Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 5

Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 5
 I Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi: Fáir trúðu því að A- flokkarnir þýddust Ólaf Úrslit kosninganna í vor og þeir atburðir sem á eftir fylgdu held ég að verði eftirminnilegustu at- burðir þessa árs þegar tímar líða, jafnframt því sem þeir eru mér ofarlega i huga nú. Á ég þá alveg sérstaklega við það, að Ólafi Jó- hannessyni, formanni Framsókn- arflokksins, tókst að leiða hin sundurleitu og ósamstæðu öfl innan Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins til samstarfs við Framsóknarflokkinn um rík- isstjórnarmyndun. Fáir trúðu því fyrst eftir kosn- ingar og eftir þau orð sem A-flokkarnir höfðu látið falla í kosningabaráttunni, að Ólafur Jóhannesson yrði sá sem þeir treystu best til að hafa forystu um skynsamlegar aðgerðir í þjóð- málum. En langt stjórnarsamn- ingaþóf sannfærði þó þessa aðila um það að lokum. Má segja í þessu efni að betra er seint en aldrei. Stríð er ekki athöfn sem að jafnaði á upp á pallborðið hjá mér. Þó er það einlægust von mín að stríð það sem núverandi ríkis- stjórn hefir hafið gegn verðbólg- unni vinnist. Ég, eins og margir Sigurður Óli Brynjólfsson. aðrir, hefi oft leitað úrræða til að _ vinna bug á því óréttlæti sem | verðbólgarn veldur í þjóðfélag* I inu. En alltaf sannfærist ég betur og | betur um það að það er ekki til ■ neitt ráð sem getur unnið á órétt- | læti hennar og því er aðeins eitt I ráð til og það er að eyða verð- ! bólgunni. Fjölmennustu launþegasam- m tökin virðast nú tilbúin að ganga I til liðs við stjómvöld þjóðarinnar I í baráttunni við þennan ógnvald J íslensks sjálfstæðis, í fyrsta skipti í S langan tíma. Það er því von mín j og ösk að þessir aðilar beri gæfu | til að standa saman og sigrast á j þessum vágesti sem hindrað hefir ■ eðlilega framsókn íslensku þjóð- I arinnar um áratuga skeið. Sr. Hjálmar Jónsson, Bólstað: Kærleikurinn vinnur ekki með krepptum hnefa Hvað er merkilegast: Eru það uppgötvanir í vísindum og tækni, breytt og bætt sambúð heims- velda, ríkja, einstaklinga? Hefur eitthvað nýtt gerst í stjórnmálum? Hefur komið fram ný stefna til eyðileggja hann. Eg vona að Guð hjálpi mér til þess að reynast liðsmaður hans. Þá vona ég að það haldist sem gott er, innan- lands sem innanbrjósts og þess óska ég öllum mönnum til handa. Með öðrum orðum: Ég vona að himnaríki færist nær jörðinni. .tA* l Sonja Sveinsdóttir, húsfreyja, Mér er sem ég sjái þann gamla Þegar lögð var fyrir mig spurn- ingin, hvað mér væri minnistæðast frá árinu sem er að líða, kom strax upp í huga mér einn ákveðinn at- burður og þrátt fyrir langa leit í hugarfylgsnum minum fann ég engan annan sem orkað hafði jafn sterkt á huga minn. Þar sem ég hefi unnið í mörg undanfarin ár, blasa daglega við sjónum sjúk börn, sem flest eiga Pálína Benediktsdótfir, húsfreyja, Hrafnagili: Þar hefja þeir hvern virkan dag í kirkju Sr. Hjálmar Jónsson. þess fallin, að leysa vanda ein- staklinga og þjóða? Hefur komið fram á árinu einhvert nýtt sam- einingartákn allra manna? Svörin eru öll neikvæð. Hins vegar er mér efst í huga, ekki síst um jólaleytið, að kærleikurinn vinnur ekki með krepptum hnef- um. Þetta hefur gleymst eitt árið enn. Það er merkilegast en ekki skemmtilegast. Við höfum enn einu sinni gleymt þeim sjálfsagða hlut, að trúa á kærleikans guð. Hefðum við gert það í alvöru, væri mannlíf hér allt annað og betra. Lausnin á vanda manns og heims er fundin. Hún er rifjuð upp á jólum og höfð til spari í þjófélaginu. Hversdags trúum við á einfaldar, heimatilbúnar lausn- ir. Ég bind við það vonir, að lausnir mannanna á vandamálum mannsins verði ekki til þess að Það er nú bezt góðærið og hvað fólk hefur það gott, eða getur haft það, allir sem eru frískir og sem engin óhöpp eða slysfarir henda. Nú, mér finnst þetta ár búið að vera skemmtilegt. Ég fór hringinn um landið i fyrsta sinn með manni mínum, tveim yngstu börnum og móður minni. Skoðuðum við Fljótsdalshérað og firðina í dýr- indisveðri og sáum stórfenglegt landslag Skaftafellssýslna, en það er sérstakt og engu likt sem mað- ur hefur áður séð, nálægð jökl- anna og ólgandi fallvötnin. Síðan fór hinn ágæti saumaklúbbur okkar í ferðalag sem er að verða árlegt. Að þessu sinni var farið suður Sprengisand og haldið á landbúnaðarsýninguna á Selfossi. Síðastliðinn vetur fékk ég ferðavinning sem ég notaði í haust