Dagur - 12.02.1958, Síða 8
8
D A G U R
Miðvikudaginn 12. febrúar 1958
«5555555555555555555555555555555555555555555555555«
1 DAGUR |
| Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON |
2< Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta:
Þorkell Björnsson R
;? Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sfmi 1166 4>
« Árgangurinn kostar kr. 75.00 «
Blaðið kemur út á miðvikudögum n
g og laugardögum, þegar efni standa til
s> Gjalddagi er 1. júlí «
?? Prentverk Odds Björnssonar h.f. $
: »55555555555555555555555555555555555555555555555550
„Dagur“ f jörutíu ára
FYRIR RÉTTUM 40 ÁRUM hóf nýtt blað
göngu sína á Akureyri og nefndist það Dagur.
Ekki var það fyrirferðarmikið en varð áhrifaríkt
undir ritstjórn hæfra manna. Það kom fyrst út
hálfsmánaðarlega, en síðan er það vikublað kall-
að, en kemur þó út miklu oftar.
Þegar síminn kom var illa spáð fyrir blöðunum,
sem þá voru til. Með komu útvarpsins létu hrak-
spárnar heldur ekki á sér standa. En reynslan
hefur sýnt að aukin fréttaþjónusta með þeim leið-
um efldi blöðin./ Dagblöðin hafa aldrei verið
stærri, fjölbreyttari að efni eða verið meira lesin
en einmitt nú. En þau eru öll gefin út í höfuðstað
landsins.
Vikublöðin, sem gefin eru út utan Reykjavíkur,
mættu sýnast lítils megnug í hinu rnikla blaða-
flóði. Þessu er þó ekki þann veg farið og er a. m.
k. síaukinn kaupendafjöldi Dags ánægjuleg sönn-
un fyrir því að Norðlendingar vilja hafa sitt blað,
þótt það geti ekki keppt við sunnanblöð að stærð.
Vikublöð setja sér auðvitað um margt þrengri
ramma en dagblöðin og eru tengdari vissum
landshlutum. En þar hafa þau vissulega ómetan-
lega þýðingu.
Þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður, tók
hann að sér málstað æskunnar í landinu og þeirra,
er voru lítils megnugir. Þá þegar var blaðið Tím-
inn stofnaður og Dagur nokkrum mánuðum síðar.
Á 40 ÁRA GÖNGU hefur Dagur látið flest vel-
ferðarmál Norðlendinga til sín taka og oft með
glæsilegum árangri. Hann hefur stutt Framsókn-
arflokkinn og staðið vörð um samvinnuhreyfing-
una.
Hugsjónir ungmennafélaganna og samvinnunn-
ar hafa til þessa dags verið aflgjafi Dags. Án hug-
sjóna verður ekkert blað fertugt, og án baráttu
væri blaðið þróttlaust.
Samkvæmt hugsjónum sínum og stefnuskrá, er
Framsóknai-flokkurinn eins konar milliflokkur.
Til hægri og vinstri eru öfgarnar uppmálaðar í
íhaldi og kommúnisma.
Á SÍÐUSTU ÁRUM OG MÁNUÐUM hefur orð-
ið veruleg breyting á stjórnmálaflokkunum. Nú
er enginn íhaldsflokkur til á íslandi. Sjálfstæðis-
flokkurinn, arftaki íhaldsflokksins gamla, hefur
hneigzt meira og meira í átt til nazisma, enda
margir forustumenn hans gamlir aðdáendur Hitl-
ers og lærisveinar. Sjálfstæðismenn hafa í æ rík-
ari mæli tekið upp ýmsar baráttuaðferðir þeirra.
Áróðurinn í skólum landsins, allt niður í barna-
skóla, er eftir fyrirmyndum Hitlers. Gulu sög-
urnar bera sams konar skyldleikamerki við hina
þýzku ofbeldisstefnu og í skjóli fjármagnsins el-
ui' Sjálfstæðisflokkurinn upp og veitir atvinnu
heilli stétt atvinnumanna. Hið innra skipulag
flokksins er sterkt og áróðursvélin malar misk-
unnarlaust og vantar ekki eldsneytið. En ekki eru
það þó hugsjónirnar, sem kraftinn gefa, heldur
peningarnir. Fyrir þeim gengur flokksvélin.
