Alþýðublaðið - 04.10.1967, Síða 14

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Síða 14
Drengjaúlpur Nýkomnar fallegar loðfóðraðar drengjaúlpur með lausri hettu. VÖNDUÐ EFNI - FALLEG SNIÐ. loOiöiri Laugavegi 31. Auglýsing um lausar lögregluþjónsstöður / Reykjavik Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavik eru lausar til um- sóknar. - Byrjunarlaun samkvæmt 13. flokki launakerfis opinberra starfsmanna, auk 33% álags á nætur- og helgidagavaktir. Upplýsingar um starfið gefa yfirlögregluþjónar. Umsóknarfrestur er til 15. október 1967. Lögreglustjórinn í Reykjavík 3. október 1967. G AZ 69 m Höfum fyrirliggjandi landbúnaðarbifreiðina GAZ 69 m. VERÐ KR. 148.100.00 HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. Bifreiðar & landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14. — Sími 38600. Ritari óskast í Landspítalanum er laus staða læknaritara. Góð vélrit- unarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt úrskurði Kjara- dóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf sendist Skrifstnfu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 10. október n.k. Reykjavík, 3. október 1967 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Áskriftasíminn er 14901 Sjómenn fái Framnaid af 1 síðu is og sveitarfélaga skilvíslega af hendi, þótt erfitt hafi orðið á stund um, vegna mjög mismunandi tekna frá ári til árs, þó ekki hafi orðið til vandræða fyrr en nú. S.l. vetrarvertíð varð mjög tekju litil fyrir marga sjómenn, sem höfðu þó haft tekjur á s.l. ári og kom því skatttaka hins opinbera mjög harkalega við marga, sem fengu umsamda kauptryggingu að- eins greidda með kvittun fyrir greiðslu upp í skatt þessa árs og gátu því ekki lagt neitt af mörkum til framfærslu fjölskyldu sinnar, nema þá með því að fá lán. Meiri hluti fiskimanna okkar hefir lengi búið við litlar tekjur ef frá eru talin þrjú s.l. ár, sem orðið hafa tekjudrjúg og því ekkert óeðlilegt að tekjur góðæranna hafi verið notaðar af þeim svo sem öðrum atvinnustéttum til þess að byggja eða kaupa sér íbúðir og því ekki lagt til hliðar frekar en aðrir til tekjuminni og erfiðari ára, ef koma skyldu. Með hliðsjón af því sem að fram an segir, vill stjórn Sjómannasam- bandsins eindregið fara þess á leit að-sjómönnum og þá alveg sérstak lega fiskimönnum verði gefinn kostur á, að fá greiðslufrest á ein hverjum hluta skattanna til næsta árs. Stjórn sambandsins leyfir sér að vænta þess, að hæstvirt ríkisstjórn verði við þessum tilmælum og þá jafnframt, að hún mæli með því við stjórnir viðkomandi sveitarfé- laéa að þau verði við sams konár tilmælum er þeim mun verða send varðandi þann hluta skattanna er til þeirra eiga að renna”. Þá hefur stjórn sambandsins ennfremur skrifað borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórnum Hafn- arfjarðar, Keflavíkur og Akra- ness og sveitarstjórn Grindavík- ur, þar sem í öllum aðalatriðum er farið fram á hið sama sjómönn um til handa, varðandi þann hluta skattanna er renna til bæjarfé- laganna. Týnd vél Framþald af 1. síðu er Bjarni Gunnar Ingi. Er yf- ir Skagafirði frekar en Ilúna- flóa. Flugþol á að vera búið. Sé ekki til lands lengur. Er yfir sjónum. Síðar í gærkvöldi bárust þær fregnir að í Winnipeg í Kán- ada hefði heyrzt neyðarskeyti og liafi þar verið greinilega stafað orðið