Dagur - 28.01.1953, Síða 10

Dagur - 28.01.1953, Síða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 28. janúar 1953 Frumvarp Sjálfstæðsmanna (Framhald af bls. 4). - Frá fundi Bændaldúbbsins (Framhald af 7. síðu). reglur eru um álagningu útsvar- anna. Enginn stafkrókur er held- ur í fi-v. þessu um það, að nokkuð af hagnaði gjaldenda af skatta- lœkkun frv. eigi að renna til bæj- ar- eða sveitarfélaga. En hér er einmitt komið að kjarna málsins. Lög um skatta til ríkissjóðs og útsvör til bæjar- og sveitarsjóða þarf að undirbúa' og afgreiða samtímis. Þetta var Alþ. ljóst í fyrra, þegar það samþ. ályktun um heildarendurskoðun laga um skatta og útsvör. Og skattamálanefndin stefnir að því í starfi sínu að samræmdum till. um þetta hvoru tveggja. Þegar sett eru lög um skatta til ríkisins, þarf að hafa hliðsjón af því, hvað útsvörin nema miklu, svo að hæfileg takmörk verði sett fyrir heildargreiðslum gjaldenda, jafnt einstaklinga og bæjar- og sveit- arsjóða. En fram hjá þessu er al- veg gengið í frv., sem hér ljggur fyrir. Þar eru aðeins till. um fá- ein atriði viðkomandi tekjuskatti til ríkisins, en ekkert hreyft við útsvarsmálinu. Auk þess er aðal- efni frv. þannig, eins og eg hef þegar sýnt, að ekki er hægt að fallast á það. Skattabyrðin. Hv. frams.m. málsins var í ein- um kafla ræðu sinnar að tala um það, hvað skattahækkunin á al- menningi hefði orðið mikil á und- aeförnum árum, án þess að kvæðum skattalaganna hefði ver- ið breytt. Eg vil út af þessu í ræðu hans vekja athygli á því, að í gr.g. með frv., neðst á bls. 5, segir; með leyfi hæstv. forseta: „Með hliðsjón af tekjuskattsstig- anum sjálfum hefur engin raun- veruleg aukning á skattþunga frá árinu 1952, af tekjum 1951, átt sér stað hjá þeim, sem njóta um- reiknings á tekjum.“ Og síðast í þeirri sömu málsgr., á bls. 6, seg- ir( með leyfi hæstv. forseta — þar sem verið er að skýra frá því, að birt sé tafla þar á eftir um skatt- greiðslurnar, — þar segir á þessa leið: „er þetta hvort tveggja sett fram í eftirfarandi töflum, og mun það nægja til þess að sýna fram á, hvernig óbreyttir skatt- stigar hafa aukið raunverulega skattbyrði þeirra aðila, sem ekki njóta umreiknings á tekjum, en þeir, sem njóta umreiknings, hafa staðið í stað.“ Nú liggur það fyrir, að á þessu nýbyrjaða ári, þá munu allir þeir einstaklingar að fullu njóta um- reikningsins, sem hafa allt upp í 68,850 kr. tekjur, og það held eg, að við getum ekki kallað lágtekj- ur eins og nú er ástatt. Það er margt, sem taka þarf til athugunar við endurskoðun skatta- og útsvarslaga. Við ákvörðun tekjuskatts þarf, eins og eg hef áður vikið er, að hafa í huga, hvað útsvörin nema miklu, og setja fyrirmæli um þau, svo að samanl. upphæðir þessara út- gjalda fari ekki úr hófi fram. Það þarf að fyrirbyggja, að félög verði látin borga samtals í ófrádráttar- hæft skatta og útsvör meira en sém nemur öllum skattskyldum tekjum þeirra, eins og nú á sér stað í mörgum tilfellum, vegna veltuútsvaranna. Slík skatt- heimta er til hindrunar heilbrigð- um atvinnurekstri og hér þarf að ráða bót á. Eignaframtalið þarf að lagfæra. Fasteignir eru nú yfir- leitt taldar til eignarskatts með aðeins hluta af raunverulegu verði þeirra, en peningaeignir eru metnar fullu verði. Hér er óvið- unandi ósamræmi, sem þarf að leiðrétta. Ákvæðum um persónu- frá'drátt þarf að breyta. Skatta- mál hjóna þarf að taka til sér- stakrar athugunar, og margt fleira þarf að athuga og gera till. um, þó ekki sé hér talið. Og við endurskoðun laga um skatta og útsvör þarf að sjálfsögðu að minnast þess, að ríki, bæjar- og sveitarfélög þurfa að fá