Sjálfstæðismenn eru yfirleitt ekki lausir á fé, en
hér á Akuryeri borga flokksmennirnir álitlegar
upphæðir í flokkssjóðinn, bjargálna kaupmenn og
aðrir í sæmilegri atvinnu, verða að sjá af frá 5—15
þúsundum króna hver. Þetta aukaútsvar sitt
greiða þeir að vísu ekki möglun-
arlaust, en þegar þeir hafa gefið
af sálu sinni, hehnta þeir mikinn
hlut sér til handa og harðna í bar
áttunni fyrir flokk sinn. Sjálf-
stæðisflokkurinn er enn á því
millistigi að látast vera allra vin-
ur. Hann felur ennþá vígtenn-
urnar, en mun sýna þær, ef svo
illa og ólíklega færi að hann
kæmist til valda. Tækifærissinn-
aður braskaraflokkur kom í stað-
inn fyrir íhaldsflokkinn gamla og
eru það ill skipti fyrir þjóðina.
Til vinstri er svo Alþýðuflokk-
urinn, sem vii'ðist á hröðu und-
anhaldi og niðurleið, gagnstætt
því, sem orðið hefur um bræðra-
flokka hans á öðrum Norður-
löndum, sem þar hafa eflzt og
reynzt hinir farsælustu.
Kommúnistar eru fámennur
hópur á íslandi og fer fækkandi.
Hins vegar hefur Alþýðubanda-
lagið, með kommúnistakjarnann,
rnikið fylgi. Ætla má að sá flokk-
ur standi á tímamótum. Líklegt
má telja, að innan skamms taki
þeir við völdum í flokknum, sem
aðhyllast ekki alþjóðlegan komm
únisma né vilja vera línudansar-
ar Rússa. Ef þróunin heldur í
þessa átt, sem margt bendii' til,
verður Alþýðubandalagið ábyrg-
ur og vaxandi verkalýðsflokkur,
en íslenzkir kommúnistar utan-
garðs menn.
Ábyrgir menn og hugsandi
hljóta jafnan að velta því fyrir
sér, hver sé hamingjuleiðin fyrir
okkur öll. Liggur hún í gegnum
algera forsjá ríkisvaldsins? Eða
mun skefjalaus eiginhyggja vísa
veginn? Þjóðareðlið svarar þess-
um spurningum hiklaust neit-
andi. Hinar hófsamlegu leiðii'
samvinnu og samhjálpar, með
sterka siðferðisskyldu og rétt-
lætiskennd einstaklinganna, munu
reynast farsælastar og í þeim
anda vill Dagur vinna af
fremsta megni.
D-íjöreíni við doða - Mjalfavé!
úr ryðfríu sfáli
Doðinn getur stundum verið
leiður gestur í íslenzkum fjósum.
•Hámjólka nýbærur þurfa mikillar
árvekni og aðgæzlu við, einkum
þær, sem hafa tilhneigingu til að
fá doða.
Nauðsynlegt er að vera vel á
verði fyrir burði kúnna og reyna
að koma í veg fyrir doðann, og í
því sambandi má benda á, að er-
lendar tilraunir og enda innlend
reynsla hafa sýnt, að mikil stein-
efnagjöf — einkum mikill fosfór-
skammtur í t. d. dikalsíumfosfati
eða mónónatríumfosfati — reyn-
ist mjög áhrifaríkt til þess að koma
í veg fyrir doða. Góð varúðarregla
er það einnig, eftir burð, að full-
mjólka ekki kúna, en mjólka oft-
ar.
En jafnvel þótt hitt og annað sé
reynt til þess að afstýra doða,
verða menn einatt að leita aðstoð-
ar dýralæknis, og þá má oft ekki
mikinn tíma missa.
Það virðist augljóst, að þær var-
úðarreglur, sem rætt var um hér
að framan, eru mjög áhrifaríkar
í sumum kúahópum, en reynast
aítur miður í öðrum. Þetta getur
auðvitað stafað af því, að kýr, eða
einstakar ættir þeirra, eru mis-
jafnlega næmar fyrir doða, eða af
hinu, að mismunandi mikil vönt-
un sé á steinefnum í einstökum
tilfellum.
