Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 5
EBSfW ■ "Á '.'n—J3 - j Að fylgja reglum í umferðivini BÆKUR Hátíð að Halldór Laxness: UNDIR HELGAHNÚK Önnur útgáfa Helgafell, Reykjavík 1967. 238 bls. ÞAÐ er orðinn vani að tala um umskipti Halldórs Laxness bók eftir bók, hæfileika hans að koma lesendum sínum sí og æ nýr fyrir sjónir. Vitanlega er þetta rétt athugað. Margbreytni höfundariiis kann að vera sá eiginleiki sem mest hefur stuðl- að að því að viðhalda styr um nafn hans allt fram á þennan dag. En það má einnig leggja upp úr hinu sem bækur hans eiga sameiginlegt sín í milli, og öðrum verkum samtímis sér reyna að hafa upp á einhverjum rauðum þræði sem tehgi saman þá fyrstu og hina síðustu. Sá háttur er einkar eðlilegur þeg- ar æskuverk höfundarins eiga í hlut sem nú eru öll komin út að nýju, nema Kaþólsk viðhorf, í heildarútgáfu Helgafells; síðast kom Undir Helgahnúk, skáld- saga hans frá 1924. Undir Helgahnúk er venju- bundin sálfræðileg skáldsaga — eða réttar sagt: hún er drög slíkrar sögu. Eins og önnur æsku- verk Halldórs Laxness er hún ófullgerð. Það er að skilja af formála fyrstu útgáfunnar að sögunni hafi upprunalega verið ætlaður staður sem annar hluti trílógíu; inngangur sögunnar, um Snjólf Ásgrímsson og Kjartan Einarsson, er drög að fyrsta hlut- anum; þriðji hluti hefði að lík- indum lýst Atla Kjartanssyni fullvöxnum. Auðvitað er fánýtt að bollaleggja nú um hið fyrir- hugaða stórvirki þó það sé til • marks um metnað höfundarins á ungum aldri. Æskusaga Atla Kjartanssonar var væntanlega sá þáttur þess sem stóð næst hug og hjarta hins tvítuga höfundar og honum var mest í mun að segja. Að henni lokinni var þrotinn áhugi hans á verkinu. Áhugi seinni lesenda hlýtur einn- ig að beinast sér í lagi að lýs- ingu Atla þar sem má að líkind- um greina drög að Steini Elliða, lýsingu sem síðan var haldið á- fram í öðru broti, Heiman ég fór; en alla þá sögu má lesa hjá Peter Hallberg í riti lians um Laxness. í Vefaranum mikla frá Kasmír er Steinn Elliði af- sprengi borgaralegs samfélags, og uppreisnarmaður gegn því; Evrópa eftirstríðsáranna fyrri er baksviðið að sögu hans. Atli Kjartansson kemur upp í ís- lenzkri sveit og baksvið hans er Hafnarslóð íslenzkra stúdenta, sögusvið sem aldrei hafa verið gerð nein veruleg skil í íslenzk- um skáldskap og verður því varla úr þessu. Drögin að sögu vin- anra tveggja, Snjólfs og Kjart- ans í inngangskafla sögunnar, fela í sér sambærilegar and- stæður og lýsing Atla og síðan Steins Elliða, anda og holds, kaldlyndis og tilfinningahita metnaðar og undirgefni; saga Atla og Áslaugar segir að sinu leyti sögu Steins og Diljár áður Framhald á bls. 10. Ég er einn þeirra manna senl " hlakka til hægri umferðarinn- ar, ekki af því að ég sé svo snjall að fylgja þeim nýju regl- um er þá koma til framkvæmda að ég telji þær auðveldari fyrir mig, heldur af hinu að ég tel að þær verði tilefni til þess að veg farendur gangandi og akandi, muni þá taka sig til og læra umferðarreglurnar og setja sig í stellingar til að fara rækilega eftir þeim. Umferðarmenning hefur aldrei komizt á það stig á íslandi að fólk virði umferðarreglur til fulls. Við erum sennilega enn það miklir sveitamenn að við viljum dóla eins og okkur sjálf- um sýnist án þess að taka eðli- legt tillit til annarra. Gangandi vegfarendur fara alls ekki eft- ir umferðarreglum og þó er hitt verra að þeir virðast leggja alltof mikið undir heppni og var kárni annarra. Bifreiðarstjórar fara heldur alls ekki allir eftir umferðarreglum þó að þeir séu betri en gangandi fólk, og mér er mjög til efs að þeir kunni þær allir. Ég hef líka tekið eftir því að sumir eldri menn