Dagur - 24.12.1949, Page 11

Dagur - 24.12.1949, Page 11
JÓLABLAÐ DAGS 11 ])úsund krónum, sem mýrarverkið kostaði, liafi runnið í hans vasa. Slíkt \'ar auðvitað hin mesta fjarstæða, og et það miklu líkfegra, að hann hafi lagt fram ótæpt fé frá sjállum sér til að standa straum af ýmsum kostnaði og fyrirhöfn, er hann hafði í sambandi við þetta verk Ilins vegar þótti sá ljóðiir á ráði hans, að hann væri lítill reikningsskilamaður og muíi það mest hafa kom- ið til af því, hversu mikil umsvif hann hafði og margt í takinu í einu, að ekki fann hann tíma til þess. Fór jtað þá líka svo, að mörg járnin brunnu í eldinum fyrir honum, og hefir það hcnt margan góðan dreng, þó eigi væri af illum ásetningi. Ýmsir, sem lagt höfðu fé í lyrirtæki hans, töpuðu því, og var þeim sár skaðinn og býsnuðust þá yfir óreiðu hans. En það nmn vera mála sannast, að aldrei hafi það verið ætlun Eggerts að pretta af mtjnnUni fé, þó að fyrirtæki hans ýms yrðu hönum ofurefli, enda var það ólíkt upplági hans. Því að svo (irlátur var hann að eðlis- fari, að hann sást ekkert fyrir, ef liaiíh gat einhverjum hjálpað, og sjást þess merki í plöggum hans, að ýmsir fátæklingar elskuðu hann og trúðu á hann eins og for- sjón sína. Meðan hann hafði verzlun rigndi yfir hann beiðnum uní vörulán frá alísÍausUm mönnum, um korn til að bjarga skepnum í vorharðindum eða aníi- að, og veitti hann ávaflt einhverja úrlausn og gekk þá lítt eftir borgUn. Seð hefi eg minnisgreinar með hans hendi um slík útlán og skrifar liánn stundum í svigum aftan við: minnir mig. Sýnir það, að eigi hefir hann ávallt fært slíka hjálp vandlega til reiknings. Hamingjusól Eggerts tók nú mjög að hníga til viðar. Hann hverfur að mestu úr héraðssögu Eyjafjarðar stnttu eftir 1880. Erostaveturimi mikla er hann á suð- urleið, og kom hihgað norður lítt eða ekki eftir það. Settist liann að 'í Reykjavík um stund, og hafði enn margt á prjónunum, en ekki hefi eg náð í glöggar heimildir um þennan síðasta þátt ævi haiis. Hann kom á fót verzlun í félagi við Gunnlaúg Rriem í Glasgow og var það ætlun þeirra að afla markaða fyrir útflutn- ingsvörur .bænda og keyptu hross og sláturfé á haust- um, en fluttu inn ýmislegt, sem ekki hafði sézt hér á landi áður, eins og t. d. emailleraðar vörur. En ekki gekk verzlun þessi vel ög lenti í fjárþröng. Matthías Jochumsson, sem var góður kunningi Egg- erts á þesstun árum, segir, að hann hafi þá verið að safna hlutafé til síldarútvegs við Eyjafjörð. Gefur hann þeim bræðrum, Tryggva og honum, þann vitnisburð, að ósíngjarnari eða góðgjarnari rnenn hafi naumast fundizt, þótt víða væri leitað, og hafi báðir verið ofur- hugar og atkvæðamenn, þó að gæfan brygðist Eggert meir. Víst var um það, að á þessum árum var stofnað í Reykjavík íslenzkt fiskiveiðafélag, sem ,hafði það að markmiði, að fjölga svö séili verða mætti vel útbúnum veiðiskipum, sem hentug væri til alls konar fiskveiðv hér við land. Hinn 7. febrúar 1883, skrifar Eggert, ásamt 60 mönn- um öðruin, áskorun til Alþingis um að styðja þetta fyrirtæki, því að brýna nauðsyn beri til að gera allt, sem mögulegt sé, til að bæta atvinnuvegina, og þurfi meðal annars að stofna ábyrgðarsjóð til að tryggja þennan óörugga atvinnuveg, sjávarútveginn. Leggur liann til, að þingið geri ráðstafanir til þeSs. að nægilegt fé sé fyrir hendi gegn gildu veði, til að kaupa skip, annað hvort méð stofnun banka, eða með skynsamlegri ráðstöfun á lé landsins, sem nú sé á Vöxtum erlendis. F.nn frerhúr fer hann fram'á, að hlutaiélaginu verði veitt trygging f’yrir bráðabirgðaláni, ef skaða beri að hönduni, og að komið verði á ókeypis kennslu í sjó- mannafræði (Lbs. 394 foh). l.ítt rtiun þessu hafa verið sinnt. Þó er það líklega að undirlagi Eggerts, að samþykkt voru á þinginu 1883 lagafrumvörp um afnám aðflutningsgjalds á útlend- um skipum og lög um að taka útlend skip til leigu til fiskveiða. Flutningsmaður var Arnljótur Olafsson. Þessi miklu áförrti strönduðu öll á fjárskorti og sinnuleysi. Að lokum surfu erfiðleikar og fjárhagsvandræði svo fast að honum, að hann hvarf til Vesturheims fum 1885) í því skyni að leita þar gæfunnar á ný. Fréttist síðast af honuin í Minneapolis. Birtist þar viðtal við hann í blaði, þar sem hann kveðst vera á'leið til frænda sittna og virta í North-Dakota. En aldrei kom hann frarrt. Heyrt hefi eg að einhvern tíma hafi borizt fregn af honum og þá hafi hann verið kominrt til Ástralíu. Hitt þykir írtér líklegra, að hann hafi annað hvort larizt voveiflega skömmu eftir komu sína til Minnea- polis, eða veikzt og endað ævi sína einn og ókunnur í einhverju gistihúsi vestur á sléttunni miklu og hlotið þar hvíld í óþekktri gröf. Þannig hyarf þessi mikli ofurhugi og brennandi hugsjónamaður úr sögu lands síns og lýðs, sem hann unni svo mjög, aðeins fjörutíu og fimm ára gamall, við minni orðstír en hann átti skilið. Þvi að eina ógæfa hans var reyndar sú, að hann var hálfri öld á undan samtíð sinni í stórhug og manndáð. —-X*-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.