fjárþörf- um sínum fullnægt á einhvern hátt. En allt þarf þetta að athug- ast í heild og afgreiðast í einu lagi, því að mörg þýðingarmikil atriði málsins eru svo nátengd, að afgreiðsla þeirra þarf að fylgj- ast að, svo að nauðsynlegt og eðlilegt samræmi verði í lagafyr- irmælum um þessi mál. Till. um heildgrlöggjöf um skatta og út- svör þarf sem allra fyrst að leggj- ast fyrir þingið. Frv., sem hér liggur fyrir, getur ekki komið að gagni við lausn málsins. Herbergi til leigu á Syðribrekkunni., Sfgr. vísar á. Fatahengi 1 ,, ;. * f ,é' £ , 5>v, £- ýi Fatasnagar NYLON: UPPÞ VOTTABURSTAR HANDB URSTAR BAÐB URSTAR. Jdrn- og glervörudeild Skíðasleðar Járn- og glervörudeild. SKÍÐI Skíðavax: Östby, Bratlie Skíðalakk Járn- og glervörudeild. - Grein E. C. Brun. (Framhald af 1. síðu). Glyptotekið, Listasafn ríkisins og þjóðminjasafnið. Segir prófessor þessi m. a. á þessa leið: „.. . . Upp af þessu safni í Fiol- stræti — og frá safni norrænna handrita í Slotsholmen, — spratt hin danska, þjóðlega sjálfsmeð- vitund, en án hennar héfði danska þjóðni ekki haldið áfram að vera dönsk. Fyrstu útgáfurnar og ritgerðirnar sáu dagsins Ijós fyrir tíð Árna Magnússonar, á lærdómstímum 17. aldarinnar. Og frá upphafi upplýsingatímabilsins kom hin mikla könnun fornnorr- ænu. Allir lærðir menn landsins, jafnvel Ludvig Holberg, sem ann ars var ekki sérlega ofstækisfull- ur norrænumaður, urðu að læra hið forna mál og lesa bókmenntir hins gamla tíma. Hinar gömlu Kaupmannahafnarútgáfur þess- ara fomu gersema, eru e. t. v. mesta framlag vort til sögunnar. Áhrif þessarar könnunar á skáld- skapinn voru veruleg þegar á upplýsingaöldinni. En fyrst voru það Grundvig og Oehlenschlager sem kendnu okkur um hina forn- norrænu guði og hetjur til þess að við gætum gert fortíðina að eign okkar. Það var upp af fræ- korni Árna Magnússonar, sem lífs- og þekkingartré vort óx. . .“ í lok þessarar væmnu og yfir- borðslegu greinar segir þessi prófessor um íslenzku handritin, sem hann forðast að nefna réttu nafni, ísland er aldrei beinlínis nefnt i allri gr'eininni: „Þau geyma fortíð vora, þau eru dýr- roætasta eign vor....“ í rit- stjórnargrein Berl. Aften Avis, sem fyrr er vitnað til, og er and- svar blaðsins til Bi'un fyrrv. sendiherra, vitnar ritstjórinn í þessa grein Rubows prófessors og telur hann sanna, hverja megin- þýðingu handritin hafi fyrir danska menningu! Haag-dómstóllinn nefndur. í grein í sama blaði, 12. þ. m., leggur einhver S. P. til, að hand- ritamálið verði lagt til úrskurðar fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. í ritstjórnargrein í Finansttdende 17. des., er því fagnað, að almenn- ingsálitið í Danmörk sé að rísa upp gegn afhendingu handrit- anna og til styrktar prófessorun- um, sem harðast berjast gegn því að handritunum verði skilað. Og umræðurnar halda áfram, mjög í sama dúr og fyrr. Þótt einstakir Danir taki drengilega undir kröf- ur okkar um að skila hgndritun- um (eins og Brun fyrrv. sendi- herra og Poul Engberg skólastj., sjá grein hins síðar nefnda annars staðar í þessu blaði) eru hinir þó miklu fleiri, sem mæla gegn af- hendingu. Blöðin og prófessor- arnir eru líka vel á veg komnir að æsa almenningsálitið — sem fram tíl þessa, hefur naumast vitað að handrítin væru til, hvað þá meira, — gegn kröfum íslands og til andúðar á íslendingum yfir- leitt. F.nda hefui frv. bað, sem boðað var að lagt yrði fyrir Rík- isþingið um handritamálið, enn ekki téð dagsins ljós. Segir það sína sögu um áhrif þessarar her- ferðar gegn Íslendingum. Sandfaxið. Þá fór Olafur nokkrum orðum um sandfaxið, sem margir hefði nú mikla trú