jafnvel eldri bílstjórar virðast alls ekki átta sig á tveggja akreina regl- unni. Víða í bænum virða bif- reiðastjórar alls ekki óbrotna línu eftir götu þar sem ekki má skipta um akrein. Ég gerði’það t.d. að gamni mínu fyrir nokkr- um dögum að athuga hversu margir bílstjórar er fram hjá færu á 5 mínútum virtu órofnu linuna sem liggur eftir Hafnar. stræti þar sem ekið er inn á Lækjartorg fyrir framan bóka- verzlun Braga Brynjólfssonar. Ekki einn einasti þeirra er tóku hægri akreinina sveigðu nægi- lega fljótt til þess að fara ekki yfir strikið o^ sumir virtust varla vita hver boðskapur þess til ökumanna er. Það sem skiptir máli í umferð inni er að fara eftir umferðar- reglum og fara eftir þeim ræki- lega. Það þarf að vera skýrt a J menn hlýði þeim. Slík rækileg æfing í að gera eins og á að gera, en ekki hanga einhvers staðar utan í því rétta ,ætti komi af sjálfu sér þegar menn fara að fylgja hægri reglunni, því að þá þurfa allir að hugsa, allir að leggja sig fram um að gera rétt. Mér þykir ekki ólíklegt að um- ferðarslysum muni fækka hér eins og í Svíþjóð við þá breyt- ingu. Ðagur. UMFERDIN OG LuGREGLAN NÚ er sú árstíð, þegar hætt- an á umferðarslysum mun hvað mest, haust svífur að og veður gerast mislynd og váleg. Væri því mikil ástæða að gera hvers konar ráðstafanir að auka fræðslu í þessum efnum og láta hana einkum n!á til ungu kynslóðarinnar. Virðist óneitanlega ríkja nokkur tregða um framkvæmd þeirrar stefnu, þó að allir látist vera samdóma um hana í orði. Nokk uð er raunar gert af slíkri kennslu í si^ólum. en allt of lítið. □ EFTIRLIT OG REFS- INGAR. HÆFNI bílstjóra skiptir miklu. Sumir ætla, að henni sé áfátt 'hér á landi. Þó ber því að fagna, hve ökupróf hafa verið þyngd að undanförnu, jafn- framt því, sem ekki er lengur um það að ræða að óvanir bíl- stjórar geti endurnýjað öku- skírteini sín eins og happ- drættismiða. — Eftirlit í þessum efnum kostar fé og fyrirhöfn, en hjá slíku verður ekki komizt í nútímaþjóðfélagi. Vandamál umferðarinnar krefj ast bersýnilega raunhæfra úr- bóta. Þeirrar skoðunar gætir og, að of vaggar refsingar liggi við umferðarbrotum, einkum þeirri óhæfu, þegar menn ger ast sekir um ölvun við akstur. Víst er illt að þu'rfa að beita samborgarana harðneskju, en þessa spillingu verður að upp ræta vægðarlaust. Aðrar þjóð ir eru íslendingum miklu strangari í þessum efnum og finnst þó ekki af veita. □ SKYLDUR LÖGREGL- UNNAR. LOKS verður að minna lög- regluna í Reykjavík á skyld- ur hennar í umferðarmálunum. Sitthvað er gott um þau störf hennar, enda hefur margt ó- gætra manna valizt í lögregl- una undanfarin ár, en vinnu- skilyrðum hennar mun helzttil áfátt. Lakast er þó kannski, að sum atriði í starfsemi lögregl- unnar virðast ekki skipulögð sem skyldi. Svo mun um ýmsa þætti umferðarstjórnarinnar. Reykvíkingum er kunnugt, að fjöldi ófyrirleitinna unglinga gerir sér leik að því að þreyta kappakstur um götur borgar- innar á síðkvöldum. Þessu fylgir geigvænleg slysahætta á fólki og farartækjum, en ráða menn lögreglunnar sofa á verð inum. Ber að krefjast þess skil | yrðislaust, að lögreglan hefjist | handa um að hafa hendur í hári þessara angurgapa, og að ósvífni þeirra og fíflaskapur sæti viðurlögum, sem þarf til þess, að háskaleiknum með mannslífin linni. Sjónvarpið er mjög til þess fallið að hafa rík áhrif á við horf og þróun umferðarinnar. Á það ærinn þátt í herferðinni gegn umferðarslysunum, en ! mætti gera meira að þeirri við | leitni. Væri til dæmis vel til fundið, að það sýndi við tæki- I færi athæfi kappaksturgarp- anna á götum Reykjavíkur. Sjón er sögu ríkari. 4. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.