ungfrú Guðrún Þ. Ól- afsdóttir og Ólafur Skúlason. Studio Guðmundar. Sími 20900. Þann 22. júní s.l. voru gefin saman í hjónahand í Mosfellssveitarkirkju af sr. Bjarna Sigurðssyni ungfrú Margrét Tryggvadóttir frá Miðdal og Þorsteinn Lindal stud. vet. Heimili þeirra er að Lofthusvejen 64, Oslo. Stuúio Guðraundar. Sími 20900. Þann 23. sept. s.l. voru géfin sam- an í hjónaband af sr. Garöari Svavars- syni ungfrú Sjöfn Ólafsdóttir og Jón Brynjólfsson. Heimili þeirra er að Framnesvegi 63. Nýja Myndastofan. Sími 15125. Þann 16. scpt. s.I. voru gefin saman í hjónaband af sr. Óskari J. Þorláks- syni ungfrú Bára Leifsdóttir og Stefán Jónsson. Heimiii þeirra er að Skóla- gerði 61. Nýja Myndastofan. Sími 15125. í hjónaband af sr. Grimi Grímssyni, ungfrú Guðrún Magnúsdóttir og Vign- ir Benediktsson. Heimili þeirra er að Laugalæk 5. Þann 23. sept. s.l. voru gefin saman i hjónaband af sr. Jóni Thorarensen ungfrú Sigriður G. Jónsdóttir og Ósk- ar Ágústsson. Heimili þeirra er að Hof teig 54. Nýja Myndastofan. Simi 15125. 23. sept. s.l. voru gefin saman í hjóna band af séra Lárusi Halldórssyni, ung frú Margrét Sverrisdóttir og Guðmund ur Friðgeirsson. Heimili þeirra verður á Patreksfirði. Nýja Myndastofan. Sími 15125. Bækur Frh. af 5. síSu. en Vefarinn mikli hefst. Æsku- verk Halldórs Laxness snúast öll um sömu efni, sömu manns- mynd sem loks er fullgerð með Steini Elliða. Undir Helgahnúk lýsir henni í einnt frumgerð sinni, og þar er hún dregin upp við hefðbundið sögusvið ís- lenzkrar sveitar. Lýsing þess er næsta einföld í sögunni og eng- in sérstök rækt lögð við það, en hún rúmar að vísu ýms hefð- bundin minni, lýsing flækinga, hjásetu og annað slíkt, og hins vegar eínisdrög sem höfundi verður síðar meira úr, sbr. lýs- ing Þuríðar gömlu ráðskonu og Sæmundar í Hjáleigunni. En á- herzla sögunnar er á sálarlífi sögufólksins, undirrót hinna vo- veiflegu atvika Sögunnar; hún sver sig að því leyti í ættina við t. a. m. æskusögur Gunnars Gunnarsonar áratugi fyrr, og Ragnar Finnsson Guðmundar Kambans. lS Ekki veit ég glöggt hvers kon- ar móttökur Undir Helgahnúk fékk þegar hún kom út árið 1924, en þær munu minnsta kosti ekki hafa verið yfirmáta fagn- andi. Það er engin ástæða til að fara eftir fjörutíu ár að áfellast lesendur sögunnar fyrir að sjá ekki hvað í höfundinum byggi, að því leyti sem í það hefur mátt ráða á þeirri tíð. En nýj- ungargildi liennar, árið 1924, hef- ur einkum verið fólgið í hinni næmlegu æskulýsingu sögunnar, lýsing vaknandi óráðinna til- finninga, hinum heillandi skáld- leika heimsins og hlutanna sem sa'gan reynir að lýsa. „Ég hef oft verið að hugsa um það í Sumar að það er líkt og eitthvað hátíðiegt ævintýri felist að baki daganna,” segir Atli Kjartans- son undir sögulokin. Æskuþokki sögunnar, sem henni hefur enzt furðanlega fram á þennan dag, virðist mér einkum stafa af þess- ari vitund liennar um hátíðina að baki dagsins, víðerni tilver- unnar, eitthvað mikið í vænd- um. — Ó. J. Ertu góð? Frh. ur opnu. örva metnaðargirnd hans, held- ur blandið þér yður sjálf í mál- in og ékki af nægilegri háttvísi. Þér viljið bera ein alla ábyrgð á heimilinu og börnunum til að draga ekki athygli mannsins yðar frá starfi hans og framabraut. Þér eruð tilvalin eiginkona fyrir mann sem vill gjarnan kom- ast áfram en skortir dugnað, þrautseigju og sjálfstraust. Ef yður tekst að „ýta á hann”, þann- ig að hann nái markinu með hjálp yðar verður hann þakk- látur og metur yður mikils. Ef maður yðar er hins vegar sterkari persónuleiki en þér, valdið þér honum aðeins gremju með afskiptasemi yðar. Og ef