Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 8
8
verið drepið á, og E. G. blés lífi og anda í, stóð.hann
og að tveimnr stærstu framfaramálum Eyfirðinga um
þessar mundir og var helzti hvatamaður þeirra. En það
var stofnun kvennaskólans á Syðra-Laugalandi og
framnesla Staðarbyggðarmýra.
Kvennaskólinn á Laugalandi 1877—’96.
Það var reyndar Framfarafélag Eyf., sem hafði for-
göngu í kvennaskólamálinu. Samkvæmt frásögn Da-
víðs Keiilssonar frá Miklagarði, skilríks manns, voru
fyrstu tildrögin þessi:
Á gamlaárskvöld 1874 var haldin mikil brenna
fremst á Espihólnum. Voru þar viðstaddir um lf;0
manns, víðs vegar að úr héraðirtu. Ræðuhöld, söngúr
og álfadans voru Jtelztu skemmtiatriðin.
Þegar brennunni lauk, fóru allmargir eldri og yngri
menn lieim að Espihóli og var þar fundur settur og
rætt um að hrinda í framkvæmd eirihvérju menning-
armáli til minningar um þúsund ára byggð landsins.
Skoðanir voru allmjög skiptar, en helz.t hölluðust
menn að því, að hefja fjársöfnun til byggingar barna-
skóla í héraðinu. Ekkert var þó útrætt á þessum fundi,
en allmikið um það skrafað á heimilunum á eftir og
ýmsir smáfundir haldnir. Föstudaginn lyrstan í þorra,
þann 22. jan., vár þorrablót á Munkaþverá. Voru þar
sátpan kontnir um 30 karlmenn úr öllum hreppum
Eyjafjarðar og af Akureyri. Þar var gleðskapur mikill
og ræðuhöld. Bar nú skólamálið enn á góma og höll-
uðust þá ýmsir fremur að því að byggja skyldi kvenna-
skóla. Þá var Jakob Júlíus Jónsson á Munkaþverá ung-
ur maður og upprennandi, sigldúr málari dg listfeng-
ur á ýmsa grein og spilaði meðál ánnars á fiðlu fyrir
dansi. Hann hafði mjÖg mikihri áJiuga fvrir byggingu
kvennaskóia og ræddi úm jrað við Eggert Gunnarsson.
Fleiri áhugamenn vorii jreirri húgmynd fvlgjandi, og
stóð þá ekki á Eggert að gera sig að svferði og skildi fyrir
þessari hugmýnd. Var nú brúgðið skjótt við og ákveð-
ið á þorrab'lóti þessii, að efna til almérins umræðu-
fundar fyrir allan fjörðinn á Grúnd lrittn 25. jánúar
næstkomandi.
Þann fund sóttu nálega 50 manns víðs vegar að tir
Eyjafirði. Úrslit fundarins ttrðu þau, að ákveðið var
að koma upp kvennaskóla í Eyjafirði, ef nægilegt fé
safnaðist og skyldi fjársöfnun hafin j;á þegar.
Má þá telja jrennan dag, 25 janúar 1875, stofndag
Kvennaskólans á Laugalandi.
Á þessum fundi var kjörin nefnd í hverjum hreppi
til að gangast fyrir samskotunum. Skyldu það vera 4
konur og 2 karhnenn. Úr Satirbæjarhreppi voru kosn-
ar húsfreyjurnar: Helga Jónsdóttir í Saurbæ fekkja
séra Jóns Austmanns), Kristín Thorlacius í Melgerði
■' f ■ -j • • i
JÓLABLAÐ DAGS
(ekkja séra Jóns Thorlacius), Rpsa Jónsdóttir, yfirsetu-
kona, Öxnafelli, og Sigríður Þórarinsdóttir í Sam-
komugerði. Enn fremur Jreir til aðstoðar: Davíð Ket-
ilsson, Miklagarði, og Benedikt Jóhannesson, Hvassa-
felli, ágætir menn. Ekki er mér fullkunnugt um hvaða
konur voru kosnar í hinum hreppunum. En í Önguls-
staðahreppi var Þórey Guðlaugsdóttir á Munka-
þverá ein aðalkonan. Því að fund liélt hún skömmu
seinna með konum á Munkaþverá, til að ýta á eftir
jiessu máli og var hún þá kosin til að mæta á fundi á
Akureyri 4. júní 1877 með alþingismönnum og lík-
lega sýshinefnd Eyjal jarðarsýslu til að ræða um kvenna-
skólann. Hefir Eggert Gunnarsson haft þar hönd með
í bagga. Á þann fund fóru einnig Jón bóndi Jónsson á
Munkaþverá og Jiilfus Hallgrímsson og háfa þeir
sennilega einnig verið í nefndinni.
Skömmu eftir Grundarfundinn var byrjað að safna
fé til skólabyggingar og gekk fjársöfnun fremur tregt.
Heyrðust nokkrar raddir um það, frá konum jafnt sem
körlum, að nýjabrum jretta væri ójjarft. Hefðu mæður
þeirra og ömmur getið búið og alið upp börn, Jrótt
ekki væri þær skólagengnar o. s. frv.
Eggert Gunnarsson varð nú eins og vænta mátti að-
alkrafturinn í framkvæmd málsins, en hafði þó sér við
hlið ýmsa röska áhugamenn. Meðal þeirra var Jón Ol-
afsson, bóndi á Hripkelsstöðum, síðar hreppstjóri.
Hann var framgjarn maður og duglegur, vel viti bor-
inn og ákaflega ósérhlíðinn í öllum félagsmálum. Var
hann og hinn einbeittasti fylgismaður Eggerts í þessu
máli sem öðrum. Segir hann svo í endurminningum
sínum fÖðinn 8. árg., bls. 85): j( ,
• ,,Þá kpm nú Eggert.Gunnarsson til sögurjngPj i$eo
sitt tóstöðvandi framsóknarafl og sterku t,rú Á^Jgpr
liins góða, vildi þvi öllum hjálpa og pljupj gera.goft.
Þar var maðurinn, sem skapaður var tif að prédika
og hafa áhrif á lýðinn, vekja raenn ,til dugnaðar,, (til
- félags'skapar og samvinnu. En hann ga,t eþþi stöðyaÖ
sig eða setztium kyrrt, framssóknin var svo f^terk, treysti
á bermennina (bændurna), en þeir reyndust óný.tir.til
að berjast til þrautar, og þá gafst foringinn upp. eða
féll. Þetta er gangurinn í sögunni. Eg reyndi'að rétta
h jálparhönd eftir jrví, sem orkan leylði, bæði við
Kvennaskólann á Laugalandi og framskurð Staðar-
byggðarmýra; í þessu hvort tveggja var Eggert for-
maður og driffjöður, og kallaði liann mig þá stundum
járnkarlinn sinn.“
Það var fyrst í ráði að reisa kvennaskólann á Munka-
jrverá, og fékk Eggert komið í gegn nokkurri styrk-
veiting til þess á þinginu 1877. Jón. Ólafsson safnaði
saman mönnum í sjálfboðavinnu, og tóku þeir að færa
grjót lreim að staðnum veturinn 1876, og var Jrá ætl-