SKAGAFJÖRÐ- UR, en ekki var alveg ljóst, hvort það geti hafa borizt frá týndu vélinni, en þess má geta að taibylgjur geta oft borizt undarlega langar vegalengdir, þegar svo stendur á, og hefur m. a. komið fyrir að i Reykja- vík hafa heyrzt fjarskipti milli lögreglubíla í Chicago. Mikil leit var hafin að flug vélinni strax í gærkvöldi og fóru tveir flokkar úr flugbjörg unarsveitinni norður, annar flugleiðis til Sauðárkróks, en thinn landveg til Blönduóss. Þá voru skip og flugvélar aðvör- uð og beðin að svipast um eft- ir vélinni. Símstöðvar á Norð- urlandi voru opnar og grennsl EftirJitsmaður með byggingaframkvæmdum óskast til starfa í Straumsvík. Reynsla við byggingaframkvæmdir og enskukunnátta nauð- synleg. Skriflegar umsóknir sendist til íslenzka Álfélags- ins h.f., Pósthólf 244, Hafnarfirði fyrir 10. október nJc. íslenzka Álfélagið h.f. PLÖTUSPILARI í BÍL til sölu selst ódýrt Upplýsingar í síma 14905 milli kl. 13-20. azt var eftir því á bæjum, hvort vélarinnar hefði orðið þar vart, og bárust m. a. þær fregnir að heyrzt hefði í flug- vél nyrzt á Skaga skömmu áð- ur en neyðarkallið barst, og virðist sem vélin hafi þá verið stödd norður af Skagafirði eða í mynni hans. Leitinni verður haldið á- fram af fullum krafti með birt ingu. Flugvélin, sem týndist, er eins hreyfils vél, í eigu Flugleigunnar hf. Bridgemét Framhald af bls. 2. Starfsemin hjá T.B.K. hefur aldrei verið öflugri og má búast við mikilli þátttöku í þeim keppn um sem framundan eru. í Tví menningskeppninni sem nú er að ljúka er eins og áður segir 48 pör og er staðan þessi fyrir síðustu umferð hjá efstu pörum. Nr. 1. Júlíús og Tryggvi. 2. Albert og Kjartan. 3. Lárus og Zóphónías. 4. Aðalsteinn og Tryggvi. 5.1ng unn og Gunnþórunn, 6. Bjarni og Brandur. 7. Gissur og Helgi. 8. Baldur og Ólafía. (frá Tafl- og bridgeklúbbnum.) Wllson Framhald af bls. 1. samþykkt með aðeins 122 þúsund atkvæða meirihluta af um sex milljónum atkvæða, en á flokks- þinginu greiða fulltrúar atkvæði fyrir félagsmenn í verkalýðsfélög- unum. Áður höfðu verið felldar ýmsar tillögur þar sem lagzt var gegn stefnu stjórnarinnar. Atkvæðagreiðslan fór fram að loknum hörðum umræðum, þar sem James Callaghan, fjármála- ráðherra flutti lokaræðuna og hélt því fram, að brotthvarf frá stöðvunarstefnu stjórnarinnar leiddi til verðbólguþróunar, örð- ugs greiðslujafnaðar og ennþá meira atvinnuleysis. — Þá kunn- gjörði fjármálaráðlierrann einnig, að ríkisstjórnin ihygðist verja miklu fé til viðreisnar í þeim landshlutum, sem hefðu orðið harðast úti vegna sparnaðarráð- stafana ríkisstjórnarinnar. Það virðist hafa komið í ljós á flokksþinginu, að vel er 'hugsan- legt að vinstTí ai>mur flokksins taki höndum saman við hægri arminn, en sú samstaða gæti orð- ið Wilson hættuleg síðar meir, en hann hefur verið gagni’ýndur hart að undanförnu af báðum örmun- um. BÆNDUR Nú er réttl tíminn til aB skrá vélar og tækl sem á að seija. TRAKTORA MÚGAVÉLAR SLÁTTUVÉLAR BLÁSARA ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin Bíla- og j Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. Fyrir hönd dætra minna, tengdabarna og barnabarna, þakka ég þann hlýhug og vináttu, sem okkur var sýnd við frá- fall mannsins míns JÓNS BJARNASONAR, blaðamanns. Jóhanna Bjárnadóttir. 14 4. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.