maður yðar er metnaðar laus, fyrirgefur hann yður aldr- ei að vilja notfæra hann sem stiga upp á þann pall sem yður finnst yður hæfa í lífinu. Ef þér hafið mestmegnis b eruð þér móðir fremur en eigin- kona. b. Verndandi eiginkonan : Þér bíðið þess, að maðurinn yðar komi heim úr vinnunni á sama hátt og þér bíðið þess, að börn- in komi úr skólanum. Aðalatrið- ið er fyrir yður, að hann komi heim. Þér hafið engan áhuga á lífi hans utan heimilisins nema þér getið huggað hann, hjúkrað honum og verið móðurleg við hann. Þér hlustið á allt sem hann hefur að segja, en aðeins til að hlusta og vera honum góð, ekki til að taka neina aðra af- stöðu. Þér eruð verndarengillinn sem vakir yfir hamingju heimil- isins, gætið að heilsu manns yðar, sjáið um, að hann hafi rétt mataræði og fái nóga hvíld. Hann er eins og litli drengur- inn yðar sem þarfnast um- hyggju og verndar. Þér eruð tilvalin eiginkona fyrir valdafíkinn eða sjálfstæðan mann sem þarf á blíðri og hóg- látri konu að halda fremur en sálufélaga. Einnig fyrir mann sem er metnaðarlaus og haldinn minnimáttarkennd. En annars konar maður gæti saknað þess að fá aldrei annað en yfirborðslega „huggun” hjá yður. Já, því að í raun og veru getið þér lika hjálpað honum. Ef þér hafið mestmegnis c eruð þér afbrýðisöm eiginkona gagnvart starfi hans. c. Afbrýðisama eiginkonan ; Því meira sem maður yðar sekkur sér niður í starf sitt, því gram- ari verðið þér. Yður finnst þér hafa verið svikin um sjálfsagðan rétt yðar sem eiginkonu og þér lítið nánast á starf hans sem hættulegan keppinaut. Hvert augnablik sem hann lielgar starfi sínu er stolið frá yður, hver hugsun sem um ;það snýst er einskis verð, af því að henni er ekki beint að yður. Þess vegna reynið þér á allan hátt að draga athygli manns yðar frá starfi hans. IIlJíillMMtWJjL Þetta sjónarmið færir yður enga hamingju og þvi síður hon- um. Það vekur hjá honum gremju að finna skilningsleysi yðar. Starf hans er lítilvægt í augum yðar, og það særir hann og ergir. Það er hugsanlegt, að kona af þessu tagi geti fengið mann sem er of bundinn starfi sínu, til að eyða heldur meiri tíma með fjölskyldu sinni. Ekki þó með kvörtunum og nöldri. Undan því flýr hann bara á end- anum — ekki kannski í arma annarrar konu, en að minnsta kosti eitthvað burt til að geta lifað í friði. Ef þér hafið mestmegnis d eruð þér félagi hans og vinur. d. Eiginkonan sem er félagi manns síns og vinur : Þér eruð sífellt reiðubúin að hjálpa manni yðar, styrkja hann og styðja, en þér þrengið ekki heil- ræðum yðar upp á hann, heldur bíðið róleg þangað til hann biður um þau. Þér örvið sjálfstraust hans, en aidrei með því að blanda yður í málið eða sletta yður fram í. Þér eruð nærgætin og háttvís og ætíð’ minnug þess, að hjón eru sjálfstæðir einstakling- ar sem eiga að bera virðingu fyrir skoðunum hvors annars, en ekki að reyna að þvinga fram sitt eigið sjónarmið án tillits til þess hvað hinn aðilinn segir. Það má segja, að þér séuð hin fullkomna „fyrirniyndareigin- kona.” En gætið þess samt að sofna ekki á verðinum. Það er ekki óhugsandi, að maður yðar vildi heldur, að þér væruð stund- um ekki alveg svona fullkomin og óaðfinnanleg en eilítið mann- eskjulegri. Þér skuluð nota dómgreind yðar og spila ekki alltaf fram öllum trompunum sem þér hafið á hendi. Látið mann yðar ekki fá minnimáttarkennd með því að vera of fullkomin sjálf. Notið skynsemi yðar og smekkvísi — það ætti ekki að reynast yður erfitt að finna rétta meðalveg- inn, því að þér eruð gædd þess- um kostum í ríkum mæli. 10 4. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.