Loks getur orsökin verið sú, að
þar, sem steinefni hafa engin á-
hrif haft á doðatilhneigingu, hafa
kýrnar e. t. v. ekki verið færar um
að hagnýta þessi steinefni. Þannig
getur t. d. D-fjörefnaskortur orðið
til þess, að skepnunni gagnist ekki
kalk- né fosfórmagnið í fóðrinu
nægilega, og sér í lagi ekki, ef um
hánytja kýr er að ræða.
Þetta hefir leitt huga að því,
að D-fjörefnagjöf muni geta af-
stýrt doða, og ýmsar amerískar til-
raunir benda til, að nokkuð sé
hæft í þessari ályktun.
I tímaritinu „Jydsk Landbrug"
gerir A. Th. Riemann, dýralæknir,
grein fyrir niðurstöðum þessara
tilrauna, og skýrir hann svo frá,
að í tilraunahópnum hafi verið 48
Jerseykýr, sem vanda áttu fyrir
því að fá doða eftir burð. Annar
helmingur kúnna fékk nú fyrir
burð sterka fjörefnablöndu. Það
var dælt í þær allt að 10 sinnum
venjulegum skammti af D-fjör-
efni. I þeim tilraunahópnum, sem
fékk þennan stóra D-fjörvisskammt
fékk engin kýrin doða, en 14 af
22 kúm í hinum hópnum, sem
ekki fékk fjörefnaskammt, veikt-
ist af doða. I þessari tilraun hefir
því verið greinlegur hagur að D-
fjörefnisdælingunni, og má skýra
það með því, að D-fjörefnið hafi
greitt fyrir því, að mjög aukið
magn steinefna hafi sogazt frá
meltingarfærunum út í blóðið.
Kalsíummagnið i blóðinu hafi því
vaxið mjög mikið, og þess vegna
hafi kýrin verið betur við því bú-
in að fullnægja þeirri skyndilegu
og miklu eftirspurn, sem gerð er
til kalsíummagnsins í blóðinu, þeg-
ar hin mikla mjólkurmyndun hefst
eftir burðinn.
Það er litlum vafa undirorpið,
að vinna má mjög gegn doðanum
með skynsamlegu fyrirkomulagi á
fosfór-, kalsíum- og D-fjörefnagjöf.
ALFA-LAVAL verksmiðjan hef-
ir nú sent á markaðinn mjalta-
vel að öllu leyti úr góðu, sænsku,
ryðfríu stáli. Er það vönduð
smíði og smekkleg. Mjólkurleiðsl-
ur eru beinar og rúmgóðar. Spena-
hylkin eru vönduð og þung og
hylkjagreinirinn léttur, svo að
þunginn dreifist jafnt á spenana.
Sogskiptirinn er af nýrri og end-
urbættri gerð og löggin á fötunni
er ávöl.
Oll er mjaltavélin smíðuð með
tilliti til góðrar júgurheilbrigði og
þess að ræsting veröi auðveld og
árangursrík.
Mjaltavél úr ryðfríu stáli er
nokkru dýrari en eldri gerðir, en
ekki munar það ýkjamiklu.
MABEL RUTH JACKSON:
Uppeldið heinia
Um daginn var eg gestui' á heimili nokkru um
skeið. Lítill sonur hjónanna dvaldi á dagheimili
lengst af dagsins. Þetta var ófeiminn og elskulegur
drengur, og mér fannst hann vera óvenjulega sæll
og ánægður, og eg kynntist fljótt einni orsök þess.
Þegar hann kom heim frá dagheimilinu, var hon-
um alltaf mikið niðri fyrir; hann sagði af mikilli
gleði og áhuga frá leikjunum, sem hann hefði lært
þann daginn og öllu því, sem hann hefði gei't. Oft
kom hann heim með pappírsörk, sem hann hafði
teiknað á blóðrautt hús með gulum skorsteini og
grænum dyrum, blóm með ógnarstórum legg eða
mjög útlimalangan mann, sem engan hafði bolinn.
Það var alveg sama, hvað mamma Roddys litla
var að gera; hún gaf sér alltaf tíma til þess að
hlusta á hann segja frá nýju leikjunum, og hún fór
alltaf viðurkenningarorðum um verkin hans. Mér
fannst þetta mjög ánægjulegt að sjá og heyra, því
að hörmulegt hefði verið, ef hrifningu og áhuga
þessa litla drengs hefði ekki verið mætt af skiln-
ingi og samúð þeirra, sem honum þótti vænzt um.
En mamma hans gerði meira.