og fór til írlands. Heppn- aðist sú ferð vel, þótt svo mér fyndist ég jafnvel njóta ferðar- innar bezt er heim var komið. Þama sá maður útimarkaði, hesta fyrir stórum grænmetisvögnum inn í miðri Dublinborg. í írlandi Pálína Benediktsdóttir. eru kirkjurnar afskaplega áber- andi margar, gráar steinkirkjur með háum turnum. Bjórkrár eru þar á hverju horni og standa jafnvel á móti kirkjunum, enda sagt að þær séu annað heimili fra. Frá Dublin fórum við í bíl suð- vestur yfir landið og gistum í Killarney. Rétt við hótelið var stór kirkja og ætluðum við að skoða hana um morgunin, en þá var verið að messa og var margt fólk í kirkjunni, þrátt fyrir að þetta væri á miðvikudagsmorgni. Þama var okkur sagt að írar byrjuðu daginn með því að fara í kirkju. Þarna sáum við léttivagna, með tveimur hestum fyrir, stað- næmast fyrir utan hótelið og fínar amerískar frúr fengu sér með þeim skemmtireisu. Svo ókum við til Galway og gistum þar. Okkur var sagt að Kennedy forseti hafi verið ættað- ur þaðan og í sinni forsetatíð hafi hann flutt ræðu í stórum garði sem er framan við hótelið er við gistum í. Margt bar fyrir augu á þessu ferðalagi. Ekki þóttu okkur útihúsin mikil á bændabýlunum og marga sáum við fara með mjólkurbrúsann sinn á eldgöml- um traktor, sem sjaldgæft er að sjá hér á landi í notkun og meira að segja sá ég einn sem flutti mjólkina sina í asnakerru og sat sjálfurá brúsanum, en asnagreyið brokkaði ósköp létt með þetta (Framhald á bls. 29) Laufey Tryggvadóttir, deildarstjóri: Hinn gamli úrbótavegur var þræddur s.l. haust Margt er merkilegt við árið sem er að líða, eins og raunar öll ár. Hvert hefur sinar minningar, sem eftir lifa í huga mínum við hver áramót. Merkilegast við árið tel ég vera það, hvað langan tíma það tók að hanna hina nýju ríkisstjórn. Þegar hún loks var fullmótuð og tekin til starfa, var von mín sú, að nýjar hugmyndir kæmu með nýjum mönnum, en það brást að mestu. Hinn gamalkunni úrbótafarvegur var þræddur. Annað einkenni líðandi árs get ég ekki látið hjá líða að minnasi á, en það er eyðslan. Eiga þar jafnan hlut að, bæði einstaklingar og hið opinbera. Úr eyðslunni þarf að draga á komandi ári með samtökum allra landsmanna. Ég bendi á einfaldari lífshætti. Með því mundi skapast hamingjurík- ara og bjartara líf, er kæmi okkur öllum til tekna. Næsta ár er ár barnsins. Vonir mínar vil ég binda við þarfir þess um allan heim. Barnið virðist vera orðið aukanúmer á allt of mörgum heimilum. Á dagvistun- arstofnun skal það fara, þótt annað sé mögulegt. Mestu ábyrgðar- og virðingarstöðu hvers þjóðfélags tel ég vera móð- (Framhald á bls. 29) allt lífið fyrir stafni, og aldrað fólk, sem farið er af heilsu og kröftum, og á allt sitt í kjalsoginu. Þó er ekki nema stutt síðan að niður í huga minn sló þeirri stað- reynd, hve árin væru fá, sem okkur mönnunum gefast til að ávaxta okkar pund með óskertan huga og styrka hönd. Og hvort sem þessi ár verða fá eða mörg á mælikvarða meðalmannsævi, þá eru þau aðeins sem andartaks augnablik í óendanleik eilífðar- innar. Flestum tekst að marka svo I I I I I I ■ I I I I I I I Laufey Tryggvadóttir. Sonja Sveinsdóttir. djúp spor á leið sinni um veginn að ekki sé í þau fokið fljótlega eftir brottför þeirra. Einstaka manni tekst þó að framkvæma eitthvað markvert, gott eða illt, sem tryggir viðkomandi eina eða fleiri línur á spjöldum sögunnar. Eitt slikra verka var gert heyrum kunnugt á þessu ári. Á ég þar við tilurð hinnar svokallaðrar nift- eindarsprengju. Til slíkra verka leyfist mönnum að eyða gáfum sínum og lífsþreki, og hafa jafnvel hlotið Friðarverðlaun Nobels, þótt þeir hafi dundað við svipaða iðju. Þó að i því tilfelli hafi dauðakúlan ekki verið jafn- oki þeirrar nýju, því sú sem verð- launum er tengd ku eyða öllu, jafnvel gullkálfi nútímans, stein- steypunni. En niftéindarsprengj- an er þvílíkt afbragð að hún grandar aðeins lífi, en eyðileggur ekki mannvirki. Mér finnst sem ég sjái „þann gamla í neðra" sitja klofvega á hæstu byggingu veraldar, slá sér á lær um leið og hlátursrokur hans berast út um líflausan hnöttinn og bergmála á milli allra hinna stór- merku mannvirkja, sem eftir standa óskemmd með öllu. Við höfum sannarlega gengið til góðs götuna fram eftir veg! Varðandi hina spuminguna, hvað ég bindi mestar vonir við á því ári, sem bráðlega gengur í (Framhald á bls. 29) I I I I I I I I I I I I I I I | I I I I J DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.