Dagur - 24.12.1949, Page 5

Dagur - 24.12.1949, Page 5
5 JÓLABLAÐ DAGS —fc------------------- unnar sér til handa. En hann latti hann eindregið, og svo' állir frændur hans, að leita þeirra nrála, taldi að við mikilláta væri að eiga og mundi hann ekki sækja gæfu í þá átt: „Þú veizt sjálfur, hvernig þú vilt að vin- ur þinn sé. En þar frá skil eg öldungis auð ög upphefð, nema þá aðeins sem fylgifiska hið ytra. Sem undir- stöðu- og aðalkostir hefir þetta margan svikið og sært til dauða.“ Varð Eggert afhuga því bónorði.. Um þessar mundir var Eggert í einlægum ferðalög- um, vegna umboðsstarfa sinna og alls konar erinda, sem honurn voru falin. Átti hann reiðhesta tvo ágæta, sém hvortveggi liét Litfari og höfðu þeir verið á fóðr- um í Steinnesi hjá Geir Finni bróður hans. Fleira lirossa átti hann jaar vestra, í Grímstungunr og víðar. Seint þetta haust gerði hann ferð.síná vcstur í Húna- vatnssýslu og lenti á Þingeyrum lijá Jóni Asgeirssyni, sem kvæntur var Ingunni, dóttur Magnúsar Ólsen um- boðsrpanns. Varð þeim brátt vel til vina og voru þeir í lie^abraski ýntiss konar og höfðu ráðagerðir stórar með höndum. Elín hét systir Ingunnar, þá kornung mær og hin álitlegasta. Renndu þau brátt hýrti auga hvort til annars og fóru fram festar með þeim. Sumarið eltir, hinn 12. júlí 1867, stóð brúðkaup þeirra á Þing- eyrum. Hefi eg heyrt þá sögu, að þann dag, er brúðkaupið skyldi standa og gestir allir voru komnir, þar á meðal Tryggvi.Gunnarsson, hafi F.ggert enn verið ókominn. Hafði hann verið á íerðalagi í Borgarfirði og seinkaði ferð Iians. F.n er tími var til að ganga í kirkju, sást jé>- reykur mikill um hérað og var þar Eggert á ferð með miklit föruneyti og fór allgeyst. Steig hann þegar af báki'óg gekk beihá leið í kirkjuna og fram fyrir áltarið. Þótti nú sem' Eggért léki allt í lyndi og midi hann allvel hag sínum. F.n ekki nmn þó búskapur hans liafa i borið sig vfek Útvegur háns brást og margt gékk úr • hendiy enda var hann sjálfur á stöðugum férðalögum. ; • Vaið skjótur endi á búskap hans á Espihóli, er kona hans' lézt af afleiðingum barnsburðar 17. jan. 1869, i tæpt tvítug áð aídri, eftir langa og* erfiða sjúkdónislegu. 11 ■ Uhl 'vorið k’ysti Eggert upp bú sitt og voru Honuni það erfiðir tímar. Réðst hann þá sem ritari til Eggerts Ó. Briem, sýslumanns, frænda síns á Hjaltastöðum og var síðan settur til að gegna embættinu um stundarsakir, meðan Brient var vikið frá störfum. En liann hafði þótt ganga slælega frarn í því að innheimta konungstekjur vestra, enda var þar þá harðæri mikið. Einnig var F.gg- ert settur til að dæraa ýms sakamál, og gekk hann skörulega fram í málurn þessum, og kom brátt öllu á réttan kjöl. Ekki leizt séra Arnljóti á Bægisá vel á þessa för F.gg- erts vestur. Skrifar hann séra Þorsteini tengdaföður sínur á Hálsi, m. a. svolátandi 20. maí 1869: „Nú er eg á glóðum um að Eggi spili sig alveg á hausinn. Það fer varla hjá því: að heimta inn konungs- tekjur í Skagafirði af horföllnum og uppflosnuðum aumingjum, sem btinir ertuað skera skepnur sínar og kúgildin með, sér til bjargar, það er óðs manns æði.“ Vmisleg opinber störf. Möðruvallaskóli. Næstu árin var Eggert helz.t viðurloða á Hálsi eða Möðruvöllum, ,,að því leyti, sem eg staðnæmdist ein- hvers staðar milli himins og jarðar,“ eins og liann kemst að orði í bréfi til kunningja síns, Þorláks Jóns- sonar frá Stóru-Tjörnum. En lengst af var hann á ferð og flugi. Þjóðvinafélagið var stofnað árið 1871 að hvötum Jóns Sigurðssonar. Var tilgangur þess „að reyna með sameiginlegum kröftum að halda uppi þjóðr.éttindum íslendinga, efla samheldni og stuðla til framfara lands- ins og þjóðarinnar. í öllurn greinum. Einkum vildi félagið kappkosta „að vekja og lífga meðvitund íslend- inga um, að þeir séu sjálfstætt þjóðfélag og hafi því sambóðin réttindi." Sendir voru menn um landið til að efla samtök þessi, og reyndist Eggert Gunnarsson einn hinn ótrauð- asti og ötulasti maður til þessa verks. Ilann fór víða um landið, einkum Norður- og Austurland, sumarið 1872 og var meðfram í erindagerðum fyrir Gránu- félagið, sem Tryggvi bróðir hans var þá að stofna. Er- indisbréf hans l'yrir Gránufélagið er dags, í feb.rúar það ár og reglur til eftirsjóoar í ferðinni 4. marz. Varð honum vel ágengt í hvoru tveggja málinu. Þannig safnaði hann í loforðum fyrir Þjóðvihafélagið 2700 rd., sem var stórfé í þá daga, cn misjafnlega mun það hafa goldizt. i I ' I ■ I ' ' Jón Sigurðsson hafði niikið álit á Eggert, eins og þeím bræðrum öllum, og segir í bréfi til Sigurðar pró- fasts Gunnarssonar á Hallornis^tað, að hann telji gott, að svo gætinn maður og l'aglegur sem Eggert ferðjst um landið og haldi fundi. — 'En ekki töldu þó allir þetta jafngott, því að Kristján amtmaður höfðaði mál gegn honum lyrir æsingar og áróður fyrir Þjóðvinafélagið. En fljéitt mun það hafa fallið niðu. Mér þykir senni- legt að greinin: „Mannlíf. Þjóðlíf. Þjóðréttindi" í Norðanfara 9. ág. 1873 sé eftir Eggert. Að minnsta kosti er hún alveg í hans anda og undirrituð: Þjóð- vinur. Upp úr þessu er Eggert kosinn 2. þingm. Norð- mýlinga árið 1875 og sat á þingi til 1879. Lét hann sig þar ýms framfaramál miklu skipta. Meðal annars mun hann hafa verið frumkvöðull að stofnun Möðruvalla-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.