á, enda hefði það reynst vel í þurrum jarðvegi og þó sérstaklega í sendnum jarð- vegi. Þessi tégund var reynd bæði sunnanlands og norðan- lands þegar skömmu eftir alda- mót. Niðurstaða þeirrar reynslu varð, að sandfaxið væri allgott, en engan veginn bezta tegundin. Betur reyndist það á Suðurlandi en á Norðurlandi. Fræblanda sú, er þeir ákváðu 1920 Sigurður Sigurðsson og Einar Helgason, var samsett með hliðsjón af þess- ari reynslu. Þeir settu sandfaxið í þurrlendisblöndur en ekki í blöndur, sem ætlaðar voru í mýr- lendi. Við ræktun á sendinni jörð og gróðurstarfið á söndunum sunnanlands hefur sandfaxið gef- izt mjög vel, þó er nú‘ sýnt, að t. d. hefur það ekki haldið velli á sáðsléttunum í Oskjuhlíðinni í Reykjavík. Það er því ekki ör- ugt sáðgras, en þó sjálfsagt að nota það, þar sem aðstæður benda benda til að það hafi lífs- skilyrði. Frá umræðunum. í umræðum þeim, sem urðu að loknu erindi Ólafs kom margt at- hyglisvert fram^ sem þó er ekki tækifæri til þéss að rekja hér að neinu ráði. Árni Jónsson til- raunastjóri benti m. a.'á, að kyn- bætur fara sífellt fram á gras tegundum þeim, sem ræktaðar eru í nágrannalöndunum og grasfræ það, sem inn er flutt, sé því í rauninni ekki sama fræið og flutt var inn fyrir nokkrum ár- um, enda þótt tegundarheitin séu óbreytt. Danskir bændur t. d. mundu ekki kaupa í ár gamlar tegundir, heldur keppast við að fá nýjar, sem tilraunir hefðu sýnt að gæfu betri arð. Þá ræddi hann einnig um áburðarnotkun og birti fróðlega skýrslu um tilraunir í Noregi um notkun hreins köfn- unarefnis. Komust áburðar- skammtar þar upp í 180 kg. af hreinu köfnunarefni, en uppskera varð einnig mikil, á annað hundr- af hb. af hektara. Gunnar Krist- jánsson á Dagverðareyri benti á, að oft skorti á jarðvinnslukunn- áttu hjá þeim mönnum, sem stjórna dráttarvélunum, enda þótt þeir kynnu vel að hugsa um þær vélar og margt benti til þess að tæki þau, sem dráttarvélarnar draga, væri ekki ævinlega heppi- leg, t. d. væri -ástæða til að ætla að plógar, sem notaðir eru, séu ekki ævinlega brotplógar, heldur aðeins akurplógar. Jarðvinnslan verður því ekki eins góð og þyrfti að vera. Ketill Guðjó’nsson á Finnastöðum ræddi um haust- sáningu grasfræs og sagði frá at- hyglisverðri reynslu sinni í því. Sigurjón Valdimarsson í Leifs- húsum gerði mun á vorkali og vetrarkali og ræddi um ástæð- urnar fyrir því. Sverrir Guð- mundsson á Lómatjöm ræddi um grasfrætegundirnar og rækt- un mýrlendis. Þór Jóhannesson í Þórsmörk sagði frá reynslu sinni af notkun kílplóga og Kristinn Sigmundsson á ’ Arnarhóli frá notkun nýs plógs á Staðarbyggð, sem enn er á reynslustigi. Fleira athyglisvert kom fram í umræð- unum. Næsti fundur bænda- klúbbsins verður á þriðjudaginn kemur og muji ætlunin vera að ræða þá um áburðarnotkun. frá S. I. F. n ý k o m n a r Kryddsíldarflök st. 2.00 Do. dós 12.25 Gaffalbiíar — 5.40 Lifrarkæfa — 5.00 Grænar baunir - 4.90 Blómkál — 8.00 Do. — 13.25 Gul. og gr. baun — 6.65 Agúrkusalat — 5.25 Muría . ! .,:l' 10.25 j Fiskbollur f \ ■ oo Cri De. ; 8.70| Fiskbúðingur -'! 6.65 Do. — 10.80 Hvífkál — 9.80 Gulræíur — 7.90; Kjötbúðir KEA. Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 1Q. Sími 1622.' Húsmæður Vér seljum daglega eftir- íaldar fiskíegundir: Hraðfryst ýsuflök Úfvatnaðan saltfisk Þurrkaðan saltfisk Reykfan fisk Nýtf fiskfars Nýjan fiskbúðing , t V? JS ‘ r ■ ífef ! i Sendum heim yður að kostn- aðarlausu. — Pöntunum veitt - múttaka frd kl. S.30 d morgn- ana í sima. ■ Sendlarnir fara af stað kl. 10 f. h. Kjötbúð KEA. Hainarstræti 89 — Sími 1714

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.