Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 16
— Hún ætlar í mál. Aldrei skal ég framar reyna að ganga neinni í föður stað. — Eg á von á storknum 25 sinnum á næstunni.' Upphitun á Reykjanesi Það var svo sem eftir öðru. Nú kvað nýja hurðin fyrir AI- þingishúsinu vera ónýt, þótt hún kostaði skildinginn, og bú- ið að rífa liana frá. Eftir þessu ráðslagi að dæma fer líka bezt á því, að þessi stofnun sitji í hurðarlausu . . . HVAÐ skyldi þeim í neðra nú liafa mislíkað við okkur, fyrst íiann þurfti einu sinni enn að fara að minna á nærveru sína á áþreifanlegan hátt? í fljótu bragði er erfitt að sjá, hvað það getur verið því að yfirleitt íhöfum við verið dyggir lærisveinar okkar meistara, þótt dyggðinni að öðru leyti sé ekki alltaf fyrir að fara tijá okkur. Verið getur að hann sé með þessu að sýna hug sinn til lokunar Keflavíkursjónvarps- ins, og þess vegna hafi hann val ið Reykjanes til að birtast á, en þessi skýring getur þó naumast verið rétt því að umrædd lokun hefur einmitt verið alveg eftir hans höfði; stöðin sést víðast ttivar áfram, þótt svo eigi að flieita að henni 'hafi verið lokað. Líklega er skýringanna á ham förunum iá Reykjanesi' að leita annað en til þess, að húsbónda okkar í neðra hafi mislíkað hátt erni okkar. Öllu trúlegra er, að ttiann sé með þessu aðeins að leggja áherzlu á húsbóndavald sitt yfir þessu landi, eins og hann hef ur gert öðru hverju allt frá land | námsölQ og raunar miklu lengur. ! Siíkt er eðlilegt að hann geri, j jafnvel þótt engin sérstök tilefni gefist til þess. Að vísu erum við mjög farin að förlast í trúnni á j fþann 'gamla og gerum okkur ekki atltaf ljóst, hve víðtæk yfirráð ttians eru, en það er honum sízt í óhag að við áttum okkur ekki á valdi hans, þegar við göngum hans vegu livort eð er. Og sjálf sagt blandast engum hugur um að við gerum það, minnsta kosti getur enginn efazt um það, sem ttesið hefur sam-vinnuna síðustu tneð athygli. En hver svo sem ástæðan er, þá er greinilegt að s:á gamli hef ur tekið talsvert við sér síðustu dagana. Jörðin tekur ekki upp á því að tilefnislausu að gjósa eimyrju og sjóðandi vatni ög auð- vitað hlýtur sá, sem ræður hita- birgðunum neðanjarðar, að eiga þar hlut að máli. Það bendir líka sterklega í þá átt, að hann sé þarna að verki, að breytingarnar syðra hafa verið bæði miklar og örar, en það er alkunna að sá gamli getur brugðið sér í allra kvikinda líki og byggist frægð 'hans að nokkru leyti á því, hve skjótur hann getur verði að skipta um ham. Að sjálfsögðu hafa jarðfræðing ar vorir brugðið íhart og títt við, er fregnaðist um hitaaukninguna á Reykjanesi. Hins vegar hafa þeir vaðið fyrir neðan sig flestir og vilja litlu um það spá, hvað út úr þessu kunni að koma. Þó hef ur eitt blaðið það eftir nafngreind um jarðfræðingi, að líklegt sé að ekki verði úr þessu eldgos, og er líklegt að þessi ummæli hafi sannfært ýmsa um að eldgos kunni þar að vera í vændum. Þessi sami jarðíræðingur spáði nefnilega nákvæmlega á sama hátt um framvindu mála, áður en Askja gaus hér um árið. En auð- vitað getur líka legið í þessu þann ig, að reynslan af þeim spádómi hafi sannfært jarðfræðinginn um, hve lítill spámaður hann væri, og nú hafi hann viljað gera tilraun til að knýja fram eldgos með því að spá hinu gagnstæða. STJÓRN LÍÚ VAR FALIÐ AÐ ÁKVARÐA UM EFTA OG EBE. Fyrirsögn í TÍMANUM. Eg' hélt nú' að stjórn LÍÚ hefði meira en nóg á sinni könnu á þessum erfiðu tímuni, þótt hún fari nú ekki að leysa þau mál, sem þéir finna eng- an botn í suður í Briissel. Vonandi verður eldgos úr þessu þarna súour á Reykja. nesi. Þá fáum við áreiðanlega gosfrí í skólanum einhvern daginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.