Dagur - 24.12.1949, Qupperneq 27
JÓLABþAÐ DAGS
27
MÉR V.ARÐ hugsað til þess í
bílnum á leiðinni frá Nort-
lioltflugvelli til Kensington í Lon-
don, á drungalegu, brezku nóvem-
berkvöldi, að Bretar og ísiendingar
væru í sannleika ólíkir menn. Við
höfðum komið til flugvallarins síð-
degis hinn 19. nóvember sl. með
gömlu Heklu Loftieiða. Eg nota
orðið ,,gamall“ hér síður en svo í
óvirðingarskyni við hinn ágæta far-
kost. En Hekla er elzt og virðuleg-
ust af millilandaflugvélum okkar.
Hún hel'ur víða farið. svifið yfir
Kolosseum og Péturskirkju, og yfir
heiðríkjubláma Kárabíahafs og
hún helur verið umkringd af upp-
reistarmönnúm,, í , Venezr'iela. En
henni hefur jafnan farnast vel. Eg
hafði fyrr farið með henni yfir Atl-
ant/hafið og hafði þá i.indan engu
að kvarta. Svo fór og í þetta siiín. —
Ferðin var jrægileg en ekki söguleg.
Við lentum á Northoltflugvelli eft-
ir sex klukkust.un.da ferð frá
Reykjavík. Tólf ár voru liðin síðan
eg halði séð London. Mér var lor-
vitni á að sjá heimsborgina úr lofti
uin leið og við svifum inn yfir liana.
En það var tekið að skyggja og
þokuslæðingur lá yfir húsaþökun-
um. Og það var ekki hin mjúka,
létta, livíta þoka, sem við þekkjum
úti á íslandi. Þetta var hin dimrna,
þunga I.undúnaþoka, sem eg hef
alltaf haldið að væri lrekar kola-
reykur en þoka. Úr flugvélinni var
ekkert að sjá nerna eina og eina
ljóstýru á stangli og rauð tígul-
steinaþök, sem annað veifið grillti í
um leið og flugmennirnir sveifluðu
vélinni inn yfir norðurhverfi höf-
uðborgarinnar.
Og svo lentuni við á Northolt-
llugvelli og sárláir farþegar, svfjað-
ir eftir tiibreytingarleysi Atlants-
halsflugsins, röltu með handtöskur
og pinkla til farþegaafgreiðslunnar.
Flugvöllur þessi er sjálfsagt stór,
enda fjölfarinn. En við sáum næsta
lítið af honum. Myrkur og þoka
huldu nær alla útsýn. Ekki er hægt
að segja, að glæstar byggingar laði
athygli ferðamannsins á þessum að-
alflugvelli heimsborgarinnar. Af-
greiðslan öll fer fram í lágreistri
húsaþyrpingu. Bretum hefur aug-
sýnilega ekki gefizt tóm til þess að
biia farþegum neitt svipuð skilyrði
óg nú ervi á Kéflavíkurflugvelli.
Hér standa enn bráðabirgðaskýli
Stríðsáranna, enda er Northolt-
liugvöl 1 ur stríðsfyrirbæri. Áður var
Croydon aðalliugvöllur borgarinn-
ar.
En inni í skálunum er vistlegt,
bjart og hlýtt og nokkur vippörvun
fyrir ferðamanninn, sem kemur ut-
an úr þokunni. Afgreiðsla tolls og
útlendingseftirlits gengur greiðlega.
Tollheimtumenn fýsir ekki að líta í
töskur farþeganna. Spyrja aðeins
hvort nokkur dýrmætur varningur
sé í fari manna, en trúa naumast
sjálfir sínum eigin orðum. Kannskc
hafa þeir heyrt um verzlunarástand-
ið ;i Islandi og hafa gert upp við sig
líkindin til þess að farþegar frá
Reykjavík hafi töskur úftroðnar
með gersemum. En lagabókstafur-
inn blífur, þessi spurning er lögð
fyrir alla útlendinga og engir munu
svara henni greiðlegar en Islending-
ar nú á þessunt síðustu og verstu
tímum. Og svo spyr útlendingseftir-
litið um erindi manns til landsins.
Og þegar úr þeirri spurningu hefur
verið leyst, fá þeir manni bækling,
sem lieitir „Welcome to Britain".
Eftir að hafa lesið þá móttökuræðu,
finnst manni úærgöngular spurn-
ingar eltirlitsmannanna óþarfar og
ekki í samræmi við hið prentaða
velkomandaminni. En hér, eins og
annars staðar í Bretlandi, stendur
bókstafurinn bókstaflega. E'yrir-
nu’lunum er framfylgt.
C)g svo er það næst bíllinn og ferð-
in inn í sjálfa borgina. Þetta er löng
leið, nærri því klukkustundar akst-
ur og þó aka þeir greitt, bílstjórarn-
ir hjá British European Ainvays,
sem heiur með höndum afgreiðslu
fyrir íslenzku flugfélögin í London.
Og það var á þess iri leið, sem eg
fór að hugsa um það, að Bretgr og
Islendingar eru næsta ólíkir meiin,
enda þótt landi okkar ViUijálmur
Stefánsson telji okkur af keltnesk-
uin uppmna að einum Ijórða hluta.
Mikið nmndum við hafa verið búu-