Teikning Roddys var fest með títuprjóni á striga,
snoturlega innrammaðan, sem hékk uppi á vegg í
þessum tilgangi. Nú myndi pabbi hans sjá myndina,
er hann kæmi heim. Eg brosti með sjálfri mér, er
eg sá strák ganga oftlega fram hjá teikningunni á.
veggnum og láta sem hann liti ekki í þá áttina, en
hann gat ekki látið vera að gjóta augum til hliðar,
og hreykinn var hann á svipinn. Hann hafði innt
starf af höndum, og það hafði verið virt og viður-
kennt.
Einn daginn kom hann heim með pappírsfána,
sem hann hafði búið til. „Mamma,“ sagði hann,
„getum við ekki sett flaggið út í gluggann?"
„I gluggann?" endurtók móðir hans, og eg bjóst
við, að nú væri hún að hugsa um, hvar hún gæti
komið fánanum fyrir, svo að sem minnst bæri á,
því að heimilið var fallegt og öllu vel fyrir komið.
„Já, mamma. Getum við ekki sett það í stofu-
gluggann, svo að allir á götunni geti séð það? Gæt-
um við það ekki, mamma?“
„Jú, auðvitað, vinur minn,“ sagði mamma hans,
og svo hjálpaði hún honum að festa flaggið á rúð-
una með límbandi.
Mér fannst, að gleðisvipur drengsins hlyti að
vera næg greiðsla fyrir það, sem sumar húsfreyjur
hefðu áreiðanlega ekki tekið í mál.
Annan dag kom Roddy heim með litla, rauða
pappírskörfu. „Eg bjó til þessa körfu,“ sagði hann,
„og það á að setja eitthvað í hana. Gætum við ekki
sett eitthvað í hana, mamma?“ spurði hann ákafur.
„Við skulum nú sjá, elskan mín,“ svaraði mamma
hans.
„Eldspýtur?" spurði hann.
„Nei, heldurðu, að við ættum að láta eldspýtur í G
pappírskprfu, Roddy?“
Hann hugsaði sig um. „Nei, kannske það gæti
kviknað í henni,“ sagði hann.
„Já, það er aldrei að vita,“ sagði hún, en svo
bætti hún við: „Geturðu búið til fleiri körfur eins
og þessa?“
„Auðvitað get eg það,“ svaraði hann.
„Nú hefur mér ðottið dálítið í hug,“ sagði hún
brosandi. „Búðu nú til eina körfu handa frú Jack-
son, eina handa pabba þínum og eina handa sjálfum
þér. Þessi er handa mér. Þegar við borðum kvöld-
matinn á morgun, þá skulum við setja ofurlítið
„gott“ í körfurnar og hafa eina hjá hverjum diski.
Þá verðui' veizla. Þú átt nóg og marglitum pappírs-
örkum í dótakassanum þínum.“
Gleðisvipurinn á andliti Roddys litla sýndi glöggt,
að hann kunni að meta það, að körfurnar hans yrðu
til einhvers gagns.
„Þetta er ekki svo lítil fyrirhöfn allt saman,“
sagði eg seinna við húsfreyjuna, „en ósköp hefur
Roddy litli mikla ánægju af þessu.“
„Já, er það ekki?“ sagði hún. „Eg vil hafa hann
glaðan og hamingjusaman, en það er ekki einungis
það, sem eg er að hugsa um. Við tölum mikið hérna
á heimilinu um það, sem við gerum. Eg tala kann-
ske um tilbreytnina, sem eg hafi í matargerðinni í
þetta skiptið eða þá eitthvað, sem eg pr að sauma.
Pabbi hans segir okkur frá ýmsu í starfi sínu á
skrifstofunni. Eg vil, að Roddy finni, að það sé líka
umtalsvert, sem hann gerir. En mér dettur líka
annað í hug í þessu sambandi. Þetta eru smámunir,
en geta þeir ekki haft sína miklu þýðingu fyrir
Roddy — líka seinna á ævinni?“
„Jú, áreiðanlega,“ svaraði eg. „Þetta eru smá-
munir, og þess vegna sést alltof mörgum mæðrum
yfir það, hvílík tækifæri þarna eru til uppeldis og
þroska; hér er verið að leggja grundvöll að ham-
ingjusamri ævi. Þetta eru smámunir, en þeir eru
stórir.“