Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 7

Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 7
Á jólakort til móður minnar (Sigrúnar Sigurðardóttur fyrrum húsfreyju íTorfufelli). Elskulega móðir mín man ég björtust jólin heima. Æskan átti ennþá leik ótal vonir stóra drauma. Lífið gaf mér gjafir margar göfuga móðir þú varst ein fylgdir mér svo langa ieið Lof sé Guði þökk skal gjalda. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. I) Hver er vindhraðinn þegar hann mælist 9? (stormur). A. 17,2 — 20,7 m. á sek. B. 20.8 — 24.4 m. á sek. C. 24.5 — 28.4 m. á sek. 2) Hver — eða hvað — er Tristan da Cuncha? A. Þekktur brasilískur arkitekt, sem vann skipu- lagssamkeppni um hina nýju höfuðbörg Brasiliu árið 1957 B. Stærsta fjallið í Afríku C. Eyjaklasi í Atlantshafi 3) Hver var ástæðan fyrir þvi að Titanic sökk? A. Þurrafúi B. Tundurdufl C. Rakst á ísjaka 4) Veistu hvaða ár og mánuð Kólumbus fann Ameríku? A. í mai 1392 B. í október 1492 C. f júli 1592 a (Þ 0 (E 0 (2 a (k iiusnen Jólasveinarnir voru synir Grýlu og Leppa-Lúða. Raunar er það •sumra manna mál, að Grýla hafi átt þá, áður en hún giftist Leppa-Lúða, og greinir þó ekki frá faðerni þeirra. Jólasveinar heita svo eigin- legum nöfnum: 1. Stekkjar- staur, 2. Giljagaur, 3. Stúfur, 4. Þvörusleikir, 5. Pottasleikir, 6. Askasleikir, 7. Faldafeykir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþef- ur, 12. Ketkrókur og 13. Kerta- sníkir. En því eru þeir þrettán að tölu, að hinn fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól, síðan einn á hverjum degi og sá síðasti á aðfangadag jóla. Á jóladaginn fer hinn fyrsti burt aftur, og svo hver af öðrum, en hinn síðasti á þrettánda dag jóla. Jólasveinar hafa verið, eins og foreldrarnir, hafðir til að hræða börn með, en einkum um jólaleytið. Áttu þeir þá að koma af fjöll'um ofan til manna- JÓLASVEINARNIR byggða til að fremja þá iðn, er hver þeirra tamdi sér og flest nöfn þeirra eru við kennd. En allir voru þeir eins vísir til að taka börn þau, er hrinu mjög eða voru á annan hátt óstýrilát. Þó það virðist eftir áður sögðu engum efa bundið, að jólasveinar hafi verið þrettán að tölu, hefur þó ekki öllum borið saman um það atriði, heldur en um faðemi þeirra. Segja sumir, að þeir hafi ekki verið fleiri en níu, og bera fyrir sig þulu þessa: Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum. í fyrrakveld, þá fór ég að hátta. þeir fundu hann Jón á Völlunum. En Andrés stóð þar utan gátta, þeir ætluðu að færa hann tröllunum; en hann beiddist af þeim sátta, óhýrustu köllunum, og þá var hringt öllum jólabjöllunum. Jón A rnason. VWvTC. y'tiUVO U cTcU OKJV VX) OUIÆ KAUPFÉLA6 E YFlQniMfeA: öemeraD Ööa S KAUPFÉIAG > EYFIRÐINGA AKUREYRi DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.